Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Gert er ráð fyrir vernd landbúnaðarlands í dreif- og þéttbýli í nýrri hvítbók um skipulagsmál.
Gert er ráð fyrir vernd landbúnaðarlands í dreif- og þéttbýli í nýrri hvítbók um skipulagsmál.
Mynd / Bbl
Fréttir 10. nóvember 2023

Vernd landbúnaðarlands í landsskipulagi

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Drög að hvítbók um skipulagsmál liggur í Samráðsgátt stjórnvalda, en frestur til umsagnar rann út 31. október.

Hvítbókin verður grunnur að þingsályktunartillögu um nýja landsskipulagsstefnu til 15 ára, með fimm ára aðgerðaráætlun, þar sem meðal annars verður kveðið á um vernd landbúnaðarlands. Í kaflanum Markmið um samkeppnishæft atvinnulíf er undir einum liðnum sérstaklega fjallað um áherslur í skipulagi hvað varðar landbúnaðarland í dreifbýli og þéttbýli. Þar er kveðið á um að skipulag eigi að stuðla að möguleikum á fjölbreyttri og hagkvæmri nýtingu landbúnaðarlands í sátt við umhverfið og stuðli að auknu fæðuöryggi þjóðarinnar.

Gert er ráð fyrir að við skipulagsgerð í dreifbýli verði land sem hentar vel til ræktunar matvæla almennt ekki ráðstafað til annarra nota með óafturkræfum hætti. 

Skipulagsákvarðanir um ráðstöfun lands til landbúnaðar og annarrar nýtingar munu byggjast á flokkun landbúnaðarlands með tilliti til ræktunarskilyrða, auk landslagsgreiningar og vistgerðaflokkunar. Ákvarðanir um uppskiptingu lands munu byggjast á skipulagsáætlunum. Áhersla er á að stefna í skipulagsáætlunum um ræktun stuðli að framleiðslu afurða með lítið kolefnisspor, svo sem innlendri grænmetisframleiðslu.

Þá verður í skipulagi dreifbýlis stutt við fjölbreytta nýtingu landbúnaðarlands, svo sem í tengslum við nýsköpun og ferðaþjónustu. Gert er ráð fyrir að við skipulagsgerð í þéttbýli verði vaxtarmörk þess skilgreind, meðal annars með það fyrir augum að standa vörð um verðmætt landbúnaðarland. Í skipulagi verði hugað að tækifærum til aukinnar ræktunar matvæla í þéttbýli.

Nýir liðsmenn Bændablaðsins
Fréttir 21. júní 2024

Nýir liðsmenn Bændablaðsins

Lesendur hafa kannski tekið eftir nýjum efnisþáttum í blaðinu í vor. Hugarleikfi...

Opnað fyrir milljarða króna fjármögnun
Fréttir 21. júní 2024

Opnað fyrir milljarða króna fjármögnun

Lítil og meðalstór fyrirtæki á Íslandi fá aðgengi að 3,2 milljarða króna fjármög...

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum
Fréttir 20. júní 2024

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum

Hvítlauksbændurnir í Neðri-Brekku í Dölum fengu nýlega tvo styrki úr Matvælasjóð...

Verðlaunuðu góðan árangur
Fréttir 20. júní 2024

Verðlaunuðu góðan árangur

Tabea Elisabeth Schneider hlaut verðlaun fyrir besta árangur á B.S. prófi þegar ...

Fuglum fækkar vegna óveðurs
Fréttir 20. júní 2024

Fuglum fækkar vegna óveðurs

Samkvæmt fuglatalningu varð algjört hrun í fjölda fugla á Norðausturlandi þegar ...

Óhrædd að takast á við áskoranir
Fréttir 19. júní 2024

Óhrædd að takast á við áskoranir

Tilkynnt var um ráðningu Margrétar Ágústu Sigurðardóttur í starf framkvæmdastjór...

Halla færir út kvíarnar
Fréttir 19. júní 2024

Halla færir út kvíarnar

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjuframleiðandi og eigandi garðyrkjustö...

Sala Búvís stöðvuð
Fréttir 19. júní 2024

Sala Búvís stöðvuð

Samkeppniseftirlitið hefur komið í veg fyrir að Skeljungur kaupi Búvís ehf. þar ...