Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Vanilla er klifurjurt að ætt brönugrasa.
Vanilla er klifurjurt að ætt brönugrasa.
Mynd / VH
Fréttir 18. apríl 2018

Verðhækkun leiðir til skógareyðingar og dauða

Höfundur: Vilmundur Hansen

Mikil verðhækkun á vanillu­belgjum hefur leitt til þess að aukið skóglendi hefur verið rutt til ræktunar á vanillaorkideunni. Auk þess sem meiri ásókn í belgina hefur leitt til þjófnaða, átaka og dauða vegna átaka um uppskeruna.

Eftirspurn eftir vanillubelgjum sem náttúrulegt bragðefni á Vesturlöndum hefur ríflega fimmfaldast undanfarin ár. Vanilla er þekkt bragðefni sem er mikið notað í ís, súkkulaði og sem vanilludropar við bakstur.

Þjófar drepnir með sveðjum

Víða þar sem vanilla er ræktuð ríkir umsátursástand þar sem þjófar sitja um uppskeruna og bændur verja hana með vopnum. Í einu tilfelli þar sem þjófar fóru um ræktunarsvæði tóku bændurnir sig saman og réðust til atlögu við þjófana með þeim afleiðingum að fimm þjófanna voru dregnir á burt og síðan drepnir með sveðjum og spjótum.

Mest ræktað á Madagaskar

Madagaskar er stærsti ræktandi vanillu í heiminum og þar er skógareyðing til að auka ræktun einnig mest.
Fyrir nokkrum árum var rósaviður mest seldi varningurinn á svörtum markaði á Madagaskar en í dag er það vanilla.

Þrátt fyrir miklar hækkanir á verði á vanillu á Vesturlöndum hefur verð til bænda ekki hækkað og lifa flestir vanilluræktendur á Madagaskar undir fátækra­mörkum.

Skylt efni: Vanilla | Skógareyðing

Ályktað um innflutning og upprunamerkingar
Fréttir 8. júní 2023

Ályktað um innflutning og upprunamerkingar

Aðalfundur Kaupfélags Skagfirðinga, sem haldinn var á Sauðárkróki þann 6. júní s...

Eftirmál riðuveiki
Fréttir 8. júní 2023

Eftirmál riðuveiki

Sauðfjárbændurnir á Urriðaá og Bergsstöðum í Miðfirði standa saman í erfiðum sam...

Óvissa um starfsemi BÍL
Fréttir 7. júní 2023

Óvissa um starfsemi BÍL

Aðalfundur Bandalags íslenskra leikfélaga (BÍL) lýsir yfir vonbrigðum með drátt ...

Vilja flytja út færeysk hross
Fréttir 6. júní 2023

Vilja flytja út færeysk hross

Til þess að bjarga færeyska hrossastofninum frá aldauða hefur komið til skoðunar...

Árlegt rit Sögufélags Eyfirðinga komið út
Fréttir 5. júní 2023

Árlegt rit Sögufélags Eyfirðinga komið út

Sögufélag Eyfirðinga var stofnað árið 1971 með það fyrir augum að safna, skipule...

Framtíð jarðvangs hangir á bláþræði
Fréttir 5. júní 2023

Framtíð jarðvangs hangir á bláþræði

Sveitarfélögin á Suðurlandi geta ekki rekið Kötlu jarðvang án þátttöku ríkisins ...

Enginn tannlæknir á Hvolsvelli lengur
Fréttir 5. júní 2023

Enginn tannlæknir á Hvolsvelli lengur

Íbúar á Hvolsvelli og í sveitunum þar í kring eru nú án tannlæknis.

Innlit í kjúklingabú
Fréttir 2. júní 2023

Innlit í kjúklingabú

Kjúklingabændurnir Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvar Guðni Ingimundarson á Vatns...