Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Örverur gegna lykilhlutverki í að binda kolefni í jarðvegi samkvæmt nýrri rannsókn.
Örverur gegna lykilhlutverki í að binda kolefni í jarðvegi samkvæmt nýrri rannsókn.
Utan úr heimi 13. júní 2023

Örverur lykillinn að bindingu kolefnis í jarðvegi

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Örverur eru langmikilvægasti þátturinn í að ákvarða hversu mikið kolefni geymist í jarðvegi, samkvæmt nýrri rannsókn sem birt var 24. maí í tímaritinu Nature.

Í grein á vef bandaríska Cornell-háskólans segir að rannsóknin veiti mjög mikilvægar vísbendingar með tilliti til loftslagsbreytinga og bætts jarðvegsheilbrigðis, fyrir m.a. landbúnað og matvælaframleiðslu. Rannsóknin sé hin fyrsta sem mæli hlutfallslegt mikilvægi örveruferla í kolefnishringrás jarðvegs.

Rannsóknin, „Microbial Carbon Use Efficiency Promotes Global Soil Carbon Storage“, setji fram nýja nálgun til að skilja betur gangverk jarðvegskolefnis, með því að keyra saman örverutölvulíkön, gagnaaðlögunarkerfi og vélanám til að greina umfangsmikil gögn sem tengjast kolefnishringrásinni.

Niðurstöðurnar séu einkar forvitnilegar m.a. í tengslum við búskaparhætti og aukið fæðuöryggi. Rannsakendur komust að því að geta örvera til að geyma kolefni í jarðvegi er hið minnsta fjórfalt mikilvægari en nokkurt annað ferli, þar á meðal niðurbrot lífefna. Þetta séu markverðar upplýsingar því jarðvegur jarðarinnar geymi þrefalt meira kolefni en andrúmsloftið. Mæld var skilvirkni kolefnisnotkunar örvera, sem segi annars vegar til um það magn kolefnis sem notað var af örverum til vaxtar og hins vegar hversu mikið var notað til efnaskipta. Þegar kolefni sé notað til vaxtar bindi örverur það í frumum og að lokum í jarðvegi. Notað til efnaskipta losni kolefni sem aukaafurð í andrúmslofti sem koltvísýringur, þar sem það virki sem gróðurhúsalofttegund. Rannsóknin sýni að vöxtur örvera sé mikilvægari en efnaskipti til að ákvarða hversu mikið kolefni geymist í jarðvegi.

Segir í frétt Cornell-háskóla að kolefnisvirkni jarðvegs hafi verið rannsökuð síðustu tvær aldir, en þær rannsóknir aðallega snúist um hversu mikið kolefni berist í jarðveg úr plöntuleifum og rótum og hversu mikið tapist út í andrúmsloftið í formi CO2 þegar lífrænt efni brotnar niður.

Skylt efni: jarðvegsrannsóknir

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...