Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Bagger 288 er stærsta landfarartæki sem smíðað hefur verið. Hún gengur fyrir rafmagni og fær orku í gegnum þokkalega öfluga framlengingarsnúru, því spottinn er 30 þúsund volt.
Bagger 288 er stærsta landfarartæki sem smíðað hefur verið. Hún gengur fyrir rafmagni og fær orku í gegnum þokkalega öfluga framlengingarsnúru, því spottinn er 30 þúsund volt.
Á faglegum nótum 26. júní 2019

Vegur tæp 13 þúsund tonn og skóflar upp 240.000 tonnum á dag

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Stærsta farartæki á landi er án efa námugrafan Bagger 288, sem smíðuð var af þýska fyrirtækinu Krupp sem síðar fékk nafnið Thyssen & Krupp og varð svo að Thyssenkrupp AG árið 1999. Var tækið smíðað fyrir námufyrirtækið Rheinbraun til að moka ofan af kolalagi í Tagebau Hambach kolanámunni í Þýskalandi.  
 
Bagger 288 er 96 metrar á hæð, 215 metrar að lengd og vegur 12.840 tonn. Smíði á gröfunni  lauk 1978 og sló vélin þá fyrra met í stærð landfarartækis sem var Big Muskie dragskóflan, eða Bucyrus-Erie dragline, sem var í eigu Central Ohio Coal Company og vó 12.200 tonn.  
 
Sem dæmi um önnur stór farartæki á beltum má nefna Crawler-Transporter eldflaugavagn NASA. Sá beltavagn var notaður til að flytja geimferjur NASA og Apollo Saturn V eldflaugar á skotpall í Huston í Texas í Bandaríkjunum og vó „aðeins“ 2.721 tonn. 
 
Það tók fimm ár að hanna og framleiða alla hluti í Bagger 288 farartækið og síðan tók önnur fimm ár að setja það saman. Til að stjórna tækinu þarf að lágmarki fimm manns. 
 
Bagger 288 er með gröfuhjól sem er 21,6 metrar í þvermál og er með samtals 18 skóflum sem hver um sig tekur 6,6 rúmmetra af efni.
 
Skóflar upp 240 þúsund tonnum á dag
 
Grafan getur mokað 240.000 tonn eða 240.000 rúmmetra af jarðvegi á dag samkvæmt heimildum Wikipedia og Forbes. Það samsvarar því að grafan skóflaði upp svæði sem er á stærð við fótboltavöll og 30 metrar að dýpt. Til að flytja öll þessi ósköp af efni þarf 2.400 lestarvagna eða 10.000 námutrukka.
 
Með átján 6,6 rúmmetra skóflur
 
Bagger 288 er með gröfuhjól sem er 21,6 metrar í þvermál og er með samtals 18 skóflum sem hver um sig tekur 6,6 rúmmetra af efni. Í einum snúningi skóflar hún því upp 118,8 rúmmetrum. Til að snúa skófluhjólinu þarf fjóra 840 kílówatta (kW) rafmótora sem taka til sín 3.360 kW af rafmagni.
Rafmagnskaplarnir sem tengja gröfuna við orkukerfið flytja 30.000 volta spennu. Allir mótorarnir í Bagger 288 eru 16.560 kW.  
 
Á tólf 3,8 metra breiðum beltaeiningum
 
Grunneiningin er 46 metra breið og hvílir á þrem fjór­földum Caterpillar beltaeiningum og er hvert belti 3,8 metrar að breidd. Síðan er hliðareining sem ber uppi heljarmikil færibönd sem flytja efnið sem mokað er upp til losunar á námutrukka. Þrátt fyrir þungann  skilur hún vart eftir sig dýpri spor í jarðveginn en mannsfótur.
 
Lágmarks snúnings­radíus er 100 metrar og getur hún mest klifið 5,5% brekku.
 
Silast áfram hægt en örugglega á 0,1–0,6 km hraða
 
Bagger 288 er svo sem enginn kappakstursbíll, en líður áfram um 2 til 10 metra á mínútu, eða á 0,1 til 0,6 km hraða.
 
Í febrúar 2001 hafði Bagger 288 lokið við að moka jarðvegi ofan af Tagebau Hambach kolanámunni og var því orðin verkefnalaus. Var hún þá flutt til Tagebau Garzweiler sem er um 22 km frá Hambach námunni. Þurfti Bagger grafan að ferðast yfir Autobahn 61 og yfir Erft ána, járnbrautarlínur og yfir nokkrar akbrautir. Aksturinn á tækinu þessa 22 kílómetra tók þrjár vikur og kostaði sem nam um 1,2 milljörðum króna. Samhent lið sjötíu manna stóð að því verkefni. 
 
Nokkrar aðrar námuvélar af svipaðri gerð og stærð hafa verið smíðaðar. Þar má nefna Bagger 281 sem smíðuð var 1958, Bagger 285 sem smíðuð var 1975, Bagger 287 frá 1976 og Bagger 293 sem smíðuð var 1995. 

5 myndir:

Skylt efni: gröfur | Tæki

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi
Fréttir 17. mars 2025

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi

Talsvert hefur verið fjallað um mikilvægi fæðuöryggis landsins að undanförnu, bæ...

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...