Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Veiðileyfi boðið út fyrir dýr í útrýmingarhættu
Fréttir 2. júní 2015

Veiðileyfi boðið út fyrir dýr í útrýmingarhættu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Bandarískur auðmaður átti hæsta boðið og greiddi 350 þúsund dollara til að fá að veiða svartan nashyrning í Namibíu en tegundin er sögð vera í bráðri útrýmingarhættu.

Hugmyndin að baki uppboðinu er með því að bjóða veiðileyfi á eldri einstaklinga af dýrategundum sé hægt að safna fé sem nota má til að vernda eftirlifandi dýr innan stofnsins.

Stjórnvöld í Namibíu afléttu nýlega veiðibanni á ljónum og hlébörðum í landinu og ætla að bjóða út leyfi til að veiða dýrin til að afla fjár.

Yfirvöld í Kamerún hafa einnig ákveðið að bjóða út veiðar á að minnsta kosti einum svörtum fíl úr stofni sem einungis finnst þar í landi og er í útrýmingarhættu.

Dýraverndunarsinnar hafa mótmælt uppboð­unum harðlega og segja þau siðferðislega röng og peningarnir sem fást fyrir veiðileyfin ekki réttlæta drápin.

Verndunarsinnar benda á að veiðiþjófar höggvi djúp skörð í dýrastofna í útrýmingarhættu á hverju ári og nú bætist veiðimenn í hópinn sem kaupi sér hreina samvisku. 

Skylt efni: veiði | dýravernd | nashyrningar

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...