Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Verð skinna mjög lágt
Fréttir 9. október 2023

Verð skinna mjög lágt

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Í september fór fram uppboð á minkaskinnum hjá Saga Furs í Finnlandi. Meðalverðið var langt undir framleiðslukostnaði.

Einar Eðvald Einarsson, minkabóndi á Syðra­-Skörðugili, segir það jákvæða við uppboðið að liðlega nítíu prósent skinnanna seldust, sem sé meira en í fyrra. Meðalverð íslenskra skinna á árinu voru tæpar fjögur þúsund krónur á meðan framleiðslukostnaðurinn er á bilinu sjö til átta þúsund krónur. Þetta var síðasta uppboð ársins.

Áföll greinarinnar hafa verið stór undanfarin ár. Fyrst féll skinnaverðið árið 2016 í kjölfar mikillar offramleiðslu árið á undan. Covid­-faraldurinn lokaði síðan á stærstu markaðina í Asíu. Einar segir þrengingar greinarinnar yfirleitt ekki hafa varað nema í þrjú til fjögur ár. Núna hafi minkabændur farið í gegnum átta ára samdráttarskeið, sem sé einsdæmi.

Íslenskir minkabændur hafa í gegnum tíðina selt sín skinn á uppboði í Kaupmannahöfn. Eftir hrun greinarinnar í Danmörku hafi þeir fært sig til Saga Furs í Helsinki í Finnlandi. „Ég er ekki bjartsýnn á framtíðina, en auðvitað vonar maður að einhverjir standi þetta af sér,“ segir Einar. Árið 2015 hafi verið 32 starfandi minkabú á landinu, á meðan þau séu átta í dag.

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...