Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Á meðan verkfall stendur yfir getur slátrun ekki farið fram.
Á meðan verkfall stendur yfir getur slátrun ekki farið fram.
Mynd / smh
Fréttir 20. apríl 2015

Víðtæk áhrif af verkfalli dýralækna, matvælafræðinga og líffræðinga

Höfundur: smh

Á miðnætti hófust verkföll hjá fjórum stéttarfélögum innan BHM og þar með eru dýralæknar, matvælafræðingar og líffræðingar hjá Matvælastofnun farnir í verkfall.

Áhrif verkfalls starfsmanna Matvælastofnunar eru víðtæk og nær til meira en helmings starfsmanna stofnunarinnar, en einungis forstjóri Matvælastofnunar og yfirdýralæknir eru undanþegnir verkfalli.

Allt eftirlit í frumframleiðslu og með matvælafyrirtækjum sem framleiða búfjárafurðir mun stöðvast, þar með talin mjólkurframleiðsla. Einnig eftirlit með heilbrigði, aðbúnaði og velferð dýra og áburði og fóðri. Eftirlit í sláturhúsi stöðvast og þar með kjötframleiðsla, auk út- og innflutnings lifandi dýra og dýraafurða. Eftirlit með sjúkdómum í fiskeldi og með plöntuheilbrigði stöðvast einnig.

Í fréttum Ríkisútvarpsins í dag kom fram að Reykjagarður hafi sótt um undanþágu til að fá að slátra og er vonast eftir að það skýrist í dag.

Skylt efni: Verkfall BHM

Hjartað slær með náttúruvernd
Fréttir 18. febrúar 2025

Hjartað slær með náttúruvernd

Sigrún Ágústsdóttir er forstjóri nýrrar Náttúruverndarstofnunar sem tók til star...

Á hverfanda hveli
Fréttir 18. febrúar 2025

Á hverfanda hveli

Árið í ár er helgað hverfandi jöklum. Íslenskir jöklar minnkuðu um 900 km2 milli...

Stöðugur samdráttur í hrossaútflutningi
Fréttir 17. febrúar 2025

Stöðugur samdráttur í hrossaútflutningi

Frá árinu 2022 hefur samdráttur verið stöðugur í útflutningi íslenskra hrossa.

Samráð um úrgangsforvarnir
Fréttir 14. febrúar 2025

Samráð um úrgangsforvarnir

Í Samráðsgátt stjórnvalda liggja nú drög Umhverfisstofnunar að stefnu um úrgangs...

Sóknarhugur er í Dalamönnum
Fréttir 14. febrúar 2025

Sóknarhugur er í Dalamönnum

Í Búðardal er fyrirhugað að reisa atvinnuhúsnæði með allt að 150 milljóna króna ...

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk
Fréttir 13. febrúar 2025

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk

Vísbendingar eru um að náttúrulegir birkiskógar hafi mikil áhrif á uppsöfnun kol...

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða
Fréttir 13. febrúar 2025

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða

Kennslutól fyrir skólabörn, vöruþróun ærkjöts og sauðaosta og markaðssetning á s...

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög
Fréttir 12. febrúar 2025

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hefur verið kynnt fyrir vorþingið. Landbúnaðarmá...