Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Viðbótarstuðningur við nautakjötsframleiðendur
Fréttir 8. mars 2024

Viðbótarstuðningur við nautakjötsframleiðendur

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Matvælaráðuneytið hefur ákveðið að leggja til 100 milljónir króna í stuðning við nautgripabændur á sláturálag, á móti þeim 50 milljónum sem stjórn deildar nautgripabænda hjá Bændasamtökunum hefur ákveðið að ráðstafa úr búvörusamningi.

Forsagan er sú að stjórnvöld tilkynntu í byrjun desember um stuðningsgreiðslur til bænda vegna þeirra fjárhagserfiðleika sem búgreinar glímdu við í kjölfar óhagstæðra efnahagsaðstæðna. Í þeim var nánast ekkert til að koma til móts við vanda nautakjötsframleiðenda. „Það kom vissulega aukning á gripagreiðslum holdakúa en sú framleiðsla er enn þá lítill hluti af heildar nautakjötsframleiðslunni. Stjórnin vakti strax athygli á þessu og einnig kom fram gagnrýni hjá bændum,“ segir Rafn Bergsson.

Rafn Bergsson.

„Í framhaldinu ákvað stjórn að leggja til að ráðstafa 50 milljónum af framleiðslujafnvægislið búvörusamninga inn á sláturálag og óska eftir að ráðuneytið kæmi með fjármagn á móti til að koma á móts við vanda nautakjötsframleiðenda,“ heldur Rafn áfram.

„Þetta fjármagn alls, 150 milljónir, bætist við sláturálagspottinn sem fyrir er á árinu 2024. Þetta fer á þá gripi sem standast gæðakröfur sem til þeirra eru gerðar.“

Fjármagnið fer á alla gripi sem standast kröfur, óháð kúakyni, og verður samtals 394,1 milljón króna í stað 244,1 milljón króna.

Raflínunefnd umdeild
Fréttir 10. nóvember 2025

Raflínunefnd umdeild

Sveitarfélög og hagsmunasamtök landeigenda hafa gagnrýnt fyrirhugaða stofnun raf...

Auknar rekstrartekjur RML
Fréttir 10. nóvember 2025

Auknar rekstrartekjur RML

Stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) hélt ársfund í Borgarnesi til þe...

Ísland verði í leiðandi hlutverki
Fréttir 10. nóvember 2025

Ísland verði í leiðandi hlutverki

Stefnumótunarvinna hefur verið sett í gang um framtíð jarðhitanýtingar á Íslandi...

Munu sækjast eftir nýju blóðtökuleyfi
Fréttir 10. nóvember 2025

Munu sækjast eftir nýju blóðtökuleyfi

Forsvarsmenn Ísteka ehf. hafa hug á að sækja um nýtt leyfi til blóðtöku úr fylfu...

Umdeildir virkjanakostir í biðflokk
Fréttir 10. nóvember 2025

Umdeildir virkjanakostir í biðflokk

Jóhann Páll Jóhannsson vill Kjalölduveitu og virkjanakosti í Héraðsvötnum, það e...

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði
Fréttir 7. nóvember 2025

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði, sem hluti af nýjum áherslum og forgang...

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%
Fréttir 7. nóvember 2025

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%

Dilkakjötsframleiðsla var 12% minni nú í september en í sama mánuði á síðasta ár...

Togstreita milli ríkja á COP30
Fréttir 7. nóvember 2025

Togstreita milli ríkja á COP30

COP30, þrítugasti aðildarfundur og ráðstefna Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðann...