Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Gunnar Bjarnason í Litlu-Hildisey.
Gunnar Bjarnason í Litlu-Hildisey.
Mynd / Aðsendar
Viðtal 2. febrúar 2024

Leitar að gómsætum og sjúkdómaþolnum kartöfluyrkjum

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Gunnar Bjarnason keypti Litlu- Hildisey í Austur-Landeyjum árið 2018 með það fyrir augum að nýta landið til matvælaframleiðslu.

Fyrir tveimur árum fékk hann lífræna vottun og í haust bárust fyrstu vörurnar frá honum inn í íslenskar verslanir undir vörumerkinu Biobóndinn.

Hann er með skýr markmið til framtíðar um að framleiða hágæða lífræn matvæli án tilbúins áburðar eða eiturs. „Já, það er einn og einn þverhaus sem bætist við í lífræna hópinn,“ segir Gunnar.

Undir merkjum Biobóndans voru ellefu kartöfluyrki sett á markað í haust.
Tugir tilrauna með kartöflur og korn

„Ég hef gert tugi tilrauna með kartöflur og í ár voru 11 yrki í ræktun hjá mér. Ég mun síðan ekki rækta nema tvö eða þrjú þeirra aftur á næsta ári, en taka inn að minnsta kosti átta til tíu önnur yrki fyrir tilraunir næsta og þarnæsta sumar.

Orðið yrki er notað til að aðgreina mismunandi undirtegundir af jurtum, sem dæmi má nefna að Gullauga og Premium eru sitt hvort yrkið af kartöflum,“ útskýrir Gunnar. Hann segist hafa valið kartöflurnar sem aðaltegund til ræktunar einfaldlega vegna þess að það sé hans uppáhaldsgrænmeti. „En ég rækta líka bygg, hafra og „alls konar“ og ég hef gert fjölda tilrauna í þeirri ræktun. Ég hef einnig unnið markvisst að því að auka frjósemi og gæði jarðvegarins á jörðinni minni.

Byggið okkar fór síðasta haust til Eyglóar og Eymundar í Vallanesi eftir að ég var búinn að þurrka það í kornþurrkara sem ég keypti af vini mínum hér í sveitinni. Þau verka það áfram og selja undir sínu nafni sem er Móðir Jörð. Ég hef borðað byggið þeirra í meira en 10 ár og mér þykir óskiljanlegt að við Íslendingar skulum flytja inn hrísgrjón í gríðarlegu magni þegar við getum sjálf ræktað bygg sem inniheldur tvöfalt magn af trefjum og allt að 30 prósent minna af hitaeiningum en hrísgrjón. Ég vil að sem mest af minni vöru fari til manneldis og er sérstaklega áhugasamur um plöntur sem eru nægjusamar og þurfa litla hjálp í formi moltu eða húsdýraáburðar.“

Skiptiræktun nauðsynlegur hluti af lífrænni ræktun

Að sögn Gunnars er skiptiræktun hornsteinn þess að stunda lífræna ræktun og þá sé nauðsynlegt að vera með nokkrar tegundir í ræktun. „Það er merkilegt að þrátt fyrir að forfeður okkar hafi uppgötvað skiptiræktun fyrir sex þúsund árum haldi sumir að efnahernaður geti gert lögmál náttúrunnar óvirk. Maður verður að hvíla lengur land sem er mjög rýrt og gefa náttúrunni frið til að auka lífrænt efni í jarðveginum. Ég er með svona 40 hektara undir ræktunina hverju sinni, en sumar spildurnar fá hvíld árum saman.

Það er ekki nóg að kartöflurnar séu sjúkdómaþolnar og bragðgóðar, þær þurfa líka að skila ásættanlegri uppskeru í okkar kalda loftslagi. Þess vegna held ég áfram að þreifa mig áfram með yrki, en ég hef fengið flest yrkin frá Hollandi og Þýskalandi til að prófa hérna hjá mér. Ég legg mig mjög mikið fram um að mæla og vigta kartöflurnar – taka prufur og skoða afurðirnar svo þær standist mínar ýtrustu kröfur.

Ef maður skráir ekki upplýsingarnar hjá sér jafnóðum, gleymast staðreyndir fljótt.“

Til að meta hvaða kartöfluyrki hentar hvaða eldunaraðferð hefur Gunnar leitað til matreiðslumeistarans Úlfars Finnbjörnssonar, sem hefur leiðbeint honum.

„Hvert yrki hefur sín bragð- og áferðareinkenni. Þannig geta kartöflur verið þurrar, blautar, bragðmiklar eða mildar.

Þær sem til dæmis henti síður í „franskar kartöflur“ geti verið stórkostlegar soðnar. Þótt yrki skili fínni uppskeru fær það reisupassann ef Úlfar vinur minn er ekki sáttur við eiginleika þess.“

Jarðvegsauðgandi beitarstjórnun

Til að auka frjósemi og gæði jarðvegarins í Litlu-Hildisey notar Gunnar ýmsar aðferðir. „Tilraunir með smára og svarðnauta hafa spilað lykilhlutverk við jarðvegsbæturnar og í sumar prófaði ég í fyrsta skiptið „regenerative grazing“ [jarðvegsauðgandi beitarstjórnun] með 30 kvígur sem ég fékk að láni hjá góðum vini mínum og nágranna, sem ég sé svo ekki árangur úr fyrr en á næsta ári,“ segir Gunnar.

Hann segir að fyrirtækið Bananar dreifi kartöflunum sínum víða í verslanir.

Enn þá jafn gaman og þegar ég var sextán ára
Viðtal 26. apríl 2022

Enn þá jafn gaman og þegar ég var sextán ára

Baldur Sæmundsson, áfanga­stjóri í Menntaskólanum í Kópa­vogi, þar sem Hótel- og...

Mikilvægt að mennta fólk fyrir stækkandi atvinnugrein
Viðtal 8. apríl 2022

Mikilvægt að mennta fólk fyrir stækkandi atvinnugrein

Garðyrkjunám sem starfrækt er á Reykjum í Ölfusi mun tilheyra Fjölbrautaskóla Su...

Fann mína ástríðu í þessu starfi
Viðtal 8. desember 2021

Fann mína ástríðu í þessu starfi

„Ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst öllu þessu fólki í sveitunum, notið gestri...

„Það eiga allir að gera erfðaskrá“
Viðtal 8. nóvember 2021

„Það eiga allir að gera erfðaskrá“

„Erfðaskrá er til þess fallin að leysa úr mörgum málum sem annars tæki tíma og o...

„Fyrst og fremst er það hljómurinn sem heillar mig“
Viðtal 13. júní 2021

„Fyrst og fremst er það hljómurinn sem heillar mig“

Talið er að harmonikkur hafi fyrst komið til Íslands með frönskum sjómönnum sem ...

Ný Oddakirkja verður byggð og Sæmundarstofa verður menningar- og fræðasetur
Viðtal 19. mars 2021

Ný Oddakirkja verður byggð og Sæmundarstofa verður menningar- og fræðasetur

Landbúnaður á Íslandi stendur frammi fyrir mörgum og ólíkum áskorunum
Viðtal 12. febrúar 2021

Landbúnaður á Íslandi stendur frammi fyrir mörgum og ólíkum áskorunum

Vigdís Häsler lögfræðingur hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Bændasamtaka Ísla...

Þjónusta verði snögg, fagleg og aðgengileg og eftirlitið einfalt, málefnaleg og skilvirkt
Viðtal 12. janúar 2021

Þjónusta verði snögg, fagleg og aðgengileg og eftirlitið einfalt, málefnaleg og skilvirkt