Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Undanþágur veittar en mikilvægt að leysa kjaradeilu ríkis og BHM
Fréttir 27. apríl 2015

Undanþágur veittar en mikilvægt að leysa kjaradeilu ríkis og BHM

Höfundur: smh

Bændasamtök Íslands fagna því að undanþágunefnd BHM hafi síðastliðinn föstudag samþykkt að veita undanþágur frá verkfalli dýralækna, svo að alifuglaslátrun gæti farið fram.

Í tilkynningu frá BÍ kemur fram að samtökin líti svo á að með þessu hafi verið brugðist við þeim alvarlega dýravelferðarvanda sem kominn var upp í alifuglaræktinni, þar sem slátrun verður að fara fram jafnt og þétt. Sé það ekki gert verður á skömmum tíma of þröngt í eldishúsum fuglanna, sjúkdómahætta eykst verulega og almennri velferð dýranna er hætta búin.  Sambærileg staða kemur upp í svínarækt strax í þessari viku, en engar undanþágur hafa verið veittar í þeirri grein. Frá upphafi verkfalls hafa sláturleyfishafar sótt um undanþágur á grundvelli dýravelferðar, eins og skýrt kemur fram i umsóknum sem liggja fyrir hjá Matvælastofnun.

En þó svo að undanþága sé veitt fyrir slátrun má ekki að svo stöddu setja vörurnar á markað heldur eingöngu í frystingu. Slátrun án markaðssetningar þýðir að bændur fá ekki greitt fyrir afurðir sínar. Slíkt leiðir fljótt til mikils vanda í rekstri búanna og veldur þeim verulegu og óafturkræfu tjóni, hvern einasta dag sem verkfallið stendur.

Bændasamtökin leggja því þunga áherslu á að deiluaðilar gangi til samninga sem allra fyrst. Vandinn vex með hverjum deginum sem verkfallið stendur og getur valdið óbætanlegu tjóni fyrir íslenskan landbúnað ef það dregst á langinn,“ segir ennfremur í tilkynningunni.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...