Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Norðmenn flytja út haferni til þess að styrkja stofna í þeim Evrópulöndum sem þess óska.
Norðmenn flytja út haferni til þess að styrkja stofna í þeim Evrópulöndum sem þess óska.
Mynd / Dan Russon
Fréttir 30. ágúst 2022

Útflutningur á haförnum

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Norðmenn hafa aldrei flutt út jafn marga hafarnarunga og í sumar. Samtals voru 35 ungar fluttir út til Evrópulanda.

Í Noregi er stærsti stofn hafarna í Evrópu. Vegna heilbrigðs stofns hafa Norðmenn fangað unga og flutt til annarra í Evrópu sem hafa viljað stækka eða endurvekja kyn hafarna á sínum slóðum. Af þessum 35 ungum sem fóru frá Noregi í ár voru 16 einstaklingar sendir til Írlands og 19 til Spánar, Bondebladet greinir frá.

Ungarnir eru handsamaðir við strandlengjuna í Þrándarlögum og Mæri og Raumsdal. Við eyjuna Frøya, skammt frá Þrándheimi, hefur mestur framgangur verið við að koma höndum yfir ungana þar sem hreiðrin eru gjarnan á jörðu niðri, í stað þess að vera uppi í klettum og trjám. Leitin að heppilegum hreiðrum getur verið tímafrek þar sem krafa er gerð til þess að minnst tveir ungar séu í hverju varpi.

Skylt efni: utan úr heimi | Hafernir

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...