Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Gert er ráð fyrir vernd landbúnaðarlands í dreif- og þéttbýli í nýrri hvítbók um skipulagsmál.
Gert er ráð fyrir vernd landbúnaðarlands í dreif- og þéttbýli í nýrri hvítbók um skipulagsmál.
Mynd / Bbl
Fréttir 10. nóvember 2023

Vernd landbúnaðarlands í landsskipulagi

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Drög að hvítbók um skipulagsmál liggur í Samráðsgátt stjórnvalda, en frestur til umsagnar rann út 31. október.

Hvítbókin verður grunnur að þingsályktunartillögu um nýja landsskipulagsstefnu til 15 ára, með fimm ára aðgerðaráætlun, þar sem meðal annars verður kveðið á um vernd landbúnaðarlands. Í kaflanum Markmið um samkeppnishæft atvinnulíf er undir einum liðnum sérstaklega fjallað um áherslur í skipulagi hvað varðar landbúnaðarland í dreifbýli og þéttbýli. Þar er kveðið á um að skipulag eigi að stuðla að möguleikum á fjölbreyttri og hagkvæmri nýtingu landbúnaðarlands í sátt við umhverfið og stuðli að auknu fæðuöryggi þjóðarinnar.

Gert er ráð fyrir að við skipulagsgerð í dreifbýli verði land sem hentar vel til ræktunar matvæla almennt ekki ráðstafað til annarra nota með óafturkræfum hætti. 

Skipulagsákvarðanir um ráðstöfun lands til landbúnaðar og annarrar nýtingar munu byggjast á flokkun landbúnaðarlands með tilliti til ræktunarskilyrða, auk landslagsgreiningar og vistgerðaflokkunar. Ákvarðanir um uppskiptingu lands munu byggjast á skipulagsáætlunum. Áhersla er á að stefna í skipulagsáætlunum um ræktun stuðli að framleiðslu afurða með lítið kolefnisspor, svo sem innlendri grænmetisframleiðslu.

Þá verður í skipulagi dreifbýlis stutt við fjölbreytta nýtingu landbúnaðarlands, svo sem í tengslum við nýsköpun og ferðaþjónustu. Gert er ráð fyrir að við skipulagsgerð í þéttbýli verði vaxtarmörk þess skilgreind, meðal annars með það fyrir augum að standa vörð um verðmætt landbúnaðarland. Í skipulagi verði hugað að tækifærum til aukinnar ræktunar matvæla í þéttbýli.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...