Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
VG í Skagafirði lýsir andstöðu við að gengið verði lengra í afnámi tolla
Fréttir 8. október 2015

VG í Skagafirði lýsir andstöðu við að gengið verði lengra í afnámi tolla

Í tilkynningu frá VG í Skagafirði kemur fram að á aðalfundi félagsins þann 7. október 2015, hafi verið lýst andstöðu við að gengið verði lengra í afnámi tolla á  á innfluttar landbúnaðarafurðir án fyrirliggjandi úttektar á áhrifum á íslenska landbúnaðarframleiðslu og án þess að gerður hafi verið nýr búvörusamningur til lengri tíma.

Í tilkynningunni segir ennfremur orðrétt:

Matvælaframleiðsla er ein meginstoð byggðar í Skagafirði. Héraðið er eitt sterkasta mjólkur og kjötframleiðslusvæði landsins. Margvíslegur þjónustuiðnaður hefur byggst upp í kringum matvælaiðnaðinn.  Ferðaþjónusta og matarmenning  er miklvæg grein í örri þróun. Þessar greinar skipta sköpum fyrir búsetu og afkomu íbúa héraðsins.

Fréttir af nýgerðum milliríkjasamningi milli Íslands og Evrópusambandsins (ESB) um viðskipti með búvörur og  niðurfelling tolla  vekja því upp ugg um framtíðarhorfur landbúnaðar og matvælaiðnaðar í Skagafirði. Afnám tolla í þeim mæli sem samningarnir gera ráð fyrir geta haft ófyrirséðar afleiðingar í för með sér fyrir innlendan landbúnað og matvælavinnslu. Samningurinn við ESB virðist  gerður án samráðs  og í algjörri andstöðu við gildandi samninga um starfskilyrði greinarinnar sem og stefnu stjórnvalda um matvælaframleiðslu á Íslandi. Stjórnvöld virðast einnig hafa vanrækt að gera fyrirfram  heildræna úttekt á áhrifum samningsins á vöruframboð  þróun og  samkeppnisstöðu einstakra búgreina til lengri tíma. Atvinnuöryggi og störf  fjölda fólks er sett í uppnám  sem og rekstur afurðastöðva og fyrirtækja í matvælavinnslu, og iðnaði.

Áður en lengra er haldið þarf að meta áhrif á afurðaverð til bænda, líklega þróun á markaðshlutdeild innlendrar framleiðslu og tekjuleg áhrif að teknu tillit til áhrifa aukins markaðsaðgangs. Störf og afkoma fjölda bænda og starfsfólks í úrvinnslugreinum er í húfi.

Aðalfundur VG í Skagafirði skorar því á þingmenn að taka málið upp og staðfesta ekki slíka samninga nú án þess að gengið hafi verið frá nýjum samningum um starfsskilyrði landbúnaðarins til lengri tíma.

Núverandi búvörusamningur rennur út í lok næsta árs. Fyrirkomulag tolla hefur verið hluti slíkra samninga og því eðlilegt að ákvarðanir um breytingar á þeim séu teknar samhliða gerð nýrra langtímasamninga um starfskilyrði landbúnaðar og matvælavinnslu í landinu.

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa
Fréttir 2. desember 2022

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa

Þar sem fjöldi skráðra grágæsa á talningastöðum á Bretlandseyjum er 30% færri en...

Minkur til Danmerkur
Fréttir 1. desember 2022

Minkur til Danmerkur

Hópur danskra minkabænda, sem kallast Dansk mink, vinnur nú að því að endurvekja...

Frummenn vildu vel steiktan fisk
Fréttir 30. nóvember 2022

Frummenn vildu vel steiktan fisk

Rannsóknir á beinaleifum vatnakarfa sem fundust þar sem í dag er Ísrael benda ti...

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins
Fréttir 30. nóvember 2022

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins

Steypustöðin gekk nýlega frá samningi við steypudælu og -bílaframleiðandann Putz...

Ný sálmabók tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2022

Ný sálmabók tekin í notkun

Þann 13. nóvember sl. var ný útgáfa sálmabókarinnar tekin í notkun í kirkjum lan...

Fljúgandi bolabítur
Fréttir 28. nóvember 2022

Fljúgandi bolabítur

Skömmu eftir miðja nítjándu öld lýsti Alfred Russel Wallace, sem var samtímamaðu...

Hjólreiða- og göngustígur milli Hellu og Hvolsvallar?
Fréttir 28. nóvember 2022

Hjólreiða- og göngustígur milli Hellu og Hvolsvallar?

Nú eru uppi hugmyndir um að leggja hjólreiða- og göngustíg á milli Hellu og Hvol...

Sólarorkuver á fjósþaki
Fréttir 25. nóvember 2022

Sólarorkuver á fjósþaki

Á Eystri-Leirárgörðum var nýlega sett upp raforkuver á útihús. Þetta er hluti af...