Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Kjörbúðin á Hellu.
Kjörbúðin á Hellu.
Mynd / MHH
Fréttir 19. september 2023

Verður versluninni á Hellu lokað?

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Óvissa er um framtíð einu matvöruverslunarinnar á Hellu.

Guðrún Elín Pálsdóttir, formaður Verkalýðsfélags Suðurlands, mætti á síðasta fund byggðarráðs Rangárþings ytra til að ræða um þróun á matvælaverði í versluninni á Hellu, sem er Kjörbúðin, eftir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins að krefja Festi hf. um sölu á verslun sinni á Hellu.

„Íbúar kvarta mikið undan háu vöruverði í einu matvöruversluninni á Hellu. Þar var áður Kjarvalsbúð en þeim var gert að láta eftir reksturinn á Hellu þegar Festi keypti N1 en var þá með rekstur bæði á Krónunni og N1 á Hvolsvelli.

Samkeppniseftirlitið setti þá skilmála að Festi mætti ekki líka reka matvöruverslun á Hellu heldur þyrfti annan aðila til að tryggja samkeppni. Nú er samkeppni engin þar sem vöruverð er frekar hátt á Hellu nema á grunnvörunni.

Íbúar fara því að mestu annað til að versla, “ segir Margrét Harpa Guðsteinsdóttir, formaður byggðarráðs.

„Það hefur ekkert verið rætt um lokun verslunarinnar en við teljum þetta vera forsendubrest og viljum því fá fund með Samkeppniseftirlitinu til að ræða stöðuna,“ segir Margrét Harpa þegar hún er spurð um mögulega lokun.

Skylt efni: Hella

Sjálfbærninám á háskólastigi
Fréttir 12. júní 2024

Sjálfbærninám á háskólastigi

Fulltrúar Háskóla Íslands (HÍ) og Hallormsstaðaskóla hafa staðfest samstarfssamn...

Ætla að virkja sólargeisla og senda til jarðarinnar
Fréttir 11. júní 2024

Ætla að virkja sólargeisla og senda til jarðarinnar

Íslenska loftslagsfyrirtækið Transition Labs er komið í samstarf við breska fyri...

Gjaldskráin einfölduð
Fréttir 11. júní 2024

Gjaldskráin einfölduð

Matvælaráðherra hefur undirritað nýja gjaldskrá fyrir eftirlit og önnur gjaldsky...

Staða sníkjuormasýkinga metin
Fréttir 10. júní 2024

Staða sníkjuormasýkinga metin

Kortleggja á stöðu sníkjuormasýkinga hjá íslenskum nautgripum á næstu misserum.

Lækka gjöld fyrir sorphirðu
Fréttir 10. júní 2024

Lækka gjöld fyrir sorphirðu

Sveitarstjórn Mýrdalshrepps hefur samþykkt samhljóða að lækka sorphirðugjöld.

Uppbygging á Hauganesi
Fréttir 10. júní 2024

Uppbygging á Hauganesi

Nýlega undirrituðu sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar og forsvarsmenn einkahlutafyrir...

Kortleggja ræktunarland sem hentar vel til matvælaframleiðslu
Fréttir 7. júní 2024

Kortleggja ræktunarland sem hentar vel til matvælaframleiðslu

Þingsályktunartillaga um landsskipulagsstefnu til ársins 2038, ásamt fimm ára að...

Hálfur milljarður til nautgripa- og sauðfjárbænda
Fréttir 7. júní 2024

Hálfur milljarður til nautgripa- og sauðfjárbænda

Matvælaráðuneytið hefur birt niðurstöður um úthlutanir vegna fjárfestingastuðnin...