Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Massey Ferguson hefur verið meðal mest seldu dráttarvéla á Íslandi um árabil.
Massey Ferguson hefur verið meðal mest seldu dráttarvéla á Íslandi um árabil.
Fréttir 24. júní 2020

Valtra-umboðið verður hjá Aflvélum á Selfossi og Ferguson hjá Jötni

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Eftir að Jötunn Vélar á Selfossi komst í þrot og eftir kaup Aflvéla á þrotabúinu hafa verið uppi vangaveltur um hvar umboðin fyrir Valtra og Massey Fergusson dráttarvélarnar myndu lenda. Um feita bita er að ræða þar sem þessar tegundir hafa verið meðal vinsælustu dráttarvéla landsins um langt skeið, eða samanlagt um 50% markaðshlutdeild.
 
Samkvæmt heimildum Bænda­blaðsins hafa mörg fyrirtæki sýnt þessum merkjum áhuga, en Valtra og Massey Ferguson eru í eigu alþjóðlega fyrirtækjarisans AGCO.  
 
Aflvélar komu snemma að borðinu og var áherslan að sögn forsvarsmanna félagsins frá upphafi  að halda þessum umboðum á Selfossi. Einnig að halda í starfsmenn sem viðað hafa að sér umtalsverðri reynslu og þekkingu í þjónustu og sölu á þessum tegundum, bæði á vélum og varahlutum.
 
Valtra hefur eins og Massey Ferguson verið meðal mest seldu dráttarvéla á Íslandi.
 
Búið að skrifa undir samninga við AGCO
 
Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri Aflvéla, segir að niðurstaðan af viðræðunum hafi verið sú að gengið hefur verið frá samningum við AGCO um að Aflvélar munu vera umboðsaðili Valtra dráttarvéla með aðsetur á Gagnheiði 35 Selfossi. Einnig hafi verið gengið frá samningum um umboðið fyrir Massey Ferguson dráttarvélar og heyvinnutæki, en þau verða seld undir merki Jötuns á Austurvegi 69, Selfossi, en Jötunn er nú í eigu Aflvéla. 
 
Þjónustumiðstöð AGCO
 
Þá hefur verið gengið frá því að varahluta- og aukahlutaþjónusta verður sameiginleg fyrir Valtra og Massey Ferguson í nýrri AGCO þjónustumiðstöð að Austurvegi 69. Vilja því nýir umboðsaðilar bjóða núverandi og væntanlega viðskiptavini hjartanlega velkomna.
 
AGCO er risi á dráttarvélamarkaðnum
 
AGCO var stofnað 1990 þegar yfirmenn í Deutze-Allis keyptu bandaríska hlutann af landbúnaðar­tækjaframleiðslu félagsins af móðurfélaginu Klöckner-Humbolt-Deutz eða KHD í Þýska­landi. Þýska félagið átti firmamerkið Deutze-Fahr. KHD hafði eignast hlut í bandaríska landbúnaðartækjaframleiðandanum Allis-Chalmers fimm árum áður. 
 
Nýja félagið sem varð til við kaupin á eignarhlutnum af KHD hét upphaflega Gleaner-Allis Corporation eða GAC, en var síðan breytt í Allis-Gleaner Corporation, eða AGCO. Framleiðslulínan á Deutze-Allis dráttarvélum fékk þá nafnið AGCO-Allis. 
 
Í mars 1991 keypti AGCO Hesston Corporation, en það fyrirtæki átti 50% hlut í Case International sem nú er hluti af CNH Global sem á m.a. New Holland. 
 
Árið 1993 fékk AGCO dreif­ingar­rétt á Massey Ferguson á heimsvísu. Þá eignaðist AGCO McConnel Tractors árið 1994, en það fyrirtæki framleiddi Massey Ferguson dráttarvélarnar. 
 
Margvísleg fyrirtækjakaup komu svo í kjölfarið. Þar má m.a. nefna kaupin á Challenger dráttarvélunum frá Caterpillar árið 2002 og kaupin á dráttarvélaframleiðandanum Valtra af Kone Group í Finnlandi árið 2004. 
Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...

Nýr stjórnarformaður
Fréttir 6. desember 2023

Nýr stjórnarformaður

Daði Guðjónsson er nýr stjórnarformaður markaðsstofunnar Icelandic Lamb, sem fer...

Margir fengu vel í soðið
Fréttir 6. desember 2023

Margir fengu vel í soðið

Útlit er fyrir að rjúpnaveiði hafi í ár verið allt að 20% meiri en í fyrra. Meða...