Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Finnskar kýr á beit.
Finnskar kýr á beit.
Mynd / Jamo Images
Utan úr heimi 28. mars 2023

Minnka skaða rops

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Finnska mjólkursamlagið Valio og rannsóknamiðstöð Finnlands, VTT, hafa farið af stað í tilraunaverkefni styrkt af ESB með það markmið að umbreyta metani við fjós í koltvísýring.

Helming sótspors mjólkurframleiðslu má rekja til metanríks rops nautgripa eða metans frá haughúsum.

Báðar þessar lofttegundir teljast til gróðurhúsalofttegunda, en metan hefur til skamms tíma 28 sinnum meiri áhrif til hlýnunar jarðar en koltvísýringurinn. Í andrúmsloftinu brotnar metan niður á tíu til tólf árum, en tæknin sem er til skoðunar flýtir því ferli. Innan Evrópusambandsins ber landbúnaður ábyrgð á tíu prósent losunar. Af sótspori landbúnaðarins í heild má rekja 43 prósent til ropans sem myndast við meltingu jórturdýra. Frá þessu er greint á heimasíðu VTT. 

Tæknin sem verið er að skoða byggir á plasma, eða rafgasi, sem getur skilið metan í frumeindir sínar, sem eru vetni og kol. Við það verður til önnur gróðurhúsategund, koltvísýringur, sem þrátt fyrir að vera skaðleg, hefur mun minni áhrif til loftslagsbreytinga samanborið við metan. Rafgas myndast þegar rafeindirnar í lofttegund ná ákveðnu hitastigi. Rafgas finnst meðal annars í norðurljósum og flúrperum.

Plasmabúnaðinum er komið fyrir utan við gripahúsin og á að geta umbreytt 90 prósent metansins í minna skaðlegar gróðurhúsalofttegundir. Tæknin er talin geta minnkað losun mjólkurframleiðslu um 30 til 40 prósent. ESB stefnir að kolefnishlutlausum landbúnaði árið 2035 og eru forsvarsmenn verkefnisins bjartsýnir á að þetta sé ein lausn af mörgum í þá átt.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...