Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Tómatur smitaður af Pepino Mosaic Virus.
Tómatur smitaður af Pepino Mosaic Virus.
Fréttir 30. janúar 2018

Veirusýking í tómötum útbreidd

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í haust greindust tveir plöntusjúkdómar í tómatrækt hérlendis. Um er að ræða veiruna Pepino Mosaic Virus (PepMV) og spóluhnýðissýkingu (Potato Spindle Tuber Viroid - PSTVd). Niðurstöður rannsóknar Matvælastofnunar gefa til kynna að veirusmitið af völdum PepMV eigi sér sameiginlegan uppruna og sé útbreitt meðal tómatræktenda hérlendis.

Sjúkdómarnir eru ekki skaðlegir fólki en geta valdið miklum afföllum í tómatrækt. Matvælastofnun veit ekki til þess að veiran eða veirungurinn hafi áður náð fótfestu í garðyrkju hérlendis.

Tólf sýni jákvæð

Samkvæmt yfirlýsingu frá Mast segir að við rannsókn voru tekin 22 sýni til hraðprófunar, af þeim voru 12 jákvæð fyrir PepMV veirunni. Ekki var skimað fyrir spóluhnýðissýkingu í hraðprófun. Einnig voru 16 ný sýni frá sömu ræktendum send til frekari rannsóknar, af þeim voru níu jákvæð fyrir PepMV og eitt jákvætt fyrir spóluhnýðissýkingu. Sex ræktendur höfðu þegar tæmt hús þegar sýnataka fór fram og ekki fengust sýni frá þeim.

Spóluhnýðissýking greindist hjá tveimur til viðbótar síðasta haust við sýnatökur ræktenda.

Niðurstöður rannsóknar sýna að PepMV veiran sem nú finnst hérlendis er í öllum tilfellum af afbrigði sem kallað er Chile 2 en það bendir til þess að veiran geti hafa borist hingað til lands með sameiginlegum hætti.

Ekki hægt að útloka frekari útbreiðslu

Niðurstöður rannsóknar sýna að sýkingarnar eru bundnar við Suðurlandsundirlendið en ekki er hægt að útiloka frekari útbreiðslu í öðrum landshlutum.

Í kjölfar sýkinga voru smitvarnir auknar og settar takmarkanir á samgangi milli ræktunarstaða. Matvælastofnun vekur einnig athygli á því að innfluttir tómatar geta borið með sér smit. Til þess að stemma stigu við frekari útbreiðslu mun Matvælastofnun vinna að auknum smitvörnum á býlum sem greinst hafa með ofangreinda sjúkdóma. 

Þarf að gæta ýtrustu smitvarna

Gæta þarf ýtrustu smitvarna til að fyrirbyggja frekara smit. Mikilvægt er að býli þar sem sjúkdómarnir hafa ekki gert vart við sig efli einnig smitvarnir þar sem sjúkdómarnir geta valdið talsverðum afföllum í ræktun. Matvælastofnun brýnir fyrir öllum ræktendum garðyrkjuafurða að fylgja leiðbeiningum stofnunarinnar um smitvarnir við garðyrkjurækt.

Veiran og veirungurinn eru ekki skaðleg fólki eða dýrum. Spóluhnýðissýking getur hins vegar borist í kartöflur með tilheyrandi afföllum. Matvælastofnun beinir því til kartöfluræktenda að gæta að mögulegu krosssmiti frá einstaklingum og aðföngum sem borið gætu smit úr tómatrækt.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...