Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Viðbótarstuðningur við nautakjötsframleiðendur
Fréttir 8. mars 2024

Viðbótarstuðningur við nautakjötsframleiðendur

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Matvælaráðuneytið hefur ákveðið að leggja til 100 milljónir króna í stuðning við nautgripabændur á sláturálag, á móti þeim 50 milljónum sem stjórn deildar nautgripabænda hjá Bændasamtökunum hefur ákveðið að ráðstafa úr búvörusamningi.

Forsagan er sú að stjórnvöld tilkynntu í byrjun desember um stuðningsgreiðslur til bænda vegna þeirra fjárhagserfiðleika sem búgreinar glímdu við í kjölfar óhagstæðra efnahagsaðstæðna. Í þeim var nánast ekkert til að koma til móts við vanda nautakjötsframleiðenda. „Það kom vissulega aukning á gripagreiðslum holdakúa en sú framleiðsla er enn þá lítill hluti af heildar nautakjötsframleiðslunni. Stjórnin vakti strax athygli á þessu og einnig kom fram gagnrýni hjá bændum,“ segir Rafn Bergsson.

Rafn Bergsson.

„Í framhaldinu ákvað stjórn að leggja til að ráðstafa 50 milljónum af framleiðslujafnvægislið búvörusamninga inn á sláturálag og óska eftir að ráðuneytið kæmi með fjármagn á móti til að koma á móts við vanda nautakjötsframleiðenda,“ heldur Rafn áfram.

„Þetta fjármagn alls, 150 milljónir, bætist við sláturálagspottinn sem fyrir er á árinu 2024. Þetta fer á þá gripi sem standast gæðakröfur sem til þeirra eru gerðar.“

Fjármagnið fer á alla gripi sem standast kröfur, óháð kúakyni, og verður samtals 394,1 milljón króna í stað 244,1 milljón króna.

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...