Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Útgáfa rekstrarleyfa til fiskeldis í Patreks- og Tálknafirði
Fréttir 27. desember 2017

Útgáfa rekstrarleyfa til fiskeldis í Patreks- og Tálknafirði

Höfundur: Vilmundur Hansen

Matvælastofnun hefur veitt Arctic Sea Farm og Fjarðalaxi rekstrarleyfi til fiskeldis í Patreks- og Tálknafirði í samræmi við lög um fiskeldi. Samanlögð árleg framleiðsla fyrirtækjanna tveggja verður 17.500 tonn af laxi.

Fjarðalaxi er heimilt að framleiða allt að 10.700 tonn á ári og Arctic Sea Farm 6.800 tonn. Hámarkslífmassi eldisins mun ekki fara yfir 20.000 tonn sem er í samræmi við burðarþolsmat fjarðanna. Starfsemin er einnig háð starfsleyfi Umhverfisstofnunar.

Framkvæmd fyrirtækjanna fór í gegnum sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum í samræmi við lög um mat á umhverfisáhrifum.

Heimilt er að kæra ákvörðun Matvælastofnunar um útgáfu fyrrnefndra rekstrarleyfa til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og er kærufrestur einn mánuður frá birtingu þessarar fréttar.

Skylt efni: Fiskeldi

Guðjón ráðinn til Ísey
Fréttir 19. september 2024

Guðjón ráðinn til Ísey

Guðjón Auðunsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Ísey útflutnings ehf.

Refaveiði í Skaftárhreppi
Fréttir 19. september 2024

Refaveiði í Skaftárhreppi

Sveitarstjórn Skaftárhrepps samþykkti nýlega skipulag um refaveiðar í sveitarfél...

Leyfir ekki sandnám
Fréttir 18. september 2024

Leyfir ekki sandnám

Fyrirtækið LavaConcept Iceland hefur sótt um framkvæmdaleyfi hjá Mýrdalshreppi v...

Nýtt rannsóknarverkefni í byggkynbótum
Fréttir 18. september 2024

Nýtt rannsóknarverkefni í byggkynbótum

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er nú að hefjast nýtt rannsóknarverkefni í byggky...

Helsingjar valda usla
Fréttir 18. september 2024

Helsingjar valda usla

Umhverfisstofnun vill takmarka veiðar á helsingja en bóndi á austanverðu Suðurla...

Óarðbær innflutningur
Fréttir 17. september 2024

Óarðbær innflutningur

Einkahlutafélagið Háihólmi skilaði tæplega 1,2 milljóna króna hagnaði á sínu fyr...

Kjötframleiðsla eykst áfram
Fréttir 17. september 2024

Kjötframleiðsla eykst áfram

Samkvæmt nýútgefnum tölum Hagstofu Íslands jókst innlend kjötframleiðsla um 15 p...

Ætla í samkeppni við einokunarfyrirtæki
Fréttir 16. september 2024

Ætla í samkeppni við einokunarfyrirtæki

Nýtt fyrirtæki vill koma sér fyrir á gasmarkaði á Íslandi og hefur hug á að útve...