Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Á meðan verkfall stendur yfir getur slátrun ekki farið fram.
Á meðan verkfall stendur yfir getur slátrun ekki farið fram.
Mynd / smh
Fréttir 20. apríl 2015

Víðtæk áhrif af verkfalli dýralækna, matvælafræðinga og líffræðinga

Höfundur: smh

Á miðnætti hófust verkföll hjá fjórum stéttarfélögum innan BHM og þar með eru dýralæknar, matvælafræðingar og líffræðingar hjá Matvælastofnun farnir í verkfall.

Áhrif verkfalls starfsmanna Matvælastofnunar eru víðtæk og nær til meira en helmings starfsmanna stofnunarinnar, en einungis forstjóri Matvælastofnunar og yfirdýralæknir eru undanþegnir verkfalli.

Allt eftirlit í frumframleiðslu og með matvælafyrirtækjum sem framleiða búfjárafurðir mun stöðvast, þar með talin mjólkurframleiðsla. Einnig eftirlit með heilbrigði, aðbúnaði og velferð dýra og áburði og fóðri. Eftirlit í sláturhúsi stöðvast og þar með kjötframleiðsla, auk út- og innflutnings lifandi dýra og dýraafurða. Eftirlit með sjúkdómum í fiskeldi og með plöntuheilbrigði stöðvast einnig.

Í fréttum Ríkisútvarpsins í dag kom fram að Reykjagarður hafi sótt um undanþágu til að fá að slátra og er vonast eftir að það skýrist í dag.

Skylt efni: Verkfall BHM

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...