Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Úranus10081.
Úranus10081.
Fréttir 16. apríl 2018

Úranus 10081 besta nautið í árgangi 2010

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nautið Úranus 10081 frá Nautastöð Bændasamtaka Íslands var valið besta nautið í árgangi 2010 á fagþingi nautgripa­ræktarinnar.

Guðný Helga Björnsdóttir, for­maður fagráðs í nautgriparækt, afhenti Agli Gunnarssyni og Hafþóri Finnbogasyni viðurkenningu af því tilefni.

Guðmundur Jóhannes­son, ábyrgðar­maður í nautgriparækt hjá RML, fór nokkrum orðum um Úranus fyrir afhendingu verðlaunanna þar sem kom meðal annars fram að Úranus var fæddur 21. nóvember 2010 á Hvanneyri í Andakíl í Borgarfirði undan Síríus 02032 frá Leirulækjarseli og Urði 1229. Ræktendur Úranusar er Hvanneyrarbúið ehf., þá Grímshagi ehf.

Í umsögn um dætur Úranusar kemur fram að þær eru gríðarlega mjólkurlagnar en fituhlutfall í mjólk er undir meðallagi en próteinhlutfall liggur nærri því. Þetta eru stórar kýr, háfættar, boldjúpar með miklar útlögur en aðeins veika yfirlínu. Malirnar eru breiðar, eilítið hallandi og nokkuð flatar. Fótstaða er góð, bein, rétt og sterkleg. Júgurgerðin er öflug, mikil júgurfesta, áberandi júgurband og júgrin ákaflega vel borin. Spenar eru vel gerðir, hæfilega grannir og stuttir en örlítið gleitt settir. Mjaltir eru frábærar og mjög lítið er um galla í mjöltum. Skap þessara kúa er mjög gott. 

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...