Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Verður gras mannafóður í framtíðinni?
Fréttir 23. apríl 2018

Verður gras mannafóður í framtíðinni?

Höfundur: ehg

Það eru mikil og góð næringarefni í grasi en af náttúrunnar hendi er það ómeltanlegt fyrir mannfólk. Nú gera danskir vísindamenn tilraunir með að gera matvæli úr grasi fyrir fólk.

Vísindamaðurinn Daniel Nørgaard hjá Tækniháskólanum í Danmörku (DTU) á veg og vanda að rannsókninni sem hann hefur nú stundað í tvö ár. Hann rannsakar hvort hægt sé að búa til ætilegan mat úr grasprótínum.

Nýta næringarefnin í grasinu

Þrátt fyrir að gras sé mjög næringarrík fæða sem inniheldur prótín, steinefni og hagstæðar omega-3 fitusýrur þá getur mannfólk ekki nýtt sér það sem fæðu án ákveðinna breytinga á því. Daniel notar nú ákveðna aðferð við að hreinsa gras til að ná út úr því þessum mikilvægu næringarefnum sem geta nýst okkur mannfólkinu.

„Ég þarf að hreinsa grasið og keyra það í gegnum djúspressunarvél. Á þennan hátt er það brotið niður vélrænt og verður að föstum trefjamassa og iðagrænum vökva með miklu prótíninnihaldi. Vökvann er síðan hægt að nota sem aukefni í matvæli fyrir fólk á meðan hægt er að nýta trefjamassann í dýrafóður fyrir jórturdýr,“ segir Daniel þegar hann lýsir vinnsluferlinu.

Í prótínbari, pasta og sælgæti

Af því að fólk getur ekki melt gras þá líkar því ekki við bragðið sem skapar ákveðnar áskoranir fyrir danska vísindamanninn.

„Við hrindum eiginlega frá okkur bragðinu af grasi af því að það er ekki hollt fyrir fólk að borða það í sínu náttúrulega formi. Það þýðir að ég þarf að vinna grasið svolítið mikið til að fela bragðið. Varan verður að innihalda að minnsta kosti 10% af grasprótíni til að hún verði meira en bara brella og að sama skapi verður hún að vera eitthvað sem uppfyllir dagsþörf neytandans. Í dag náum við allt að 6% af grasprótíninu áður en það fer að hafa áhrif á bæði bragð og lit svo þetta er ákveðin áskorun í ferlinu,“ segir Daniel en byrjað er að nota afurðir úr tilraunum hans í prótínbari, pasta og sælgæti.

Það er bæði ódýrt og einfalt að framleiða gras og því finnst danska vísindamanninum það góð nýting á landi og úrræðum að fólk borði einnig matvæli unnin úr grasi.

„Grasprótín getur verið prótínval úr plönturíkinu í staðinn fyrir kjöt og mysu og getur verið einn þáttur í að brauðfæða aukinn mannfjölda í heiminum með sjálfbærri matvælaframleiðslu.“

Skylt efni: Fæða | gras

Hjartað slær með náttúruvernd
Fréttir 18. febrúar 2025

Hjartað slær með náttúruvernd

Sigrún Ágústsdóttir er forstjóri nýrrar Náttúruverndarstofnunar sem tók til star...

Á hverfanda hveli
Fréttir 18. febrúar 2025

Á hverfanda hveli

Árið í ár er helgað hverfandi jöklum. Íslenskir jöklar minnkuðu um 900 km2 milli...

Stöðugur samdráttur í hrossaútflutningi
Fréttir 17. febrúar 2025

Stöðugur samdráttur í hrossaútflutningi

Frá árinu 2022 hefur samdráttur verið stöðugur í útflutningi íslenskra hrossa.

Samráð um úrgangsforvarnir
Fréttir 14. febrúar 2025

Samráð um úrgangsforvarnir

Í Samráðsgátt stjórnvalda liggja nú drög Umhverfisstofnunar að stefnu um úrgangs...

Sóknarhugur er í Dalamönnum
Fréttir 14. febrúar 2025

Sóknarhugur er í Dalamönnum

Í Búðardal er fyrirhugað að reisa atvinnuhúsnæði með allt að 150 milljóna króna ...

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk
Fréttir 13. febrúar 2025

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk

Vísbendingar eru um að náttúrulegir birkiskógar hafi mikil áhrif á uppsöfnun kol...

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða
Fréttir 13. febrúar 2025

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða

Kennslutól fyrir skólabörn, vöruþróun ærkjöts og sauðaosta og markaðssetning á s...

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög
Fréttir 12. febrúar 2025

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hefur verið kynnt fyrir vorþingið. Landbúnaðarmá...