Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Bjarnheiður Júlía Fossdal og Björn Torfason bændur hafa búið í fjörutíu ár á Melum á Árneshreppi. Mynd / VH
Bjarnheiður Júlía Fossdal og Björn Torfason bændur hafa búið í fjörutíu ár á Melum á Árneshreppi. Mynd / VH
Líf og starf 15. júlí 2016

Verðum hér meðan við getum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hjónin Bjarnheiður Júlía Fossdal og Björn Torfason hófu búskap nítján ára gömul og hafa búið á Melum í rúm fjörutíu ár. Þau segja að búskapurinn gangi vel og að þau uni hag sínum vel í Árneshreppi.

Björn og Badda eru með 450 kindur og hefur stærð búsins verið svipuð í nokkur ár. „Fjöldinn hentar okkur ágætlega á meðan börnin okkar koma og hjálpa okkur á álagstímum, um sauðburðinn og í leitir. Ef eitthvað er þurfum við að fækka við okkur eftir því sem aldurinn færist yfir.

Nýi búvörusamningurinn er sauðfjárbændum í Strandasýslu hreinlega fjandsamlegur og líklegur til að setja jarðir í eyði. Við vitum ekki um neinn bónda í Strandasýslu sem er sáttur við samninginn. Afnám beingreiðslna kemur sér mjög illa fyrir okkur. Við eru búin að fjárfesta í auknu greiðslumarki sem gerði ráð fyrir áframhaldandi beingreiðslu en þær verða lagðar niður verði samningurinn samþykktur og þá breytast allar forsendur í rekstrinum. Þannig að við verðum hér áfram á meðan við getum og krossum fingur í von um að samningarnir verið felldir á Alþingi.“

Vetrareinangrun sveitarinnar mikil

Bjarnheiður, eða Badda, segir að auðvitað sé kvíði í fólki í sveitinni yfir því að ungt fólk sé að flytja af þremur bæjum og talsverðar líkur á að skólanum verði lokað en við lifum í voninni um að hingað flytji fólk með börn.

„Auðvitað eru það margir þættir sem valda því að fólk flytur burt en ég er viss um að einangrun sveitarinnar hefur þar talsvert að segja. Það er alls ekki allra að búa við eins mikla einangrun og hér getur verið á veturna,“ segir Badda.

Björn bætir við að eflaust sé hægt að draga úr einangrun sveitarinnar með bættum samgöngum en að tíðarfarið ráði þar mestu yfir vetrarmánuðina. „Það er vel hægt að halda veginum hingað norður opnum lengur ef veturinn er snjóléttur en meira mál ef það snjóar mikið.

Reglur um snjómokstur ættu þó að vera mun sveigjanlegri en þær eru enda lifum við á tuttugustu og fyrstu öldinni.“

Fólki fjölgar á sumrin

Björn segir að íbúafjöldi í hreppnum sé árstíðabundinn. „Séu menn ekki bændur eða í þjónustu eru þeir sjaldnast hér allt árið. Fólk er hér yfir sumarið og nytjar þau hlunnindi sem það getur og býr annars staðar á veturna.

Hingað koma líka margir bátar, rúmlega tuttugu, sem stunda strandveiðar á sumrin en sjómennirnir fara heim til sín um helgar og í burtu þegar þeim lýkur. Fiskur er ekki lengur unninn í Norðurfirði og eftir að honum er landað er ekið með hann á markað.

Ferðaþjónustan er mest yfir sumarmánuðina, þrátt fyrir að ferðamannatímabilið sé alltaf að lengjast í báða enda og möguleikar til vetrarferða hér miklir. “

Íbúar með lögheimili í Árnes­hreppi eru rétt rúmlega 50 en þeim fer fækkandi og segir Badda að fylgifiskur fækkunarinnar sé óhjákvæmilega sá að erfiðara sé að halda uppi þjónustu, eins og verslun í sveitinni, og segir Björn að það sé verulegt áhyggjuefni.

Virkjun Hvalár

Badda segir að margir íbúar hreppsins byggi vonir við virkjun Hvalár í Ófeigsfirði sem gæti orðið góð innspýting í samfélagið. „Ef af virkjuninni verður kemur hingað fjöldi fólks, að minnsta kosti tímabundið, og það myndi styrkja verslunina og mannlífið. Til stendur að styrkja veginn héðan frá Melum yfir Eyrarháls og út í Ófeigsfjörð og myndi þá flutningur aðfanga fyrir virkjunina fara um höfnina á Norðurfirði.

Okkur skilst að tafir á framkvæmdinni stafi af því að ríkis­stjórnin sé ekki búin að gefa grænt ljós á byggingu tengipunkts í Ísafjarðardjúpi sem kæmi til með að flytja rafmagnið og tengja það að landsnetið.“ 

Skylt efni: Árneshreppur | Melar

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...