Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Gert er ráð fyrir vernd landbúnaðarlands í dreif- og þéttbýli í nýrri hvítbók um skipulagsmál.
Gert er ráð fyrir vernd landbúnaðarlands í dreif- og þéttbýli í nýrri hvítbók um skipulagsmál.
Mynd / Bbl
Fréttir 10. nóvember 2023

Vernd landbúnaðarlands í landsskipulagi

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Drög að hvítbók um skipulagsmál liggur í Samráðsgátt stjórnvalda, en frestur til umsagnar rann út 31. október.

Hvítbókin verður grunnur að þingsályktunartillögu um nýja landsskipulagsstefnu til 15 ára, með fimm ára aðgerðaráætlun, þar sem meðal annars verður kveðið á um vernd landbúnaðarlands. Í kaflanum Markmið um samkeppnishæft atvinnulíf er undir einum liðnum sérstaklega fjallað um áherslur í skipulagi hvað varðar landbúnaðarland í dreifbýli og þéttbýli. Þar er kveðið á um að skipulag eigi að stuðla að möguleikum á fjölbreyttri og hagkvæmri nýtingu landbúnaðarlands í sátt við umhverfið og stuðli að auknu fæðuöryggi þjóðarinnar.

Gert er ráð fyrir að við skipulagsgerð í dreifbýli verði land sem hentar vel til ræktunar matvæla almennt ekki ráðstafað til annarra nota með óafturkræfum hætti. 

Skipulagsákvarðanir um ráðstöfun lands til landbúnaðar og annarrar nýtingar munu byggjast á flokkun landbúnaðarlands með tilliti til ræktunarskilyrða, auk landslagsgreiningar og vistgerðaflokkunar. Ákvarðanir um uppskiptingu lands munu byggjast á skipulagsáætlunum. Áhersla er á að stefna í skipulagsáætlunum um ræktun stuðli að framleiðslu afurða með lítið kolefnisspor, svo sem innlendri grænmetisframleiðslu.

Þá verður í skipulagi dreifbýlis stutt við fjölbreytta nýtingu landbúnaðarlands, svo sem í tengslum við nýsköpun og ferðaþjónustu. Gert er ráð fyrir að við skipulagsgerð í þéttbýli verði vaxtarmörk þess skilgreind, meðal annars með það fyrir augum að standa vörð um verðmætt landbúnaðarland. Í skipulagi verði hugað að tækifærum til aukinnar ræktunar matvæla í þéttbýli.

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...