Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Verðlag í Evrópulöndum er hæst á Íslandi og er 66% yfir meðaltali ESB-ríkjanna
Fréttir 9. júlí 2018

Verðlag í Evrópulöndum er hæst á Íslandi og er 66% yfir meðaltali ESB-ríkjanna

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Verðlag einkaneyslu heimila í 37 Evrópuríkjum sem Eurostat hefur tekið til skoðunar var hæst á Íslandi árið 2017. Það var 66% yfir meðaltali ESB28.

Í fjórum af sex undirliðum var verðlag hæst á Íslandi. Undantekningarnar eru annars vegar matur og drykkur og hins vegar farartæki.

Verðlag á mat og drykk var hæst í Sviss, þar á eftir kom Noregur og Ísland var í þriðja sæti. Verðlag á farartækjum var hæst í Danmörku, þar á eftir komu Noregur og Ísland.

Ísland sjötta mesta neyslusamfélagið

Þá kemur fram í úttekt Eurostat að neysla er mjög breytileg milli þjóða í Evrópu. Þar eru íslenskir neytendur með 17% meiri neyslu en að meðaltali í 28 ESB-ríkjum. Langmesta neyslan er í Noregi, eða 32% yfir meðaltali ESB-ríkja. Þá kemur Lúxemborg, eða 30% yfir meðaltali. Sviss er með 26% yfir meðaltali, síðan kemur Þýskaland með 22%, þá Austurríki með 18% yfir meðaltali. Ísland er svo með sjöttu mestu neyslu á mann af 37 Evrópuríkjum, eða eins og fyrr segir 17% yfir meðaltali.

Þrjár þjóðir undir helmingsneyslu af meðaltali ESB

Þrjár þjóðir eru með minna en helming af meðaltalsneyslu ESB-þjóða. Langminnst er neyslan á íbúa í Albaníu, eða aðeins 37% af meðaltali Evrópusambandsríkja. Hún er litlu meiri í Makedóníu, eða 41% og 46% af meðaltalinu í Serbíu. Í þessum þrem ríkjum er verg landsframleiðsla líka langminnst, eða frá 29 til 37% af meðaltali ESB-ríkjanna.

Skylt efni: verðlag

Einkunnamet slegin á vorsýningum
Fréttir 19. júní 2025

Einkunnamet slegin á vorsýningum

Glæsileg kynbótahross hafa hlotið háar einkunnir og eftirtekt fyrir framgöngu sí...

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús
Fréttir 19. júní 2025

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús

Í maí 2024 fannst heitt vatn í Tungudal við Ísafjörð, aðeins um þremur kílómetru...

Spornað við útrýmingu
Fréttir 19. júní 2025

Spornað við útrýmingu

Nýlega var stofnað Fagráð um geitfjárrækt. Er það talið nauðsynlegt til að stuðl...

Brautskráning frá Landbúnaðarháskóla Íslands
Fréttir 18. júní 2025

Brautskráning frá Landbúnaðarháskóla Íslands

Þann 6. júní síðastliðinn brautskráðust nemendur frá Landbúnaðarháskóla Íslands ...

Dýraverndarsambandið kærir meint brot til lögreglu
Fréttir 18. júní 2025

Dýraverndarsambandið kærir meint brot til lögreglu

Dýraverndarsamband Íslands hefur kært meint brot á lögum um dýravelferð við blóð...

Uppfærsla á stöðu Árósasamningsins
Fréttir 18. júní 2025

Uppfærsla á stöðu Árósasamningsins

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur sett til kynningar í Samráðsgátt ...

Stagað í innviðaskuldina
Fréttir 18. júní 2025

Stagað í innviðaskuldina

Vegagerðin hefur jafnan í nógu að snúast í vegaframkvæmdum um leið og vetri létt...

Vænn valkostur fyrir bændur og loftslagsbókhald Íslands
Fréttir 16. júní 2025

Vænn valkostur fyrir bændur og loftslagsbókhald Íslands

Raunhæfir kostir til lífgasframleiðslu gætu skilað á bilinu 3-5% af markmiðum Ís...