Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Lítið verður upp úr þessu strái að hafa, enda öxin flest fokin.
Lítið verður upp úr þessu strái að hafa, enda öxin flest fokin.
Mynd / HSH
Fréttir 6. október 2022

Úrbóta að vænta

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Í vikubyrjun birtist skýrsla um tryggingarmál bænda sem unnin var af starfshópi að undirlagi fyrrum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra hefur nú farið þess á leit að kannaður verði möguleiki á framkvæmd einnar tillögu sem þar kemur fram.

Þrjár tillögur

Starfshópnum var ætlað að greina tryggingarvernd bænda vegna óvæntra áfalla í búskap. Niðurstöður skýrslunnar eru í formi þriggja mögulegra úrbóta sem nú hafa verið lagðar fyrir ráðherra til ákvörðunar. Tvær tillögurnar byggja á mismiklum breytingum á núverandi fyrirkomulagi á meðan sú þriðja leggur til nýtt fyrirkomulag frá grunni.

Fyrsta tillagan gerir ráð fyrir lágmarksbreytingum og engum föstum inngreiðslum í sjóðinn. Bolmagn Bjargráðasjóðs yrði því lítið og sækja þyrfti um sérstakar fjárveitingar til ríkisins þegar stærri áföll verða.

Önnu tillagan felur í sér tvo meginvalkosti: að endurskoða og endurbæta hlutverk Bjargráðasjóðs, eða skoða sameiningu hans við Náttúruhamfaratryggingar Íslands (NTÍ). Endurskoðun Bjargráðasjóðs fæli í sér að skilgreina með tæmandi hætti hvaða tjón sjóðurinn bætir. Ef af sameiningu hans við NTÍ yrði myndi það þýða skyldutryggingu þar sem iðgjöldin myndu standa undir kostnaði af tjónabótum.

Þessi síðastnefnda tillaga hefur hlotið brautargengi hjá matvælaráðherra og hefur hún nú farið þess á leit við stjórn Bjargráðasjóðs að kannaður verði möguleiki á sameiningu hans við NTÍ.

Þriðja tillagan felur í sér nýtt kerfi til að koma til móts við víðtækari áföll/tjón í landbúnaði en nú gerist og veita stuðning vegna stóráfalla sem önnur vernd nær ekki yfir. Líklegt er að hið opinbera þyrfti að greiða fyrir uppbyggingu slíks bótasjóðs og þýddi því talsverða útgjaldaaukningu fyrir ríkið fyrstu árin. Þá er skoðaður sá möguleiki að koma á uppskerutryggingu sem valkvæða tryggingu ofan á skyldutryggingu.

Til glöggvunar horfa þessar þrjár tillögur svona við kornbóndanum: Ef farið verður að tillögu eitt væri bótarétturinn óbreyttur. Ef tillaga tvö verður valin yrði uppskerubrestur styrkhæfur úr Bjargráðasjóði eða gerð að skyldutryggingu. Ef þriðja tillagan fengi hljómgrunn verður uppskerubrestur í korni gerður að skyldutryggingu.

Bóndi telur sambland best

Kornbóndinn Hermann Ingi segir að mögulega henti bændum best að hafa aðgang bæði að skyldutryggingu og valfrjálsri. „Þá værum við með einhverja lágmarkstryggingu en svo gætu menn tryggt sig betur eftir því á hvaða svæðum þeir eru og hvað kornræktin spilar stóran þátt í búrekstrinum.“

Korntryggingar í öðrum löndum

Í skýrslu starfshóps er rennt yfir fyrirkomulag áfallatrygginga bænda í öðrum löndum. Í tilfelli Noregs og Bandaríkjanna er uppskerutrygging nefnd. Í Noregi stendur kornbændum til boða uppskerutryggingar bæði á vegum hins opinbera og á almennum tryggingamarkaði. Opinbera tryggingin felur í sér að fyrir uppskeru sem er undir 70% af samanburðarsvæði greiðir ríkið bætur fyrir mismuninn af væntri uppskeru, 30% eigin ábyrgð og raunuppskeru. „Væri t.d. vænt uppskera af byggi 95 tonn en uppskorið korn væri 50 tonn væru bætur hins opinbera fyrir 95t-50t- 28,5t = 16,5 t af byggi.“

Í Bandaríkjunum býðst bændum valfrjáls trygging, Federal crop insurance program (FCIP) sem er niðurgreidd að stórum hluta af ríkinu. Tryggingaverndin er víðtæk og tryggir ekki aðeins gegn veðurfari heldur einnig gegn markaðsverði undir ákveðnu viðmiði og er þetta kerfi því í raun hryggjarstykkið í stuðningi ríkisins við landbúnað. Mikill meirihluti af því tapi sem tryggt er gegn eru nytjajurtir, eða 95%. Lágmarkstrygging er fyrir hamförum, þegar bændur missa 50% af væntri uppskeru. Hámarkstrygging er misjöfn milli tegunda og staðsetninga, en fyrir algengustu tegundirnar er eigin áhætta á bilinu 15-50%.

Skýrslan

Nýtt Bændablað kom út í dag

Skylt efni: tryggingamál bænda

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...