Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Mána og Presti var vel fagnað af áhorfendum að úrslitum loknum.
Mána og Presti var vel fagnað af áhorfendum að úrslitum loknum.
Mynd / wcicelandichorses2017
Fréttir 12. ágúst 2017

Ungir heimsmeistarar í hestaíþróttum

Höfundur: GHP

Ungu knaparnir íslenska landsliðsins hafa verið að slá í gegn á heimsmeistara móti íslenska hestsins sem fram fer í Oirscot í Hollandi.

Á fimmtudag sigraði Konráð Valur Sveinsson gæðingaskeið ungmenna og í dag bættust tvö gull við til íslenska landsliðsins.

Gústaf Ásgeir Hinriksson og Pistill frá Litlu-Brekku sigruðu í fjórgangi. Þeir komu inn í úrslit í efsta sæti og héldu því allt til loka. Önnur varð Filippa Helltén frá Svíþjóð og Máni frá Galtanesi og samlanda hennar Yrsa Danielsson og Hector från Sundsby voru þriðju.

Gústaf Ásgeir og Pistill sigruðu fjórgangskeppni ungmenna. Mynd/Jacco Suijkerbuijk

Aðeins þrjú ungmenni kláruðu úrslit fjórgangsins. Annar fulltrúi íslenska landsliðsins, Anna Bryndís Zingsheim þurfti að hætta keppni eftir að hryssan hennar, Náttrún vom Forstwald , missti skeifu. Olivia Ritschel og Alvar frá Stóra-Hofi frá Þýskalandi hætti einnig keppni þegar ungmennin sýndu brokk.

Eins fóru Máni Hilmarsson og Prestur frá Borgarnesi alla leið í úrslitum fimmgangs ungmenna. Þeir tryggðu sér sigur með því að hljóta langhæstu einkunn keppenda fyrir skeið. Í öðru sæti varð Sasha Sommer og Kommi fra Enighed frá Danmörku og Elsa Teverud frá Svíþjóð og Bíða frá Ríp urðu þriðju.

Á morgun fara fram A-úrslit í öllum hringvallargreinum fullorðinna. Bein útsending er frá hestaveislunni á vefsíðunni oz.com

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...