Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Úthlutun styrkja úr Veiðikortasjóði 2015
Fréttir 8. maí 2015

Úthlutun styrkja úr Veiðikortasjóði 2015

Höfundur: Vilmundur Hansen

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur úthlutað styrkjum úr Veiðikortasjóði fyrir árið 2015. Í kjölfar auglýsingar um umsóknir um styrki úr Veiðikortasjóði til rannsókna á stofnum villtra fugla og villtra spendýra bárust umhverfis- og auðlindaráðuneytinu 14 umsóknir að fjárhæð 51,6 milljónir króna. Til úthlutunar voru tæplega 26 milljónir króna.

Ráðuneytið sendi umsóknir um styrki til umsagnar Umhverfisstofnunar í samræmi við ákvæði laga um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. Umhverfisstofnun fékk álit ráðgjafarnefndar um úthlutanir í samræmi við úthlutunarreglur fyrir Veiðikortasjóð.

Ráðuneytið hefur að fenginni umsögn Umhverfisstofnunar og áliti ráðgjafarnefndarinnar um umsóknirnar ákveðið að veita eftirfarandi aðilum styrki úr Veiðikortasjóði:

• Náttúrufræðistofnun Íslands, krónur 9.000.000 vegna verkefnisins: Rjúpnarannsóknir 2015.

• Náttúrufræðistofnun Íslands, krónur 750.000 vegna verkefnisins: Sníkjudýrasýkingar, líkamsástand og stofnbreytingar rjúpu á Íslandi.

• Náttúrustofa Norðausturlands, krónur 3.930.000 vegna verkefnisins: Farhættir og vetrarstöðvar íslenskra svartfugla.

• Náttúrustofa Suðausturlands, krónur 3.000.000 vegna verkefnisins: Heilbrigði veiðitegunda.

• Náttúrustofa Suðurlands, krónur 4.400.000 vegna verkefnisins: Lunda- og bjargfuglarannsóknir 2015

• Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Snæfellsnesi, krónur 820.000 vegna verkefnisins: Stofnvistfræði og stofnstærð dílaskarfs á Íslandi.

• VERKÍS, krónur 2.371.000 vegna verkefnisins: Vöktun á ungahlutfalli í veiðistofnum gæsa og anda, með aldursgreiningu vængja úr veiði og vöktun á ungahlutfalli í friðuðum stofni blesgæsa.

• Vör, sjávarrannsóknarsetur við Breiðafjörð, krónur 1.000.000 vegna verkefnisins: Rannsókn á hlutfalli ýsu-, þorsk, og makrílmaga sem innihalda síli í Breiðafirði árið 2015.

• Ævar Petersen, krónur 700.000 vegna verkefnisins: Íslensk fuglabjörg og hlunnindi þeirra.

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...