Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Undarlegar yfirlýsingar þingmanns
Fréttir 12. janúar 2015

Undarlegar yfirlýsingar þingmanns

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins fjallaði nokkuð um landbúnaðinn í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í gær. Þar komu fram ýmsar rangfærslur sem Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segir nauðsynlegt að leiðrétta.

Þingmaðurinn hélt því m.a. fram í útvarpsþættinum að hlutur landbúnaðar í landsframleiðslu hafi verið hálft til eitt prósent árið 2013. Sindri segir þetta ekki rétt því samkvæmt gögnum Hagstofunnar, hafi hlutur landbúnaðar verið 1,2%.

„Framleiðsluverðmæti landbúnaðarins sama ár var 51,6 milljarðar króna. Framleiðsluverðmæti er án vörutengdra styrkja s.s. beingreiðslna. Það eru rúmar 140 milljónir á dag - alla daga ársins. Samkvæmt gögnum Hagstofunnar starfa 4.700 við landbúnað. Rannsóknir benda til þess að með afleiddum störfum starfi meira en 12.000 manns við landbúnað eða tengdar greinar. Ekki er gott að segja að hvaðan þingmaðurinn fær þá tölu að 97% tekna sauðfjárbænda, eftir að búið er að greiða breytilega kostnað, komi af beingreiðslum. Enda vitnaði hann ekki til neinna heimilda í viðtalinu og var ekki spurður um þær. Í Hagreikningum landbúnaðarins sem Hagstofan tekur saman má hinsvegar sjá að af heildartekjum meðalsauðfjárbús koma 39.5% af beingreiðslum eða öðrum framleiðslustyrkjum. Sambærilegt hlutfall hjá meðalkúabúi er 31,2%.

Sérkennilegur málflutningur

„Það eru óneitanlega fréttir ef innlend matvælaframleiðsla er hætt að skipta máli," segir Sindri. „Þetta er í meira lagi sérkennilegur málflutningur hjá þingmanninum, enda eru orð hans hvorki í samræmi við opinbera stefnu Sjálfstæðisflokksins, né heldur stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar. Þvert á móti eru í stjórnarsáttmálanum tillögur um að efla íslenskan landbúnað og matvælaframleiðsluna í heild."

Landbúnaðurinn skiptir sannarlega miklu máli

Sindri segir ennfremur að það hafi alltaf legið fyrir að íslenskur landbúnaður nyti stuðnings úr sameiginlegum sjóðum landsmanna og mikils velvilja meðal almennings. „Stuðningurinn nýtist fyrst og fremst til að lækka verð til neytenda. Ef hans nyti ekki við þyrfti verð afurðanna einfaldlega að vera hærra. Það hefur tekist vel að halda því lágu miðað við að matvælaverð hérlendis er það lægsta á Norðurlöndum ef marka má kannanir Hagstofu Evrópusambandsins (Eurostat). Landbúnaðurinn skiptir því svo sannarlega miklu máli fyrir Íslendinga."

Fresta banni við endurnýtingu
Fréttir 21. maí 2024

Fresta banni við endurnýtingu

Bændum verður heimilt að endurnýta örmerki í sláturtíð 2024 og nota þau til 1. n...

Stjórnvaldssekt staðfest
Fréttir 20. maí 2024

Stjórnvaldssekt staðfest

Bændur á Vesturlandi telja jafnræðis ekki hafa verið gætt þegar Matvælastofnun (...

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...