Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Hæsta viðbúnaðarstig
Utan úr heimi 14. mars 2023

Hæsta viðbúnaðarstig

Höfundur: Vilmundur Hansen

Skætt afbrigði fuglaflensu, sem geisað hefur í Evrópu síðan haustið 2021, heldur áfram að breiðast út.

Talið er að yfir 58 milljónir alifugla hafi sýkst í Bandaríkjunum á síðasta ári. Fuglaflensa hefur valdið dauða ótalinna fjölda villtra fugla og miklu tjóni í alifuglarækt víða um heim.

Á vef Matvælastofnunar segir að í gildi sé hæsta viðbúnaðarstig vegna fuglaflensu hér á landi og sérstakar reglur um sóttvarnir í gildi.

Alþjóðadýraheilbrigðisstofnunin vakti nýlega athygli á að það afbrigði fuglaflensuveirunnar sem mest ber á um þessar mundir, H1N5, geti mögulega farið að aðlagast spendýrum og fólki. Um þetta er jafnframt fjallað í nýjustu stöðuskýrslu Matvælaöryggisstofnunar Evrópu um fuglaflensu þar sem segir að í þeim fuglaflensuveirum sem greinst hafa í húsdýrum og villtum spendýrum sjáist erfðafræðileg merki um aðlögun að þessum dýrum.

Dauðsfall í Kambódíu

Samkvæmt frétt á Reuters fyrir skömmu lést ellefu ára gömul stúlka í Kambódíu eftir að hafa smitast af H5N1 afbrigði fuglaflensunnar. Að minnsta kosti tólf úr nærumhverfi stúlkunnar hafa greinst með veiruna og er það í fyrsta sinn í landinu sem fuglaflensa hefur greinst í fólki.

Fuglaflensufaraldur í Bandaríkjunum

New York Times sagði frá því fyrir stuttu að fuglaflensa hefði herjað í Bandaríkjum Norður-Ameríku frá því snemma á síðasta ári og talið er að hún hafi sýkt meira en 58 milljón alifugla í 47 ríkjum, auk ótalinna villtra fugla. Flensan hefur einnig verið greind í villtum spendýrum eins og þvottabjörnum, refum, minkum og skógarbjörnum í Norður-Ameríku.

Sérfræðingar í sóttvörnum í Bandaríkjunum eru varkárir í tali þegar þeir tala um möguleg smit flensunnar í fólk og segja það sjaldgæft en mögulegt. Á sama tíma hafa þeir hvatt lyfjafyrirtæki til að hefja rannsóknir og framleiðslu á bóluefni fyrir fólk gegn fuglaflensu.

Fjöldi fólks í alifuglaeldi þar sem fuglaflensa hefur komið upp er vaktað og á einni viku komu upp 163 tilfelli sem sýndi einkenni flensunnar en aðeins einn reyndist sýktur.

Tilraunir hafa verið gerðar með bólusetningu alifugla og í gangi eru viðræður milli yfirvalda dýraheilbrigðis og fulltrúa kjúklingabænda um að bólusetja alla alifugla gegn flensunni. Andstæðingar bólusetningarinnar segja að með henni takmarki Bandaríkin möguleika sína á útflutningi alifugla og það muni draga úr tekjum framleiðendanna.

Ýtrustu sóttvarnir

Á heimasíðu Mast eru íslenskir alifuglaeigendur minntir á að gæta ýtrustu sóttvarna og tilkynna um grunsamleg veikindi eða aukningu í dauða alifugla án tafar til Matvælastofnunar. Almenningur er beðinn um að halda áfram að tilkynna um dauða og veika villta fugla til stofnunarinnar.

Þar segir að fuglaflensan hafi greinst í fjölda villtra fugla og leikið sumar tegundir mjög grátt hér á landi. Alifuglar hafa sloppið fram til þessa að undanskildum nokkrum heimilishænum á einum stað.

Miðað við hversu mikið virðist vera um fuglaflensu í villtu fuglunum er álitið að smithætta fyrir alifugla sé töluverð. Góðum sóttvörnum á stóru alifuglabúunum er án efa að þakka að smitið hafi ekki borist inn á þau.

Skylt efni: fuglaflensa

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...