Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Verðandi búfræðingar senda frá sér markaspil
Fréttir 29. desember 2015

Verðandi búfræðingar senda frá sér markaspil

Höfundur: Vilmundur Hansen

Verðandi búfræðingar, útskriftar­nemar 2016, í Landbúnaðar­háskólanum á Hvanneyri, hafa látið framleiða Markaspil. Spil sem nemendur hafa spilað fyrir próf í eyrnamerkingum síðustu árin.

Hugmyndin að Markaspilinu kviknaði síðastliðið haust þegar búfræðingar voru að læra undir próf í markaheitum og eyrnamerkingum. Til að eiga auðveldara með að muna mörkin bjuggu nemendurnir sér til samstæðuspil og spiluðu það og gekk öllum vel á prófinu.

Nemendurnir sem standa að spilinu eru að ljúka öðru ári í búfræði og stefna flest á búskap. Í vor mun hópurinn halda í útskriftarferð til Lúxemborgar, Belgíu og Frakklands þar sem fræðst verður um verklag annarra þjóða. Með kaupum á spilinu styrkir fólk þessa ungu og flottu fulltrúa bændastéttarinnar.

Markaspilið er skemmtilegt samstæðuspil fyrir alla fjölskylduna, spilið er einfalt og er bæði fyrir unga sem aldna. Hægt er að spila það sem veiðimann, samstæðuspil og fleira. Markmið spilsins er að kenna eyrnamerkingar og markheiti á íslensku sauðfé og því skemmtilegt og flott framtak.

Sala á spilinu er hafin og ætti að vera skemmtileg gjöf á sveitaheimilum í bæjarfélögum og meðal borgarbarna.

Nánari upplýsingar á www.facebook.com/markaspilid eða á markaspilid@gmail.com

Skylt efni: Spil | búfræðingar

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...