Býlum fækkar hratt
Mynd / Pixabay
Utan úr heimi 20. júní 2025

Býlum fækkar hratt

Höfundur: Þröstur Helgason

Á fyrsta ársfjórðungi líðandi árs var stofnað til nýs búrekstrar á 805 býlum á Bretlandi en á sama tímabili var búrekstri hætt á 1.890 býlum.

Bretar líta svo á að um sé að ræða verstu kreppu sem þarlendur landbúnaður hefur gengið í gegnum lengi en samdrátturinn er meiri þar en í nokkurri annarri atvinnugrein. Farminguk.com segir frá.

Þessar tölur þýða að fjöldi nýbýla er einungis tæplega helmingur af þeim býlum sem hætta rekstri. Í atvinnugreinum á borð við fasteignaviðskipti, fjármálaþjónustu, mennta- og heilbrigðismálum, þá eru ný fyrirtæki um það bil helmingi fleiri en þau sem leggja upp laupana.

Bankastjóri Cynergy Bank, sem tók tölurnar saman, segir að þetta séu sérlega slæmar fréttir fyrir landsbyggðina á Bretlandseyjum: „Um leið og endurnýjunin er lítil í atvinnugreininni, þá takast bændur á við aukinn kostnað í rekstri, skort á vinnuafli og yfirvofandi breytingar á lögum um erfðaskatt.“

Með þeim breytingum munu bændur ekki geta arfleitt börn sín að býlum sínum skattfrjálst lengur, nema býlin séu verðmetin undir 1 milljón sterlingspunda eða ríflega 170 milljónir kr. Býli sem kosta meira fá á sig 20% erfðaskatt.

Skylt efni: Bretland

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...