Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Umræða um egg frá búr­hænum á villigötum
Fréttir 15. september 2016

Umræða um egg frá búr­hænum á villigötum

Höfundur: ehg /landrugsavisen
Undanfarið hafa skapast heitar umræður í Danmörku milli fagfólks annars vegar og verslanakeðja hins vegar um heilnæmi eggja frá búrhænum og nú ber svo við að verslanarisinn REMA 1000 ásamt fleiri verslanakeðjum munu eingöngu selja egg frá lausagönguhænum frá og með 2018. 
 
Þykja mörgum að verslanakeðjurnar hreinlega ásæki bændur með búrhænur og er fagfólk margt hvert hneykslað á umræðunni því ýmis vandamál geta fylgt rekstri með lausagönguhænur. 
 
Fleiri greinar og fréttir hafa birst vegna þessarar umræðu í Danmörku upp á síðkastið og er nú svo komið að fagfólk kallar eftir upplýstari umræðu um muninn á því að halda búrhænur og lausagönguhænur. Nú hefur dagvöruverslunin þar í landi gefið út að eftir 2020 muni ekki verða mögulegt að kaupa egg búrhænsna í matvöruverslunum. 
 
Varúðarráðstafanir mikilvægar
 
Landbrugsavisen skrifaði um málefnið á dögunum og vitnar í Jens Peter Christensen, lektor við Kaupmannahafnarháskóla, sem er sérfræðingur í fiðurfjársjúkdómum. Jens segir skýrt að ekki sé hægt að tala um að ein framleiðsluaðferð sé betri en önnur; „Dýravelferð er ekki eingöngu sólarljós og rými heldur einnig varúðarráðstafanir til að koma í veg fyrir sjúkdóma og háa dánartíðni.“ Það er einmitt há dánartíðni sem er ein af áskorununum hjá framleiðendum með lausagönguhænur og einnig í lífrænni ræktun. Þegar hænurnar eru frjálsar er hætta á að þær komist í snertingu við rándýr og þar af leiðandi sníkjudýr sem er líklegra að geti gerst til dæmis í lífrænni ræktun en þegar um búrhænsni er að ræða. Að auki er sú tilhneiging að kroppa í hver aðra og jafnvel drepa þær veikustu í hópnum útbreitt vandamál í lausagöngu. 
 
Þarf að upplýsa neytendur
 
Jens leggur enn fremur áherslu á að upplýsa þurfi neytendur sem vita ekki alltaf hvað hugtökin þýða eða hvernig hver og ein ræktun fer fram. Það sé ljóst að hærra verð fáist fyrir egg lausagönguhænsna og í lífrænni ræktun en að sú staðreynd megi ekki koma niður á vali neytenda.

Skylt efni: eggjabú | búrhænur | varphænur

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...