Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Veðurspeki
Á faglegum nótum 29. nóvember 2017

Veðurspeki

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í ritinu Veðrið sem Veðurstofa Íslands gaf út á árunum 1956–1978 er að finna eitt og annað um gamla veðurspeki sem Jón Eyþórsson tók saman.

Ef sjórinn gefur af sér undirhljóð nær hann er brimlaus í stilliveðri, merkir það regn og storm sem tíðast á norðan. Þá menn sjá sjóinn ókyrrast í góðu veðri og er ólgumikill svo hver aldan ríður upp á annarri, boðar það storm og rosa. Ef sjórinn sést mórauður að lit með moski og ögnum, boðar það storm.

Um fuglana
Þegar mávur og svartbakar setjast saman í miklun hópum á fjörusker, boðar það storm og óveður. Nær hrafnar saman í hópa safnast leikandi sér í lofti með litlu og ljótu krunki, þá bera þeir vitni um að gott veður komi. Þá svanir fyrst fljúga af landi til sjávar kemur oftast langgæfur stormur og harður vetur.
Nær haninn galar oft og óvanalega áður en hans réttur vani er til, merkir það snjó. Þegar fuglar og mý safnast saman í stórum hópum í lofti um sólarlag lítið eitt frá jörðu, merkir það varmt veður að morgni komandi.

Um kvikindi
Þá fiskar og smáseiði stökkva upp úr sjó og vatni, boðar það regn. Nær hundar grafa holur í jörð, boðar það langa úrkomu af snjó og regni. Þá menn sjá sauði stangast með flæstum nösum í loft upp, boðar það regn og snjó.

Um tunglið
Sé sá upplýsti tunglsins partur tunglsins klár og skír og bjartur, sýnir skírt veður og gott, einkum til þess hálfvaxið er tungl. Ef sunnanvindur er, þá menn sjá þriggja nátta gamalt tungl, þá kemur regn á þeim fjórða degi. Ungt tungl, þriggja eða fjögurra nátta, skal í heiðríku lofti skoða einni stundu eða nokkru síðar eftir sólsettur. Sé sá upplýsti partur rauður með hvössum hornum, þýðir vind og frost um vetur, einkum á öðrum kvarternum. Safnist mikill, þykkur hringur í kringum tungl líkast sem regnboginn á nóttu og hafi hlið á sér, þýðir það veðráttuskipti til snjóar og regns.

Um sólina
Ef undan sólu gengur einn úlfur, er vér Gýl nefnum, og gangi út af honum langur hali eða rauður geisli, merkið það ætíð storm. Nær sólin í sinni uppgöngu er aldeilis hrein og klár, og séu engin ský eður loftsins dampur kringum hana, þá verður sá dagur og nótt með blástur.

Um eldinn
Þá maður sér á vetur að eldur er mjög rauður og sárheitur, merkir það kulda. Viðarkol og glæður mjög eldrauðar sýna skært og gott veður. Rauðleitur eldur í lofti er mjög skaðlegur en æsist mest í regni og vatni og brennir það hann snertir. Nær maður sér í votviðri að ljósið logar spart þá er loftið hneigt til úrkomulegs veðurs.

Um vindinn
Vindur sá sem kemur með degi plagar harðari eða verra en sá sem kemur með nóttu. Norðanvindurinn er heilsusamari en aðrir vindar. Mikill stormur þurr, lyktar oft með regni. Stormur vaxandi um miðdegi, merkir þráviðri nokkra daga. 

Skylt efni: Veður | Stekkur

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...