Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Sveinbjörn Eyjólfsson, forstöðumaður Nautastöðvarinnar, Borghildur Kristinsdóttir frá Skarði, Ólafur Stefánsson og Ásta Oddleifsdóttir frá Hrepphólum og Guðný Helga Bjarnadóttir formaður fagráðs nautgriparæktarinnar.
Sveinbjörn Eyjólfsson, forstöðumaður Nautastöðvarinnar, Borghildur Kristinsdóttir frá Skarði, Ólafur Stefánsson og Ásta Oddleifsdóttir frá Hrepphólum og Guðný Helga Bjarnadóttir formaður fagráðs nautgriparæktarinnar.
Mynd / smh
Fréttir 22. mars 2019

Veittar viðurkenningar á fagþingi fyrir nautin Gými og Sjarma

Höfundur: smh

Viðurkenningar Nautastöðvar Bændasamtaka Íslands, fyrir bestu nautin í árgöngum 2011 og 2012, voru veittar í upphafi fagþings nautgriparæktarinnar sem sett var í hádeginu. Besta nautið í árgangi 2011 var valið Gýmir 11007 frá Berustöðum 2 í Ásahreppi og Sjarmi 12090 frá Hrepphólum í Hrunamannahreppi besta nautið í árgangi 2012.

Ræktendur Gýmis eru þau Erla Traustadóttir og Egill Sigurðsson, en nágranni þeirra Borghildur Kristinsdóttir í Skarði tók við viðurkenningunni að þeim fjarstöddum úr hendi Sveinbjörns Eyjólfssonar forstöðumanns Nautastöðvarinnar. Ræktendur Sjarma eru þau Ásta Oddleifsdóttir og Ólafur Stefánsson og tóku þau við viðurkenningunni úr hendi Guðnýjar Helgu Bjarnadóttur, formanns fagráðs í nautgriparækt.

Guðný Helga formaður sett fagþingið klukkan 12:30 sem er haldið í tengslum við aðalfund Landssamband kúabænda sem hófst í morgun.

Það var Guðmundur Jóhannesson ábyrgðamaður í nautgriparækt hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, sem fór yfir eiginleika og ættir nautanna.

Fagþingið heldur svo áfram í dag til klukkan 16:30 en þá heldur aðalfundurinn áfram. Fundinum verður svo haldið áfram á morgun laugardag þar sem kosið verður til stjórnar og ályktanir samþykktar. Um kvöldið verður svo árshátíð Landssambands kúabænda.

Dagskrár bæði aðalfundarins og Fagþingsins er að finna hér fyrir neðan og rétt er að minna á að bæði aðalfundurinn og Fagþingið er opið fyrir alla kúabændur landsins sem og fyrir annað áhugafólk um nautgriparækt.

Gestir á fagþingi nautgriparæktarinnar.

Dagskrá:

Föstudaginn 22. mars
Kl. 10:00 Fundarsetning – kosning starfsmanna fundarins, kjörbréfa- og uppstillingarnefndar
Kl. 10:15  Skýrsla stjórnar – Arnar Árnason, formaður LK og Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri LK
Kl. 11:00  Ávörp gesta og umræður um skýrslu stjórnar
Kl. 12:00  Léttur hádegisverður
Kl. 12:30  Setning á Fagþingi nautgriparæktarinnar – Guðný Helga Björnsdóttir, formaður fagráðs í nautgriparækt
Kl. 12:35  Verðlaun fyrir bestu nautin í árg. 2011 og 2012– Guðmundur Jóhannesson, RML
Kl. 12:50  Skýrsluhald í nautakjötsframleiðslu – Guðmundur Jóhannesson, RML
Kl. 13:10  Nýtt erfðaefni til kjötframleiðslu– Sigurður Loftsson/Sveinn Sigurmundsson, NautÍs
Kl. 13:25  Sæðingaaðstaða fyrir holdakýr– Jóna Þórunn Ragnarsdóttir og Sigtryggur Veigar Herbertsson, RML
Kl. 13:50  Mælidagalíkan fyrir afurðaúthald og efnahlutföll– Jón Hjalti Eiríksson, RML
Kl. 14:05  Áhrif mælidagalíkans á nautaval– Guðmundur Jóhannesson, RML
Kl. 14:20  Skyldleikarækt og áhrif hennar á afurðir í íslenska kúastofninum– Bjarni Sævarsson

Kl. 14:35  Erfðamengisúrval, skyldleiki íslenska kúastofnsins við önnur kyn og niðurstöður ætternisgreininga – Egill Gautason, Háskólanum í Árósum og Guðmundur Jóhannesson, RML
Kl. 14:55  Kaffihlé
Kl. 15:15  Hagrænt vægi eiginleika– Jón Hjalti Eiríksson, RML
Kl. 15:40  Skýrsluhald í mjólkurframleiðslu og norræn samvinna við gagnaöflun– Guðmundur Jóhannesson, RML
Kl. 16:00  Fyrirspurnir og ráðstefnuslit
Kl. 16:30  Aðalfundi LK fram haldið á Hótel Sögu – Niðurstöður kjörbréfanefndar lagðar fram, almennar umræður, skipan í nefndir, málum skipað til nefnda og nefndastörf
Kl. 19:00  Kvöldverður í boði styrktaraðila

Laugardaginn 23. mars
Kl. 08:00  Nefndastörf
Kl. 11:30  Kosning formanns
Kl. 12:00  Hádegisverður
Kl. 13:00  Kosningar/Afgreiðsla mála
Kl. 15:00  Kaffihlé
Kl. 15:20  Afgreiðsla mála
Kl. 16:30  Önnur mál
Kl. 17:00  Fundarlok
Kl. 19:00  Árshátíð Landssambands kúabænda í Súlnasal Hótel Sögu
– Fyrirmyndarbúi Landssambands kúabænda 2019 veitt viðurkenning

4 myndir:

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa
Fréttir 2. desember 2022

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa

Þar sem fjöldi skráðra grágæsa á talningastöðum á Bretlandseyjum er 30% færri en...

Minkur til Danmerkur
Fréttir 1. desember 2022

Minkur til Danmerkur

Hópur danskra minkabænda, sem kallast Dansk mink, vinnur nú að því að endurvekja...

Frummenn vildu vel steiktan fisk
Fréttir 30. nóvember 2022

Frummenn vildu vel steiktan fisk

Rannsóknir á beinaleifum vatnakarfa sem fundust þar sem í dag er Ísrael benda ti...

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins
Fréttir 30. nóvember 2022

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins

Steypustöðin gekk nýlega frá samningi við steypudælu og -bílaframleiðandann Putz...

Ný sálmabók tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2022

Ný sálmabók tekin í notkun

Þann 13. nóvember sl. var ný útgáfa sálmabókarinnar tekin í notkun í kirkjum lan...

Fljúgandi bolabítur
Fréttir 28. nóvember 2022

Fljúgandi bolabítur

Skömmu eftir miðja nítjándu öld lýsti Alfred Russel Wallace, sem var samtímamaðu...

Hjólreiða- og göngustígur milli Hellu og Hvolsvallar?
Fréttir 28. nóvember 2022

Hjólreiða- og göngustígur milli Hellu og Hvolsvallar?

Nú eru uppi hugmyndir um að leggja hjólreiða- og göngustíg á milli Hellu og Hvol...

Sólarorkuver á fjósþaki
Fréttir 25. nóvember 2022

Sólarorkuver á fjósþaki

Á Eystri-Leirárgörðum var nýlega sett upp raforkuver á útihús. Þetta er hluti af...