Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Karl G. Kristinsson, prófessor í sýklafræði og yfirlæknir sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans.
Karl G. Kristinsson, prófessor í sýklafræði og yfirlæknir sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans.
Fréttir 16. nóvember 2017

Viðskipta- og lögfræðihagsmunir eru meira metnir en lýðheilsa

Höfundur: Vilmundur Hansen /Hörður Kristjánsson

Þriðjudaginn 14. nóvember var kveðinn upp dómur hjá EFTA-dómstólnum. Komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að íslenska leyfisveitingakerfið fyrir innflutning á hrárri og unninni kjötvöru, eggjum og mjólk samrýmdist ekki ákvæðum EES-samningsins.

Karl G. Kristinsson, prófessor í sýklafræði og yfirlæknir sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans, sagði í samtali við Bændablaðið að niðurstaða EFTA-dómstólsins sýni að viðskiptahagsmunir og lögfræðin vegi þyngra en sjónarmið lýðheilsu.

Slæm niðurstaða út frá sjónarmiði lýðheilsu

„Niðurstaða dómsins er slæm út frá sjónarmiði lýðheilsu og íslensks landbúnaðar, þótt niðurstaðan sé væntanlega lagalega séð rétt. Með því að gefa innflutninginn frjálsan er verið að auka líkurnar á því að margs konar sýklar geti borist til landsins í menn og dýr. Úr því að þetta er niðurstaðan verður að leita leiða til þess að draga eins og hægt er úr líkunum á því að sýklar og sýklalyfja­ónæm­ar bakt­eríur berist til landsins í auknum mæli og herða eftirlit með því.“

Karl segir að áhrif dómsins séu tvenns konar að hans mati. „Annars vegar aukning á súnum eða bakteríum sem sýkja bæði menn og dýr. Slíkar bakteríur eru algengari erlendis en á Íslandi og því má búast við talsverðri aukningu á þeim. Í því sambandi er vert að hafa sérstaklega áhyggjur af innflutningi á ferskum kjúklingum og satt best að segja hef ég langmestar áhyggjur af þeim innflutningi. Innflutningur á ferskum kjúklingum getur hæglega stefnt í hættu þeim ströngu reglum sem viðhafðar eru í kjúklingaeldi hér á landi. Kjúklingaeldið hér er nánast kampýlóbakter-laust og mælist undir 5%, en hefur til dæmis mælst 75% í verslunum í Bretlandi og víðar í Evrópu. Það er því nokkuð ljóst að innflutningur á ferskum kjúklingum er líklegur til að fjölga kampýlóbakter-tilfellum í landinu.

Hins vegar er notkun á sýkla­lyfjum mun meiri, sérstaklega í Suður-Evrópu, í Evrópusambandinu en hér á landi. Þegar kemur að innflutningi á hráu kjöti, sérstaklega kjúklingum, getur verið erfitt að komast hjá því að fluttar verði inn afurðir með bakteríum ónæmum fyrir fjölmörgum sýklalyfjum.“

Miklar áhyggjur

Ég hef einnig miklar áhyggjur af mögulegum innflutningi á ýmiss konar örverum sem ekki eru landlægar í íslenskum búfénaði sem geta borist hingað með hráu kjöti og í búféð,“ segir Karl G. Kristinsson.

Íslensk lög ekki talin standast  tilskipun um innri markað

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) krafðist viðurkenningar á því að íslenska ríkið hefði brotið gegn 5. gr. tilskipunar ráðsins 89/662/EBE frá 11. desember 1989 um dýraheilbrigðiseftirlit í viðskiptum innan bandalagsins samkvæmt tilskipun um innri markað. Mótmælti ESA því að íslenska ríkið viðhéldi leyfisveitingakerfi vegna innflutnings á hráu kjöti og kjötvörum. Einnig vegna innflutnings á hráum eggjum og hráum eggjavörum, leyfisveitingakerfi vegna innflutnings á ógerilsneyddri mjólk og mjólkurafurðum unnum úr ógerilsneyddri mjólk. Þá voru viðbótarkröfur vegna innflutnings ákveðinna ostategunda og banns við markaðssetningu á innfluttum mjólkurafurðum sem unnar væru úr ógerilsneyddri mjólk. Sem og stjórnsýsluframkvæmd sem gerði innflytjendum skylt að leggja fram vottorð og sækja um leyfi til þess að flytja inn meðhöndluð egg og mjólkurafurðir. Íslenska ríkið mótmælti framangreindum kröfum ESA.

Hvað varðaði fyrstu þrjár kröfur ESA þá taldi dómstóllinn að íslensk löggjöf fæli í sér bann við innflutningi á hrárri kjötvöru, eggjum og mjólk. Hins vegar mælti EFTA-löggjöfin fyrir um að innflutningur á slíkum vörum gæti verið heimill að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Dómstóllinn komst því að þeirri niðurstöðu að leyfisveitingakerfið á Íslandi væri ósamrýmanlegt 5. gr. tilskipunarinnar. Hins vegar taldi dómstóllinn að bann við markaðssetningu sem vísað væri til í þriðju kröfu ESA fæli ekki í sér eftirlit með dýraheilbrigði í skilningi tilskipunarinnar og var þeirri kröfu því hafnað.

Hvað varðaði fjórðu kröfu ESA um innflutning eggja og mjólkurvara var bent á að íslensk stjórnvöld krefðust þess að umræddar vörur séu meðhöndlaðar í samræmi við íslensk lög. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að slík framkvæmd fæli í sér eftirlit með dýraheilbrigði umfram það sem leyfilegt væri samkvæmt 5. gr. tilskipunarinnar.

Eðlilegur blóðhagur þrátt fyrir blóðtöku
Fréttir 23. febrúar 2024

Eðlilegur blóðhagur þrátt fyrir blóðtöku

Íslenskar blóðmerar áttu auðvelt með að halda uppi eðlilegum blóðhag þrátt fyrir...

Áhersla á greiðslumarkið
Fréttir 22. febrúar 2024

Áhersla á greiðslumarkið

Á deildarfundi sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands var samþykkt nær samhljóð...

Nú þarf að láta verkin tala
Fréttir 22. febrúar 2024

Nú þarf að láta verkin tala

Halldóra Hauksdóttir verður áfram formaður búgreinadeildar eggjabænda. Meðstjórn...

Misræmi milli framleiðslu og greiðslumarkseignar
Fréttir 22. febrúar 2024

Misræmi milli framleiðslu og greiðslumarkseignar

Tveir mjólkurframleiðendur uppfylltu ekki yfir 200.000 lítra af greiðslumarki í ...

Formannsslagur í vændum
Fréttir 22. febrúar 2024

Formannsslagur í vændum

Gunnar Þorgeirsson og Trausti Hjálmarsson hafa gefið kost á sér í embætti forman...

Betri afkoma í garðyrkju
Fréttir 22. febrúar 2024

Betri afkoma í garðyrkju

Afkoma ylræktenda fer batnandi en útiræktenda versnandi.

Seljavellir fyrirmyndarbú ársins 2024
Fréttir 22. febrúar 2024

Seljavellir fyrirmyndarbú ársins 2024

Seljavellir í Nesjum í Hornafirði var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda Bænda...

Opið fyrir umsóknir
Fréttir 21. febrúar 2024

Opið fyrir umsóknir

Opnað var fyrir umsóknir í Matvælasjóð þann 1. febrúar síðastliðinn.