Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Veira í agúrkurækt
Fréttir 4. janúar 2018

Veira í agúrkurækt

Höfundur: Vilmundur Hansen

Matvælastofnun hefur borist tilkynning um veirusmit á tveimur búum í agúrkurækt á Suðurlandi. Óljóst er hve útbreidd veiran er eða hve mikið tjón getur hlotist af sýkingu á þessum tímapunkti.

Matvælastofnun skipuleggur nú sýnatökur til að kanna frekari útbreiðslu og beinir þeim tilmælum til ræktenda að gæta ýtrustu smitvarna.

Veiran sem um ræðir nefnist cucumber green mottle mosaic virus (CGMMV) og er af ættkvísl Tobamoveira. Veiran hefur greinst víða í Evrópu. Hún smitar ekki menn og stafar almenningi ekki hætta af neyslu agúrka.

Veiran getur smitast milli plantna með snertingu (hendur, föt og áhöld) og getur einnig dreifst með fræi. Aðrar smitleiðir eru sýktar ungplöntur, afskornir plöntuhlutar, pökkunarefni og ávextir. Veiran getur lifað á fatnaði í allt að mánuð. Ekki er ástæða til að ætla að veiran breiðist út fyrir gróðurhúsarækt.

Einkenni sýkingar eru breytileg milli árstíða en meðal einkenna eru gulleit laufblöð, gult og grænt mósaík munstur á laufblöðum, misvöxtur ávaxta og dauði plantna.

Mikilvægt er að takmarka útbreiðslu veirunnar eins og mögulegt er og vill Matvælastofnun beina því til ræktenda, sem og annarra sem við á, að gæta fyllsta hreinlætis þegar komið og farið er frá ræktunarstöðum. Forðast skal allan samgang milli ræktunarstaða. Matvælastofnun birti nýlega leiðbeiningar um sóttvarnir við ræktun garðyrkjuafurða og hvetur stofnunin alla ræktendur til að kynna sér sóttvarnir og innleiða þær eftir fremsta megni.

Skylt efni: veirusýking

Ályktað um innflutning og upprunamerkingar
Fréttir 8. júní 2023

Ályktað um innflutning og upprunamerkingar

Aðalfundur Kaupfélags Skagfirðinga, sem haldinn var á Sauðárkróki þann 6. júní s...

Eftirmál riðuveiki
Fréttir 8. júní 2023

Eftirmál riðuveiki

Sauðfjárbændurnir á Urriðaá og Bergsstöðum í Miðfirði standa saman í erfiðum sam...

Óvissa um starfsemi BÍL
Fréttir 7. júní 2023

Óvissa um starfsemi BÍL

Aðalfundur Bandalags íslenskra leikfélaga (BÍL) lýsir yfir vonbrigðum með drátt ...

Vilja flytja út færeysk hross
Fréttir 6. júní 2023

Vilja flytja út færeysk hross

Til þess að bjarga færeyska hrossastofninum frá aldauða hefur komið til skoðunar...

Árlegt rit Sögufélags Eyfirðinga komið út
Fréttir 5. júní 2023

Árlegt rit Sögufélags Eyfirðinga komið út

Sögufélag Eyfirðinga var stofnað árið 1971 með það fyrir augum að safna, skipule...

Framtíð jarðvangs hangir á bláþræði
Fréttir 5. júní 2023

Framtíð jarðvangs hangir á bláþræði

Sveitarfélögin á Suðurlandi geta ekki rekið Kötlu jarðvang án þátttöku ríkisins ...

Enginn tannlæknir á Hvolsvelli lengur
Fréttir 5. júní 2023

Enginn tannlæknir á Hvolsvelli lengur

Íbúar á Hvolsvelli og í sveitunum þar í kring eru nú án tannlæknis.

Innlit í kjúklingabú
Fréttir 2. júní 2023

Innlit í kjúklingabú

Kjúklingabændurnir Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvar Guðni Ingimundarson á Vatns...