Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Upphaf nýrrar heimsmyndar
Lesendarýni 13. janúar 2016

Upphaf nýrrar heimsmyndar

Parísarsamningurinn sem náðist þann 12.12 er metnaðarfullt samkomulag sem á eftir að marka upphaf nýrrar heimsmyndar þar sem sjálfbærni náttúruauðlinda verður leiðarljós mannkyns. Tímamótin eru söguleg enda einstakur atburður í heimssögunni og dagsetninguna er auðvelt að muna. 
 
Þetta er fyrsta samkomulagið þar sem öll ríki takast á við þau hættumerki sem við erum þegar farin að sjá um hlýnun jarðar og rammar inn lagalega áætlanir einstakra ríkja til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Nú þurfa öll ríki, stór sem smá, að vinna hratt og taka höndum saman um að ná markmiðinu um að tryggja að hlýnun jarðar verði vel innan við 2°C og stefna að því að halda henni innan við 1,5°C . Til að svo megi verða þarf að hlusta vel á hvað vísindin hafa fram að færa og uppfæra markmiðin á fimm ára fresti.
 
Sigrún Magnúsdóttir.
Á síðustu vikum hefur hefur mátt merkja öra þróun varðandi viðhorf stjórnvalda, fyrirtækja og einstaklinga til loftslagsmála og mikilvægi þess að takast á við vandann. Tala má um hugarfarsbreytingu í því sambandi sem leiddi til loforðs um að bæta umgengni og skyldur við móður jörð. Það var magnað að upplifa þann jákvæða anda sem ríkti á ráðstefnunni og heyra að þjóðir heims ætli að fylgja eftir sínum markmiðum. 
 
Áskorun og tækifæri
 
Ástand loftslagsmála er alvarlegt og kallar á nýja hugsun og lausnir. Vendipunktinum hefur verið náð. Framundan eru mörg óunnin verk við að þróa langtíma tæknilausnir sem fela jafnframt í sér tækifæri til hagsbóta fyrir mannkynið. Án efa munu þessi tímamót flýta tækniþróun sem stuðlar að því að nýting auðlinda verði sjálfbær. Fjölbreytt verkefni í sóknaráætlun Íslands í loftslagsmálum voru kynnt í nóvember. Þau eru skref fram á við sem miða að því að efla starf okkar í loftslagsmálum næstu árin til að standa við skuldbindingar sem er kveðið á um í Parísarsamningnum. 
 
Ísland hefur margt fram að færa í loftslagsmálum sem önnur ríki horfa gjarnan til. Mikill áhugi var á íslenskum kynningarviðburðum á loftslagsráðstefnunni í liðinni viku þar sem m.a. var fjallað um endurnýjanlega orku, landgræðslu og jökla en á þeim sviðum búum við að mikilli sérfræðiþekkingu og reynslu. Í því ljósi þarf að efla enn frekar samstarf atvinnulífs, vísinda- og rannsóknasamfélags, sveitarfélaga, félagasamtaka og almennings. 
 
Þá hefur Ísland lagt áherslu á að tekið sé tillit til kolefnisbindingar jafnt sem losunar í loftslagssamningnum og að tryggja jafnréttissjónarmið. Lítil áhersla var lögð á jafnréttismál í starfi samningsins þangað til Ísland hóf að beita sér fyrir málinu fyrir nokkrum árum. Þar erum við í fararbroddi og berum skyldu til að miðla reynslu okkar til annarra þjóða sem tryggir aðkomu beggja kynja að starfi í loftslagsmálum. Jöfn aðkoma að ákvarðanatöku er lykillinn að því að ná tökum á vandanum á heimsvísu og mun flýta fyrir raunhæfum og hvetjandi lausnum í loftslagsverkefnum. 
 
Gott skipulag einkenndi loftslagsráðstefnuna undir forystu Frakka sem eiga lof skilið fyrir trausta stjórn viðræðna og annað utanumhald. Þá hefur samninganefnd Ísland staðið í ströngu og unnið mjög gott starf síðustu misserin til að koma að og fylgja eftir áherslum Íslands. Samhugur og metnaður allra hefur átt sinn þátt í því hve vel tókst til. Fyrir það ber að þakka. 
 
Sigrún Magnúsdóttir
umhverfis-og auðlindaráðherra
Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...