Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Úthlutun styrkja úr Veiðikortasjóði 2015
Fréttir 8. maí 2015

Úthlutun styrkja úr Veiðikortasjóði 2015

Höfundur: Vilmundur Hansen

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur úthlutað styrkjum úr Veiðikortasjóði fyrir árið 2015. Í kjölfar auglýsingar um umsóknir um styrki úr Veiðikortasjóði til rannsókna á stofnum villtra fugla og villtra spendýra bárust umhverfis- og auðlindaráðuneytinu 14 umsóknir að fjárhæð 51,6 milljónir króna. Til úthlutunar voru tæplega 26 milljónir króna.

Ráðuneytið sendi umsóknir um styrki til umsagnar Umhverfisstofnunar í samræmi við ákvæði laga um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. Umhverfisstofnun fékk álit ráðgjafarnefndar um úthlutanir í samræmi við úthlutunarreglur fyrir Veiðikortasjóð.

Ráðuneytið hefur að fenginni umsögn Umhverfisstofnunar og áliti ráðgjafarnefndarinnar um umsóknirnar ákveðið að veita eftirfarandi aðilum styrki úr Veiðikortasjóði:

• Náttúrufræðistofnun Íslands, krónur 9.000.000 vegna verkefnisins: Rjúpnarannsóknir 2015.

• Náttúrufræðistofnun Íslands, krónur 750.000 vegna verkefnisins: Sníkjudýrasýkingar, líkamsástand og stofnbreytingar rjúpu á Íslandi.

• Náttúrustofa Norðausturlands, krónur 3.930.000 vegna verkefnisins: Farhættir og vetrarstöðvar íslenskra svartfugla.

• Náttúrustofa Suðausturlands, krónur 3.000.000 vegna verkefnisins: Heilbrigði veiðitegunda.

• Náttúrustofa Suðurlands, krónur 4.400.000 vegna verkefnisins: Lunda- og bjargfuglarannsóknir 2015

• Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Snæfellsnesi, krónur 820.000 vegna verkefnisins: Stofnvistfræði og stofnstærð dílaskarfs á Íslandi.

• VERKÍS, krónur 2.371.000 vegna verkefnisins: Vöktun á ungahlutfalli í veiðistofnum gæsa og anda, með aldursgreiningu vængja úr veiði og vöktun á ungahlutfalli í friðuðum stofni blesgæsa.

• Vör, sjávarrannsóknarsetur við Breiðafjörð, krónur 1.000.000 vegna verkefnisins: Rannsókn á hlutfalli ýsu-, þorsk, og makrílmaga sem innihalda síli í Breiðafirði árið 2015.

• Ævar Petersen, krónur 700.000 vegna verkefnisins: Íslensk fuglabjörg og hlunnindi þeirra.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...