Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Gates-stofnunin fjárfestir í átaksverkefnum til að þróa kynbætur, þannig að afrískar kýr verði bæði afkastamiklar og þoli erfitt loftslag. Leitast er við að sameina framleiðni kúa frá öðrum heimsálfum þar sem meiri velmegun ríkir
og hita- og sjúkdómsþol afrískra kynja.
Gates-stofnunin fjárfestir í átaksverkefnum til að þróa kynbætur, þannig að afrískar kýr verði bæði afkastamiklar og þoli erfitt loftslag. Leitast er við að sameina framleiðni kúa frá öðrum heimsálfum þar sem meiri velmegun ríkir og hita- og sjúkdómsþol afrískra kynja.
Mynd / Rob Kelly Uni-Edinburgh
Utan úr heimi 6. nóvember 2024

Mjólkin er hið hvíta gull

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Mjólk er talin lykilþáttur í að koma í veg fyrir vannæringu barna í Afríku.

Bill Gates.

Stofnun Bill og Melindu Gates stendur fyrir verkefninu Kapphlaupið um að næra hlýnandi heim (e. The Race to Nourish a Warming World). Ný skýrsla um verkefnið var kynnt á dögunum, sú áttunda á jafnmörgum árum. Skýrslan fjallar um mögulegar lausnir á verstu barnaheilbrigðiskreppu sögunnar, vannæringu og aðferðir til að gera fólk heilbrigðara og þolnara fyrir loftslagsbreytingum.

Fyrsta lausnin er sögð vera mjólk. Bætt framleiðni mjólkurafurða í Eþíópíu, á Indlandi, í Kenía, Nígeríu og Tansaníu gæti, skv. Alþjóðamatvælastefnurannsóknastofnuninni (IFPRI), komið í veg fyrir allt að 109 milljónir tilfella af vaxtarskerðingu í æsku árið 2050 og skapað hærri tekjur fyrir mjólkurbændur og seljendur í lág- og miðtekjulöndum, sem flestir eru konur.

Áhrif þessa næðu þó lengra en til mjólkurframleiðslu. „Við sjáum að þetta hefur hækkað tekjur kvenna,“ segir Bill Gates í samtali við tímaritið Forbes. „Þær verja síðan peningunum frekar fyrir börnin en karlmennirnir myndu gera, færu tekjurnar til þeirra.“

Mjólkin er hvítagull

Forbes hefur eftir Soumya Swaminathan, barnalækni og fyrrverandi yfirmanni Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, að mjólk sé í rauninni ofurfæði sem innihaldi mikilvæg næringarefni fyrir börn. Mjólk, drykkurinn sem margir víða um heim telja sjálfsagðan hlut, ætti að teljast „hvítt gull“ vegna þess að hún sé mikilvægur næringargjafi, tekjulind og öflug vörn gegn vannæringu.

Í Gates-skýrslunni er því spáð að um 23% afrískra barna undir fimm ára aldri verði enn fyrir áhrifum vaxtarskerðingar (lág hæð miðað við aldur) árið 2030. Án snarpra aðgerða á heimsvísu geti loftslags- breytingar valdið því að 40 milljónir barna til viðbótar muni þjást af vannæringu og afleiðingum hennar.

Gates segir mjólk vera næringarríka fæðu sem geti á margan hátt bætt úr þeim næringarskorti sem börn standi frammi fyrir, með kalsíum, vítamínum (þar á meðal A- og B-12), próteini og hollri fitu. Slík næring geri börn heilbrigðari og jafnvel loftslagsþolnari til lengri tíma litið.

Mynd / Pixabay

Afkastameiri kýr og öruggari mjólk

Enn sé áskorun á lágtekjusvæðum að framleiða nóg af mjólk og mjólkurvörum, tryggja að mjólkin sé á viðráðanlegu verði og koma í veg fyrir að hún spillist. Ný landbúnaðartækni sé þó að breyta þessu. Nota megi m.a. erfðavísa til að velja kýr sem beri afkastameiri afkvæmum. Unnt sé að hjálpa bændum til að framleiða betra og meira kjarnfóður og endurnýta úrgang frá ræktun í næringarríkt kýrfóður. Fyrir vikið, skv. Gates- skýrslunni, gefa kenískar kýr nú af sér sex til tíu sinnum meiri mjólk en áður. Það þýði meiri mjólk til að drekka heima og auknar tekjur fyrir mjólkurbændur og seljendur.

Þá sé þjálfun ómissandi þáttur. Forrit eins og LEAP og MoreMilk geti hjálpað mjólkurbændum og seljendum að læra og fylgja bestu starfsvenjum um örugga geymslu og meðhöndlun.

Kýr fellur á hverjum þrjátíu sekúndum

„Í Afríku er sagt að kýr drepist á 30 sekúndna fresti,“ segir Donald Nkrumah, sem hefur umsjón með fjárfestingum landbúnaðarþróunarteymis Gates- stofnunarinnar tengdum búfénaði. Til að bregðast við þessum áskorunum leggur stofnunin áherslu á að fjárfesta í átaksverkefnum til að þróa kynbætur, þannig að kýrnar verði bæði afkastamiklar og þoli erfitt loftslag. Því tengt vinna m.a. afrískir vísindamenn að lausnum sem sameina framleiðni kúa frá efnameiri þjóðum og hita- og sjúkdómsþol afrískra kynja.

Gates segir að árangurinn af fjárfestingum stofnunarinnar í mjólkurframleiðslu sé enn á frumstigi. Hann leggur áherslu á nauðsyn samstarfs við stjórnvöld, fjárfesta og alþjóðastofnanir til að knýja framfarir. „Ef við leysum vannæringu verður auðveldara að leysa öll önnur vandamál,“ segir hann.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...