Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Katrín Jakobsdóttir sagði að aukin matvælaframleiðsla á Íslandi gæti orðið lóð á vogaskálarnar gegn loftslagsbreytingunum.
Katrín Jakobsdóttir sagði að aukin matvælaframleiðsla á Íslandi gæti orðið lóð á vogaskálarnar gegn loftslagsbreytingunum.
Mynd / Kristín Edda Gylfadóttir
Fréttir 27. nóvember 2018

Verðum sjálfbærari í mat­væla­framleiðslunni!

Höfundur: smh
Katrín Jakobsdóttir forsætis­ráðherra flutti setningar­ræðu á Matvæladaginn 25. október. Hún setti matvælaframleiðslu og -neyslu mannfólksins í samhengi við loftslagsmálin og sagði það ótækt að einum þriðja af matvælaframleiðslu heimsins væri hent. Hún sagði að fyrir samfélögin muni matur, matvælaframleiðsla  og matvælaneysla verða eitt af stóru pólitísku viðfangsefnum 21. aldarinnar.
 
Katrín sagði að loftslags­breytingarnar muni hafa gríðarlega áhrif á allt umhverfi okkar og allt umhverfi matvælaframleiðslu. 
 
Verðum að gera miklu betur í matvælaframleiðslu
 
Katrín sagði að sömuleiðis muni þessar breytingar hafa áhrif á innflutning matvæla til Íslands. Loftslagsbreytingarnar einar og sér ættu því að ýta við okkur Íslendingum að gera miklu betur í matvælaframleiðslu hér heima. Það skipti nefnilega miklu máli að við verðum sjálfbærari um matvælaframleiðslu; getum framleitt meiri mat og séum að einhverju leyti sjálfum okkur nóg um mat. Aukin matvælaframleiðsla hér á Íslandi – með réttum hætti – geti þannig verið lóð á vogaskálarnar gegn loftslagsbreytingunum þegar horft er til þess magns matvæla sem flutt er til landsins með tilheyrandi kolefnisfótspori. 
 
Ógnin af sýklalyfjaónæmum bakteríum
 
Katrín sagði að samfara auknum innflutningi á matvælum til Íslands verði einnig til ákveðin heilsufarsógn. Sýklalyfjaónæmar bakteríur sem fundust í innfluttu salati væri nýlegt dæmi um þá ógn.
 
Stefnumótun um matvælastefnu samvinna flestra ráðuneyta
 
Katrín ræddi næst um þá vinnu við stefnumótun á matvælastefnu fyrir Ísland, sem farin er af stað. Hún sagði að þar færi fram mjög mikilvægt starf sem nánast öll ráðuneyti ríkisstjórnarinnar væru tengd saman inn í. Með matvælastefnunni yrði lögð fram framtíðarsýnin fyrir matvælalandið Ísland. 
Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...