Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Gömul yrki gætu verið svarið
Utan úr heimi 24. maí 2023

Gömul yrki gætu verið svarið

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ræktendur vínviðar á Spáni binda vonir við að gömul yrki sem lítið er ræktað af í dag geti komið í staðinn fyrir uppskerumeiri yrki sem flest eru á undanhaldi vegna hækkandi lofthita.

Áhugi á gömlum ræktunaryrkjum nytjaplantna, eins og til dæmis vínviði, hefur aukist í kjölfar hækkandi lofthita. Ókosturinn við nýrri yrki er að kynbætur á þeim hafa stefnt að hámarks uppskeru og stærri berjum. Hefur það leitt til þess að plönturnar hafa misst ýmsa aðra eiginleika. Kosturinn við mörg eldri yrki er að þrátt fyrir að þau gefi minna af sér
eru þau harðgerðari og þolnari fyrir breytingum á veðurfari.

Vitis vinifera

Nánast öll yrki af vínviði sem notuð eru til víngerðar eru af tegund sem kallast Vitis vinifera á latínu. Yrki V. vinifera og talin vera hátt í tíu þúsund talsins en þeirra helstu í ræktun eru Sultana, Airén, Cabernet Sauvignon, Sauvignon Blanc, Cabernet Franc, Merlot, Grenache, Tempranillo, Riesling og Chardonnay. Mörg þessara yrkja eru nú á undanhaldi.

Þrátt fyrir að bændur norðar í Evrópu líti björtum augum til þess að geta farið að rækta þessi yrki og framleiða vín eru vínviðarræktendur á Spáni og víðar í Suður-Evrópu ekki eins bjartsýnir um framtíð sína. 

Margir þeirra eru því farnir að leita að öðrum og oft gömlum yrkjum til að rækta.

Mikið áfall

Talsmaður spænskra vínviðarræktenda segir að hækkun lofthita sé það versta sem komið hafi fyrir stéttina frá því seint á 19. öld þegar til Evrópu barst frá Norður-Ameríku smáfluga sem kallast Phylloxera og lifir á rótum vínviðar. Talið er að plantan hafi borist til Evrópu
með norður-amerískum vínviði, V. labrusca, þegar gerðar voru tilraunir með að rækta hann í Frakklandi.Plöntur í Norður- Ameríku voru aðlagaðar flugunni en plöntur í Evrópu ekki. Skaðinn sem flugan olli í Evrópu var slíkur að vínrækt lagðist nánast niður um tíma. Á síðustu stundu tókst að bjarga ræktuninni með því að græða evrópskar vínviðarplöntur á rætur plantna frá Norður- Ameríku en það tók mörg ár að koma ræktuninni til fyrra horfs. Ágræðsla af þessu tagi er viðhöfð enn í dag.

Gömul yrki í Nýja heiminum

Vínviðarræktendur í Kaliforníu í Bandaríkjunum eru einnig farnir að skoða eldri yrki til ræktunar. Eitt þeirra er gamalt franskt yrki sem nánast er útdautt í heimalandi sínu og kallast Mourtaou / Cabernet Pfeffer. Það er sagt gefa af sér vínber með piparkeim. Annað gamalt yrki sem hlotið hefur uppreisn æru er Mission.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...