Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
VG í Skagafirði lýsir andstöðu við að gengið verði lengra í afnámi tolla
Fréttir 8. október 2015

VG í Skagafirði lýsir andstöðu við að gengið verði lengra í afnámi tolla

Í tilkynningu frá VG í Skagafirði kemur fram að á aðalfundi félagsins þann 7. október 2015, hafi verið lýst andstöðu við að gengið verði lengra í afnámi tolla á  á innfluttar landbúnaðarafurðir án fyrirliggjandi úttektar á áhrifum á íslenska landbúnaðarframleiðslu og án þess að gerður hafi verið nýr búvörusamningur til lengri tíma.

Í tilkynningunni segir ennfremur orðrétt:

Matvælaframleiðsla er ein meginstoð byggðar í Skagafirði. Héraðið er eitt sterkasta mjólkur og kjötframleiðslusvæði landsins. Margvíslegur þjónustuiðnaður hefur byggst upp í kringum matvælaiðnaðinn.  Ferðaþjónusta og matarmenning  er miklvæg grein í örri þróun. Þessar greinar skipta sköpum fyrir búsetu og afkomu íbúa héraðsins.

Fréttir af nýgerðum milliríkjasamningi milli Íslands og Evrópusambandsins (ESB) um viðskipti með búvörur og  niðurfelling tolla  vekja því upp ugg um framtíðarhorfur landbúnaðar og matvælaiðnaðar í Skagafirði. Afnám tolla í þeim mæli sem samningarnir gera ráð fyrir geta haft ófyrirséðar afleiðingar í för með sér fyrir innlendan landbúnað og matvælavinnslu. Samningurinn við ESB virðist  gerður án samráðs  og í algjörri andstöðu við gildandi samninga um starfskilyrði greinarinnar sem og stefnu stjórnvalda um matvælaframleiðslu á Íslandi. Stjórnvöld virðast einnig hafa vanrækt að gera fyrirfram  heildræna úttekt á áhrifum samningsins á vöruframboð  þróun og  samkeppnisstöðu einstakra búgreina til lengri tíma. Atvinnuöryggi og störf  fjölda fólks er sett í uppnám  sem og rekstur afurðastöðva og fyrirtækja í matvælavinnslu, og iðnaði.

Áður en lengra er haldið þarf að meta áhrif á afurðaverð til bænda, líklega þróun á markaðshlutdeild innlendrar framleiðslu og tekjuleg áhrif að teknu tillit til áhrifa aukins markaðsaðgangs. Störf og afkoma fjölda bænda og starfsfólks í úrvinnslugreinum er í húfi.

Aðalfundur VG í Skagafirði skorar því á þingmenn að taka málið upp og staðfesta ekki slíka samninga nú án þess að gengið hafi verið frá nýjum samningum um starfsskilyrði landbúnaðarins til lengri tíma.

Núverandi búvörusamningur rennur út í lok næsta árs. Fyrirkomulag tolla hefur verið hluti slíkra samninga og því eðlilegt að ákvarðanir um breytingar á þeim séu teknar samhliða gerð nýrra langtímasamninga um starfskilyrði landbúnaðar og matvælavinnslu í landinu.

Innflutningur erfðaefnis skilar góðum árangri
Fréttir 27. janúar 2023

Innflutningur erfðaefnis skilar góðum árangri

Samkvæmt niðurstöðum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) úr skýrsluhaldi na...

Verðskrá Skeljungs og Fóðurblöndunnar
Fréttir 27. janúar 2023

Verðskrá Skeljungs og Fóðurblöndunnar

Skeljungur og Fóðurblandan hafa birt verðskrá fyrir þær tegundir af áburði sem f...

Ekkert veiðibann á döfinni
Fréttir 26. janúar 2023

Ekkert veiðibann á döfinni

Veiðibann á grágæs hefur ekki tekið gildi á Íslandi og ekki stendur til að banna...

Stakkhamar 2 skýst upp á toppinn yfir afurðahæstu kúabúin miðað við meðalnyt
Fréttir 26. janúar 2023

Stakkhamar 2 skýst upp á toppinn yfir afurðahæstu kúabúin miðað við meðalnyt

Stakkhamar 2 í Eyja- og Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi hefur skotist á toppinn ...

Niðurtröppun greiðslumarks að hefjast
Fréttir 25. janúar 2023

Niðurtröppun greiðslumarks að hefjast

Niðurtröppun á greiðslumarki í sauðfjárrækt hefst á þessu ári, samkvæmt núgildan...

Úrræði sem eigi að nýtast ungum bændum
Fréttir 24. janúar 2023

Úrræði sem eigi að nýtast ungum bændum

Ungir bændur hafa verið að kalla eftir því að þeir geti nýtt öll fasteignakaupsú...

Útgáfa fyrstu vottuðu kolefniseininganna
Fréttir 23. janúar 2023

Útgáfa fyrstu vottuðu kolefniseininganna

Yggdrasill Carbon hefur fengið útgefnar fyrstu íslensku vottuðu kolefniseiningar...

Vinnsla á próteini úr grasi
Fréttir 20. janúar 2023

Vinnsla á próteini úr grasi

Þörf heimsins fyrir prótein er alltaf að aukast og sífellt er leitað leiða til a...