Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Kjörbúðin á Hellu.
Kjörbúðin á Hellu.
Mynd / MHH
Fréttir 19. september 2023

Verður versluninni á Hellu lokað?

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Óvissa er um framtíð einu matvöruverslunarinnar á Hellu.

Guðrún Elín Pálsdóttir, formaður Verkalýðsfélags Suðurlands, mætti á síðasta fund byggðarráðs Rangárþings ytra til að ræða um þróun á matvælaverði í versluninni á Hellu, sem er Kjörbúðin, eftir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins að krefja Festi hf. um sölu á verslun sinni á Hellu.

„Íbúar kvarta mikið undan háu vöruverði í einu matvöruversluninni á Hellu. Þar var áður Kjarvalsbúð en þeim var gert að láta eftir reksturinn á Hellu þegar Festi keypti N1 en var þá með rekstur bæði á Krónunni og N1 á Hvolsvelli.

Samkeppniseftirlitið setti þá skilmála að Festi mætti ekki líka reka matvöruverslun á Hellu heldur þyrfti annan aðila til að tryggja samkeppni. Nú er samkeppni engin þar sem vöruverð er frekar hátt á Hellu nema á grunnvörunni.

Íbúar fara því að mestu annað til að versla, “ segir Margrét Harpa Guðsteinsdóttir, formaður byggðarráðs.

„Það hefur ekkert verið rætt um lokun verslunarinnar en við teljum þetta vera forsendubrest og viljum því fá fund með Samkeppniseftirlitinu til að ræða stöðuna,“ segir Margrét Harpa þegar hún er spurð um mögulega lokun.

Skylt efni: Hella

Hvað hefur áhrif á líðan bænda?
Fréttir 6. desember 2024

Hvað hefur áhrif á líðan bænda?

Valgerður Friðriksdóttir stendur fyrir rafrænni könnun þar sem hún skoðar hefðir...

Lök kornuppskera á landinu
Fréttir 6. desember 2024

Lök kornuppskera á landinu

Samkvæmt bráðabirgðatölum bendir allt til að uppskera af þurru korni sé umtalsve...

Erlend kúakyn myndu skila mun meiri framlegð
Fréttir 5. desember 2024

Erlend kúakyn myndu skila mun meiri framlegð

Ný skýrsla Landbúnaðarháskóla Íslands, þar sem fjögur erlend kúakyn voru borin s...

Skrásetja sögu brautryðjenda
Fréttir 5. desember 2024

Skrásetja sögu brautryðjenda

Sögur brautryðjenda í garðyrkju varpa ljósi á þá miklu þróun sem hefur átt sér s...

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland
Fréttir 5. desember 2024

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland

Eigendur Friðheima, Knútur Rafn Ármann og Helena Hermundardóttir, munu taka við ...

Áfrýjar dómi
Fréttir 5. desember 2024

Áfrýjar dómi

Undanþágur kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum féllu úr gildi með dómi Héraðsdó...

Fuglaflensa á íslensku búi
Fréttir 5. desember 2024

Fuglaflensa á íslensku búi

Á þriðjudaginn greindist fuglaflensa af gerðinni H5N5 á kalkúnabúi Reykjabúsins ...

Mismunur bændum í óhag
Fréttir 5. desember 2024

Mismunur bændum í óhag

Í dag kostar 306 krónur að framleiða lítra af mjólk samkvæmt nýsamþykktum verðla...