Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Viðbótarstuðningur við nautakjötsframleiðendur
Fréttir 8. mars 2024

Viðbótarstuðningur við nautakjötsframleiðendur

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Matvælaráðuneytið hefur ákveðið að leggja til 100 milljónir króna í stuðning við nautgripabændur á sláturálag, á móti þeim 50 milljónum sem stjórn deildar nautgripabænda hjá Bændasamtökunum hefur ákveðið að ráðstafa úr búvörusamningi.

Forsagan er sú að stjórnvöld tilkynntu í byrjun desember um stuðningsgreiðslur til bænda vegna þeirra fjárhagserfiðleika sem búgreinar glímdu við í kjölfar óhagstæðra efnahagsaðstæðna. Í þeim var nánast ekkert til að koma til móts við vanda nautakjötsframleiðenda. „Það kom vissulega aukning á gripagreiðslum holdakúa en sú framleiðsla er enn þá lítill hluti af heildar nautakjötsframleiðslunni. Stjórnin vakti strax athygli á þessu og einnig kom fram gagnrýni hjá bændum,“ segir Rafn Bergsson.

Rafn Bergsson.

„Í framhaldinu ákvað stjórn að leggja til að ráðstafa 50 milljónum af framleiðslujafnvægislið búvörusamninga inn á sláturálag og óska eftir að ráðuneytið kæmi með fjármagn á móti til að koma á móts við vanda nautakjötsframleiðenda,“ heldur Rafn áfram.

„Þetta fjármagn alls, 150 milljónir, bætist við sláturálagspottinn sem fyrir er á árinu 2024. Þetta fer á þá gripi sem standast gæðakröfur sem til þeirra eru gerðar.“

Fjármagnið fer á alla gripi sem standast kröfur, óháð kúakyni, og verður samtals 394,1 milljón króna í stað 244,1 milljón króna.

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...