Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Verðlag í Evrópulöndum er hæst á Íslandi og er 66% yfir meðaltali ESB-ríkjanna
Fréttir 9. júlí 2018

Verðlag í Evrópulöndum er hæst á Íslandi og er 66% yfir meðaltali ESB-ríkjanna

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Verðlag einkaneyslu heimila í 37 Evrópuríkjum sem Eurostat hefur tekið til skoðunar var hæst á Íslandi árið 2017. Það var 66% yfir meðaltali ESB28.

Í fjórum af sex undirliðum var verðlag hæst á Íslandi. Undantekningarnar eru annars vegar matur og drykkur og hins vegar farartæki.

Verðlag á mat og drykk var hæst í Sviss, þar á eftir kom Noregur og Ísland var í þriðja sæti. Verðlag á farartækjum var hæst í Danmörku, þar á eftir komu Noregur og Ísland.

Ísland sjötta mesta neyslusamfélagið

Þá kemur fram í úttekt Eurostat að neysla er mjög breytileg milli þjóða í Evrópu. Þar eru íslenskir neytendur með 17% meiri neyslu en að meðaltali í 28 ESB-ríkjum. Langmesta neyslan er í Noregi, eða 32% yfir meðaltali ESB-ríkja. Þá kemur Lúxemborg, eða 30% yfir meðaltali. Sviss er með 26% yfir meðaltali, síðan kemur Þýskaland með 22%, þá Austurríki með 18% yfir meðaltali. Ísland er svo með sjöttu mestu neyslu á mann af 37 Evrópuríkjum, eða eins og fyrr segir 17% yfir meðaltali.

Þrjár þjóðir undir helmingsneyslu af meðaltali ESB

Þrjár þjóðir eru með minna en helming af meðaltalsneyslu ESB-þjóða. Langminnst er neyslan á íbúa í Albaníu, eða aðeins 37% af meðaltali Evrópusambandsríkja. Hún er litlu meiri í Makedóníu, eða 41% og 46% af meðaltalinu í Serbíu. Í þessum þrem ríkjum er verg landsframleiðsla líka langminnst, eða frá 29 til 37% af meðaltali ESB-ríkjanna.

Skylt efni: verðlag

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...