Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Klónuð Holstein Friesian kvíga í Kína.
Klónuð Holstein Friesian kvíga í Kína.
Mynd / Northwest A&F University
Utan úr heimi 7. mars 2023

Kínverjar klóna ofurkýr

Höfundur: Vilmundur Hansen

Líf- og erfðafræðingar í Kína hafa klónað kvígur úr kúm sem mjólka yfir 18 tonn á ári. Til samanburðar mjólkaði afurðahæsta kýrin hér á landi rétt rúmum 8,9 tonnum á síðasta ári.

Kýrnar sem um ræðir eru Holstein Friesian, sem er kyn sem upprunnið er í Hollandi, og mjólka tæplega tvisvar sinnum meira en aðrar kýr af því kyni. Gert er ráð fyrir að hver um sig eigi klónuðu kvígurnar að geta mjólkað 18 tonnum á ári, eða um 100 tonnum af mjólk á líftíma sínum.

70% mjólkurkúa fluttur inn

Klónunin er sögð marka tímamót í kínverskum mjólkuriðnaði og draga úr þörf Kínverja til að treysta á innflutning á mjólk og erlendum mjólkurkúm en um 70% mjólkurkúa í Kína eru fluttar inn.

Þrjár klónaðar kvígur eru þegar í eldi Landbúnaðar-, skógræktar- og tækniháskólans í Ningxia- hreppi í Norðvestur-Kína.

Kvígurnar eru afrakstur 120 fósturvísa sem upphaflega koma úr frumum sem teknar voru úr eyrum móður kúnna og komið fyrir í fósturmæður sem flestar eru óbornar þegar þetta er skrifað.

Fyrsta kvígan kom í heiminn eftir skurðaðgerð 30. desember síðastliðinn og vó 56,7 kíló og var 76 sentímetrar á herðakamb og 113 sentímetrar að lengd.

Auk þess sem litarbrigði á feld voru nákvæmlega þau sömu og móður kýrinnar.

Klónun flýtir kynbótastarfi

Að sögn forsvarsmanns verkefnisins eru um 6,6 milljón mjólkurkýr í Kína og fimm af hverjum tíu þúsund kúm geta mjólkað 100 tonnum á líftíma sínum.

Hann segir nánast ómögulegt að áætla mjólkurgetu kúa með nokkurri vissu snemma á ævi þeirra og því erfitt að velja ofurkýr til undaneldis og að það megi því flýta kynbótastarfinu með klónun.

Ætlun Kínverja er að klóna ríflega eitt þúsund ofurkýr á næstu tveimur til þremur árum og smám saman að verða sjálfum sér nógir um afurðamiklar mjólkurkýr.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...