Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Umsóknarfrestur um styrki til varna gegn landbroti framlengdur
Fréttir 27. janúar 2015

Umsóknarfrestur um styrki til varna gegn landbroti framlengdur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Áður auglýstur umsóknarfrestur um styrki til varna gegn landbroti er nú framlengdur til 20. febrúar 2015. Landgræðsla ríkisins auglýsir eftir umsóknum um styrki til varna gegn landbroti.

Um er að ræða styrki sem veittir eru til slíkra verkefna skv. lögum nr. 91/2002 um varnir gegn landbroti.

Styrkirnir eru veittir til hvers konar verkefna til varnar því að vatnsföll eyði mannvirkjum eða gangi á gróið land. Við forgangsröðun verkefna er m.a. höfð hliðsjón af verðmæti þeirra mannvirkja eða lands sem landbrot ógnar. Umsóknarfrestur er framlengdur til 20. febrúar 2015.

Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar eru á heimasíðu Landgræðslunnar, www.land.is , en einnig er hægt að hafa samband við Landgræðsluna í Gunnarsholti, sími 488 3000 og verkefnastjóra Varna gegn landbroti Sigurjón Einarsson í síma 8560432.

Umsóknum skal skila til Landgræðslu ríkisins, Gunnarsholti, 851 Hella eða á netfangið land@land.is.
 

Skylt efni: Landgræðsla | landbrot

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...