Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Tvær konur mylja hirsi í mortéli með stöplum.
Tvær konur mylja hirsi í mortéli með stöplum.
Mynd / Emmanuel Offei
Utan úr heimi 18. janúar 2023

Hirsi í hávegum haft

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Árið 2023 er alþjóðlegt ár hirsis (e. millet) samkvæmt yfirlýsingu Allsherjaþings Sameinuðu þjóðanna. Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) mun leiða átaksverkefni undir myllumerkinu #IYM2023.

FAO ætlar að róa að því öllum árum að stuðla að meiri framleiðslu og neyslu á hirsi núna á árinu. Mynd / FAO

Hirsi er samheiti yfir fjölda grastegunda sem ræktaðar eru víða um heim vegna fræjanna, sem notuð eru til manneldis og sem fóður. Hirsi hefur verið í fæðukeðju manna frá örófi alda og verið undirstöðufæða þjóða Afríku sunnan Sahara og í Suðaustur-Asíu.

Fræin eru minni en fræ þeirra tegunda sem flokkast sem korn. Hirsi er harðger planta og þeim hæfileikum búin að geta vaxið í þurrum og næringarsnauðum jarðvegi. Því telja aðstandendur átaksverkefnis FAO hirsi vera tilvalin til ræktunar á þeim rýru svæðum sem farið hafa halloka í baráttunni við loftslagsbreytingar.

FAO ætlar því að nýta árið til að beina athygli að plöntunum og afurðum hennar. Þannig vilja þau stuðla að sjálfbærri framleiðslu á hirsi og undirstrika framleiðslumöguleika þess. Bent er á að aukin ræktun hirsis geti stuðlað að betra fæðuöryggi þjóða sem treysta á innflutt korn.

Páfagaukur á perluhirsi á Indlandi en þar er ræktunin umfangsmest. Mynd / Sagar Paranjape

Næringargildi hirsis er fjölbreytt og inniheldur það trefjar, góð steinefni og prótein, auk þess sem það er án glútens. Er átakinu ekki eingöngu ætlað að leggja grunn að grundvallarfæðuframleiðslu þjóða sem búa við bág kjör, heldur er einnig vonast til að tilraunaglaðir Vesturlandabúar sjái sóma sinn í að gera hirsi hluta af nútíma borgarfæðu, smábændum í fátækari ríkjum Afríku og Asíu til hagnaðar.

Framleiðsla og eftirspurn hirsis hefur dregist saman samhliða aukinni neyslu á hveiti, maís og hrísgrjónum. Heimsframleiðsla hirsis var um það bil 30 tonn árið 2020 og er langmest framleitt í Indlandi, eða um 12,5 tonn.

Önnur stærri framleiðslulönd eru Níger í Afríku, Kína, Nígería, Malí og Eþíópía.

Með því að koma hirsi betur á framfæri við neytendur víða um heim binda aðstandendur átaksverkefnisins vonir við að framleiðsla aukist. Lítil utanríkisverslun á sér stað með hirsi en ef framleiðslan eykst gæti hirsi orðið plássfrekara í matvælakerfi heimsins og treyst fæðuöryggi víða.

Með því að hvetja til aukinnar ræktunar og framleiðslu á hirsi víðs vegar vill FAO stuðla að skilvirkari, viðnámsþolnari og sjálfbærari matvælakerfi, mönnum og umhverfi til bóta.

Skylt efni: hirsi

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...