Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Enn eitt svindlið með sölu í ESB löndunum skekur nú markaðinn í Belgíu. Þar var útrunnið og ónýtt kjöti selt úr landi á fölskum pappírum og nýtt í hakk og tilbúna rétti í þrem löndum.
Enn eitt svindlið með sölu í ESB löndunum skekur nú markaðinn í Belgíu. Þar var útrunnið og ónýtt kjöti selt úr landi á fölskum pappírum og nýtt í hakk og tilbúna rétti í þrem löndum.
Mynd / Global Meat
Fréttir 13. apríl 2018

Útrunnið og ónýtt kjöt selt úr landi undir fölskum pappírum

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Komist hefur upp um kjötsvindl í Belgíu þar sem útrunnið og jafnvel ónýtt kjöt hefur verið flutt út undir fölskum vottorðum til Hong Kong, Fílabeinsstrandarinnar og til Kosovo. Var kjötinu dreift í gegnum matvælafyrirtækið Veviba sem staðsett er í Wallonia-héraði í Belgíu. 
 
Það voru samtök sláturhúsa, bænda, kjötiðnaðarins og heildsala í Belgíu (FEBEV) sem upplýsti um málið á dögunum. Er þetta enn eitt dæmið um kjötsvindl þar sem gæðavottunarkerfi matvælaiðnaðarins í ESB-ríkjunum er misnotað og falsaðir pappírar notaðir. Stutt er síðan fréttir bárust frá Írlandi um grun um að verið væri að selja á svörtum markaði kjöt af sjálfdauðum og sjúkum dýrum sem átti að farga. Gáfu samtökin út sameiginlega yfirlýsingu í kjölfar upplýsinga frá belgíska matvælaeftirlitinu (AFSCA) um málið. Í yfirlýsingu AFSCA kemur fram að útrunnið og jafnvel óætt kjöt hafi verið sent af Veviba undir fölskum pappírum  til Hong Kong, Fílabeinsstarndarinnar og til Kosovo. 
 
Refsinga krafist
 
„Það verður að ávíta þetta fólk og refsa því fjárhagslega,“ sagði Dirk Dobbelaere, yfirritari hjá samtökum kjötiðnaðarins í Belgíu. 
 
Michael Gore, talsmaður FEBEV, sagði að megnið af kjötinu hafi verið flutt út frosið. Eigi að síður hafi um 100 kg af ófrosnu kjöti líka verið í þessum sendingum. Kjötinu hafi verið blandað í hakk-kjötrétti, að því er fram kemur í Global Meat News. 
 
Rætt er um að yfirvöld verði að bregðast hratt við ef takast eigi að endurheimta tiltrú almennings á markaðnum og að fólk geti treyst því kjöti sem það kaupir í stórmörkuðum.
 
Er þetta ekki síst athyglisvert fyrir Íslendinga í ljósi þess að innflytjendur matvæla á Íslandi hafa iðulega fullyrt að hættan á að verið sé að flytja inn lélega, hættulega eða svikna vöru sé mjög lítil. Hefur þar verið bent á öryggið sem felst í opinberum vottorðum sem vörunni fylgir, en það er einmitt þetta eftirlitskerfi sem hefur ítrekað verið svindlað á.  
 
Dreifingarfyrirtæki með 30% markaðshlutdeild
 
Í úttekt AFSCA sem gerð var í febrúar kom í ljós að á 133 af 200 vörubrettum frá Veviba var kjöt sem stóðst ekki kröfur matvælaeftirlitsins. Þetta er fyrirtæki sem er með 30% hlutdeild á kjötmarkaði í Belgíu og selur m.a. í stórverslanirnar Coilruyt og Delhaize.
 
Menn verða að spyrja spurninga
 
Haft er eftir Gore að ekki væri endilega þörf á meira eftirliti en skoða yrði hvernig því besta yrði betur náð út úr því kerfi sem er við lýði. Hann sagði að á endanum væru allir ábyrgir fyrir því að öll matvælakeðjan virki rétt. Þar verði menn að spyrja spurninga. Ef verið sé að koma vöru á markað á verði sem sé of gott til að vera satt, þá eigi menn að spyrja spurninga. 
 
„Er þetta lögformlega mögulegt og getum við ekki komið á einn stað einhvers konar samskiptakerfi til að varpa ljósi á svona hluti?“ spurði Gore.
 
Fagnaði Gore einnig fyrirhugaðri rannsókn yfirvalda í Belgíu á mismunandi verðmyndun í matvælakeðjunni. 

Skylt efni: kjötsvindl

Fjögur félagasamtök styrkt til að hreinsa strandlengjuna
Fréttir 25. janúar 2022

Fjögur félagasamtök styrkt til að hreinsa strandlengjuna

Fjögur félagasamtök verða styrkt til verkefna sem lúta að hreinsun strandlengju ...

Riða greindist í skimunarsýni
Fréttir 25. janúar 2022

Riða greindist í skimunarsýni

Matvælastofnun barst fyrir skömmu tilkynning frá Tilraunastöð HÍ að Keldum um að...

John Deere 7R 350 autoPowr er dráttarvél ársins 2022
Fréttir 24. janúar 2022

John Deere 7R 350 autoPowr er dráttarvél ársins 2022

John Deere 7R 350 AutoPowr er dráttarvél ársins 2022 í opnum flokki að mati evró...

KFC fékk mest úthlutað
Fréttir 24. janúar 2022

KFC fékk mest úthlutað

Atvinnuvega- og nýsköpunar­ráðuneytið hefur birt niðurstöðu úthlutunar á tollkvó...

Kostnaður við að fjölga neyðarstöðvum í Vaðlaheiðargöngum yfir 10 milljónir króna
Fréttir 24. janúar 2022

Kostnaður við að fjölga neyðarstöðvum í Vaðlaheiðargöngum yfir 10 milljónir króna

Kostnaður við að setja upp nýjar neyðarstöðvar í Vaðlaheiða­r­göng­um nemur 10 t...

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði
Fréttir 21. janúar 2022

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur um nokkurt skeið unnið að því að koma til móts...

Gat á sjókví í Reyðarfirði
Fréttir 21. janúar 2022

Gat á sjókví í Reyðarfirði

Matvælastofnun barst tilkynning frá Löxum Fiskeldi fimmtudaginn 20. janúar um ga...

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 20. janúar 2022

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum

„Við erum hvergi nærri hætt með okkar uppbyggingu, en stefnan er að íbúar í svei...