Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Vegir verði lagfærðir, upphækkaðir og lagðir slitlagi
Fréttir 18. mars 2016

Vegir verði lagfærðir, upphækkaðir og lagðir slitlagi

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Íbúafundur sem haldinn var í Svarfaðardal og Skíðadal fyrir nokkru skorar á sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar að vegir fram í Svarfaðardal og Skíðadal verði lagfærðir og upphækkaðir hið allra fyrsta og sett á þá bundið slitlag.
 
Enn fremur skoraði fundurinn á sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar að breyta reglum um mokstur heimreiða þannig að fyrsti klukkutíminn fyrir snjómokstur verði greiddur af sveitarfélaginu en mokstur þar umfram verði greiddur til helminga af sveitarfélaginu og ábúendum. Þá skoraði fundurinn einnig á sveitarstjórn að mótmæla þeirri ákvörðun Íslandspósts að draga úr þjónustu í dreifbýli Dalvíkurbyggðar. 
 
Byggðaráð Dalvíkurbyggðar fjallaði um erindi frá íbúafundinum og samþykkti á fundi að fela sveitarstjóra að gera tillögu til Vegagerðarinnar um vetrarþjónustu og aðrar framkvæmdir og leggja fyrir næsta fund Byggðaráðs. Samþykkt var einnig að halda óbreyttum reglum varðandi heimreiðamokstur. 
Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...