Kjörbúðin á Hellu.
Kjörbúðin á Hellu.
Mynd / MHH
Fréttir 19. september 2023

Verður versluninni á Hellu lokað?

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Óvissa er um framtíð einu matvöruverslunarinnar á Hellu.

Guðrún Elín Pálsdóttir, formaður Verkalýðsfélags Suðurlands, mætti á síðasta fund byggðarráðs Rangárþings ytra til að ræða um þróun á matvælaverði í versluninni á Hellu, sem er Kjörbúðin, eftir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins að krefja Festi hf. um sölu á verslun sinni á Hellu.

„Íbúar kvarta mikið undan háu vöruverði í einu matvöruversluninni á Hellu. Þar var áður Kjarvalsbúð en þeim var gert að láta eftir reksturinn á Hellu þegar Festi keypti N1 en var þá með rekstur bæði á Krónunni og N1 á Hvolsvelli.

Samkeppniseftirlitið setti þá skilmála að Festi mætti ekki líka reka matvöruverslun á Hellu heldur þyrfti annan aðila til að tryggja samkeppni. Nú er samkeppni engin þar sem vöruverð er frekar hátt á Hellu nema á grunnvörunni.

Íbúar fara því að mestu annað til að versla, “ segir Margrét Harpa Guðsteinsdóttir, formaður byggðarráðs.

„Það hefur ekkert verið rætt um lokun verslunarinnar en við teljum þetta vera forsendubrest og viljum því fá fund með Samkeppniseftirlitinu til að ræða stöðuna,“ segir Margrét Harpa þegar hún er spurð um mögulega lokun.

Skylt efni: Hella

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu
Fréttir 27. september 2023

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins greindum við frá því að Halla Sigríður Steinól...

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi
Fréttir 26. september 2023

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi

Nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands vinna fjölbreyttar rannsóknir og tilraunaver...

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar
Fréttir 26. september 2023

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar

25 af 33 eyfirskum bændum sem spurðir voru, sögðu að þeir myndu myndu nýta sér k...

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...

Ágúst verður forstöðumaður
Fréttir 25. september 2023

Ágúst verður forstöðumaður

Ágúst Sigurðsson hefur verið skipaður forstöðumaður Lands og skógar, nýrrar stof...

Skeljungur kaupir Búvís
Fréttir 25. september 2023

Skeljungur kaupir Búvís

Samningar hafa tekist um kaup Skeljungs á öllu hlutafé í Búvís. Bæði fyrirtækin ...

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins
Fréttir 22. september 2023

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins

Heimildamyndin Konungur fjallanna var frumsýnd 12. september í Bíóhúsinu á Selfo...

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi
Fréttir 22. september 2023

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi

Nú í haust verða íslenskar sauðfjárafurðir af vel grónu og sjálfbæru beitilandi ...