Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Árósasamningurinn grundvallast á þremur meginstoðum; aðgengi almennings að upplýsingum, rétti almennings til þátttöku í málsmeðferð þegar undirbúnar eru ákvarðanir af hálfu stjórnvalda í umhverfismálum og um aðgang almennings að réttlátri málsmeðferð umhverfismála.
Árósasamningurinn grundvallast á þremur meginstoðum; aðgengi almennings að upplýsingum, rétti almennings til þátttöku í málsmeðferð þegar undirbúnar eru ákvarðanir af hálfu stjórnvalda í umhverfismálum og um aðgang almennings að réttlátri málsmeðferð umhverfismála.
Mynd / smh
Fréttir 18. júní 2025

Uppfærsla á stöðu Árósasamningsins

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur sett til kynningar í Samráðsgátt stjórnvalda drög að uppfærðri skýrslu um stöðu á innleiðingu Árósasamningsins hér á landi, sem gefur almenningi aðkomu að stjórn umhverfismála.

Árósasamningurinn var innleiddur hér á landi í lög árið 2011, en hann er í stöðugri endurskoðun. Hann á rætur sínar í samningi sem 35 ríki undirrituðu í Árósum í Danmörku árið 1998 – og þar á meðal Ísland – og er talinn vera einn mikilvægasti alþjóðlegi samningurinn þegar kemur að þátttökulýðræði í umhverfismálum. Hann er bæði lagalega bindandi og hefur sett siðferðileg viðmið – og hefur haft víðtæk áhrif á stefnumótun og lagasetningu í umhverfismálum í Evrópu.

Samningurinn grundvallast á þremur meginstoðum; aðgengi almennings að upplýsingum og í hvaða tilvikum megi hafna beiðni um aðgang að þeim, rétti almennings til þátttöku í málsmeðferð þegar undirbúnar eru ákvarðanir af hálfu stjórnvalda í umhverfismálum og aðgengi almennings að réttlátri málsmeðferð umhverfismála.

Fjórða stöðuskýrslan

Skýrslan verður fjórða stöðuskýrsla Íslands um innleiðingu samningsins. Í tilkynningu umhverfis-, orkuog loftslagsráðuneytisins kemur fram að hún verði unnin í samráði við umhverfisverndarsamtök og taki ráðuneytið einnig við öllum ábendingum frá almenningi um efni hennar.

Í drögum að uppfærðri stöðuskýrslu Íslands um Árósasamninginn er fjallað um ýmis málefni sem lúta að réttindum almennings í umhverfismálum.

Meðal helstu mála má nefna aðgengi að upplýsingum, þátttöku í ákvarðanatökuferlum, rétt almennings og félagasamtaka til að leita réttar síns, sem og viðbrögð við gagnrýni vegna tímabundinna leyfa í fiskeldi. Þá er fjallað um stuðning við umhverfissamtök, hlutdeild þeirra í stefnumótun, og áframhaldandi vinnu við að styrkja upplýsingagjöf og framkvæmd samningsins í heild.

Í umfjöllun ráðuneytisins um uppfærsluna segir að auk aðildarríkjaráðstefnu sem og ríkjafundum sem haldnir eru árlega á vettvangi samningsins, séu reknir vinnuhópar um helstu málefni samningsins.

Aðildarríkjum ber að skila aðildarríkjaskýrslu til skrifstofu samningsins á fjögurra ára fresti þar sem farið er yfir stöðu innleiðingarákvæða samningsins í viðkomandi ríki og eru skýrslurnar teknar til umræðu á næstu aðildaríkjaráðstefnu samningsins. Mikilvægt er að öll sjónarmið komi fram í skýrslunni sem nú er unnið að, bæði sjónarmið stjórnvalda, almennings og félagasamtaka sem nýta sér þann rétt sem aðild að samningnum veitir.

Tekið verður við athugasemdum og ábendingum í Samráðsgáttinni til og með 30. júní næstkomandi.

Skylt efni: Árósasamningurinn

Fæðuöryggi byggir á alþjóðaviðskiptum
Fréttir 5. desember 2025

Fæðuöryggi byggir á alþjóðaviðskiptum

Torfi Jóhannesson, ráðgjafi hjá Nordic Insights, er höfundur skýrslu um neyðarbi...

Matvæli hluti af þjóðaröryggi
Fréttir 5. desember 2025

Matvæli hluti af þjóðaröryggi

Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands skilaði fyrir skemmstu af sér til...

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...