Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Undanþágubeiðnum um slátrun hafnað – væntanlega teknar fyrir aftur í dag
Fréttir 21. apríl 2015

Undanþágubeiðnum um slátrun hafnað – væntanlega teknar fyrir aftur í dag

Höfundur: smh

Fjóra beiðnir um undanþágu bárust í gær frá bændum vegna verkfalls dýralækna sem hófst í gær. Þrjár umsóknir bárust frá alifuglabændum og ein frá svínabúi. Tveimur umsóknum frá alifuglabændum og umsókninni frá svínabúinu var hafnað á þeim forsendum að fullnægjandi upplýsingar hefðu ekki fylgt umsóknunum.

Fresta þurfti afgreiðslu á umsókn frá einu alifuglabúi þangað til í dag.

Á meðan verkfall stendur yfir er ekki hægt að slátra og kemur það verst niður á alifugla- og svínabændum, þar sem fljótlega fer að þrengjast um gripina á búunum.

„Ég á nú von á því að umsóknirnar frá alifuglabúunum fari allar aftur til umfjöllunar í dag, en þær viðbótarupplýsingar sem óskað var eftir frá svínabúinu hafa ekki borist ennþá,“ segir Jón Gíslason, forstjóri Matvælastofnunar sem er undanþeginn verkfalli líkt og Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir.

Í undanþágunefndum sitja tveir fulltrúar frá hvorum deiluaðila; dýralæknafélaginu og ríkinu. Til að undanþága sé heimiluð verða fulltrúarnir báðir að vera samþykkir.

Jón segir að ein umsókn um undanþágu hafi einnig borist Félagi íslenskra náttúrufræðinga, vegna innflutnings á lífrænum vörnum og fræjum – til nota í garðyrkju – en henni hafi verið hafnað og það sé endanleg ákvörðun.

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...