Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Umhverfismál og ásýnd lands er eitthvað sem öllum kemur við
Mynd / HLJ
Fréttir 13. apríl 2018

Umhverfismál og ásýnd lands er eitthvað sem öllum kemur við

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Flestum er annt um sitt nánasta umhverfi og ásýnd landsins. Á undanförnum dögum og vikum hefur verið töluverð umræða um mikinn átroðning ferðamanna á nokkrum vinsælum ferðamannastöðum, svo mikinn átroðning að á sumum stöðum hefur verið brugðið á það ráð að loka fyrir allt aðgengi að stöðum fyrir gangandi á meðan frost er að fara úr jörðu. 
 
Ljótar myndir hafa verið birtar af svæðum þar sem fólk hefur gengið á viðkvæmum gróðri fyrir utan göngustíga og skilið eftir ljót sár og drullusvað sökum yfirálags á svæðum þar sem göngustígar eru ekki gerðir fyrir mikið álag á meðan frostið er að fara úr stígunum.
 
Íslenskir stígar oft eingöngu til notkunar á besta tíma ársins
 
Í Bændablaðinu fimmtudaginn 24. janúar 2013 var viðtal við Tom M. Crimmins sem staddur var hér á landinu á vegum nokkurra útivistarfélaga að halda fyrirlestra um stjórnun og notkun vegslóða utan alfaraleiða.
 
Tom M. Crimmins gaf út bók í samstarfi við vegagerð og útivistarfélög um leiðbeiningar á gerð stíga og vegslóða í Bandaríkjunum, en bókin ber heitið  Management Guidelines for Off-Highway Vehicle Recreation. Í bókinni er farið ítarlega yfir stíga og slóðagerð á viðkvæmum stöðum yfir allar gerðir slóða allt frá einstigi upp í vegi sem eru allt að 50 tommur á breidd (sambærileg breidd og á reiðstígum). Við lestur á þessari bók er margt fræðandi sem kemur víða við samanber jarðveg, halla og lögun slóðanna við byggingu til að viðhald eftir byggingu sé sem minnst eða ekkert.
 
Slæmt ástand stíga á vorin hefur lengi verið vandamál
 
Það hefur í gegnum árin ekki þótt ástæða til að loka fyrir umferð á viðkvæm svæði þrátt fyrir aurbleytu, snjó og krapa á mörgum göngustígum við helstu náttúruperlur Íslands þótt full ástæða hefði verið á lokunum. 
 
Allt frá því að fyrstu vegir voru gerðir af vegagerðinni hefur á hverju vori verið auglýstar lokanir vegna aurbleytu á þjóðvegum landsins. Annað hefur gegnt um göngustíga, en það er eins og að allt þurfi að fara í drullusvað til þess að gripið sé til lokana á göngustígum. Sem dæmi að í byrjun júní fyrir tveim árum kom ég að Dettifossi. 
 
Aðkoman var algjörlega til skammar og hefði átt að vera lokað fyrir alla gangandi umferð þar. Þrátt fyrir það voru hundruð manna að ganga að fossinum. Ekki var gengið eftir göngustígnum heldur höfðu landverðir merkt leiðir utan göngustíganna til að beina fólki frá verstu drullunni. Skammarleg framkvæmd sem stóð yfir af landverði íklæddum stígvélum vaðandi drulluna berjandi niður  ljót rauðmáluð prik sem engan veginn pössuðu í umhverfið þarna, en smá ábending frá mér til landvarða við Dettifoss: Endilega kynnið ykkur ofannefnda bók eftir Tom M. Crimmins (samkvæmt þeirri bók er ekki mikið verk og kostnaðarsamt að lagfæra þennan göngustíg til frambúðar).
 
Flott fordæmi 
 
Fyrir nokkrum dögum sá ég auglýsingu í Fréttablaðinu frá Ferða- og Útivistarfélaginu Slóðavinum þar sem félagsmenn eru hvattir til að snúa við á vegslóðanum ef þeir verða varir við aurbleytu á veginum sem er verið að aka nú á vormánuðum. Hreint frábært framtak hjá þessu útivistarfélagi og vonandi taka fleiri þetta til sín. 
 
Persónulega hefur mér alltaf fundist sá sem snýr við á blautum vegi vera mun meiri en sá sem áfram heldur með tilheyrandi skemmdum og eyðileggingu á slóðanum. Náttúra Íslands er engu lík og við eigum skemmtilegustu vegslóða í heimi. Verum skynsöm og eigum bæði vegslóðana og fallegu náttúruna aðeins lengur með því að sýna skynsemi.  
Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum
Fréttir 27. nóvember 2023

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum

Nýtt fagstaðlaráð hefur verið stofnað undir hatti Staðlaráðs Íslands. Það verður...

Rauðþörungar í fóðri gætu dregið mjög úr metanlosun nautgripa
Fréttir 24. nóvember 2023

Rauðþörungar í fóðri gætu dregið mjög úr metanlosun nautgripa

Iðragerjun nautgripa er aðalástæðan fyrir illu orðspori nautgriparæktar í loftsl...

Verðmæti hrossakjöts
Fréttir 24. nóvember 2023

Verðmæti hrossakjöts

Útflutningsverðmæti hrossakjöts á fyrstu níu mánuðum ársins 2023 eru orðin hærri...

Of mikið framboð var af innlendu blómkáli yfir of stuttan tíma
Fréttir 23. nóvember 2023

Of mikið framboð var af innlendu blómkáli yfir of stuttan tíma

Að undanförnu hafa heyrst raddir garðyrkjubænda sem ýmist ætla að hætta blómkáls...

Heimilt að hlífa gripum með verndandi arfgerðir og mögulega verndandi arfgerðir
Fréttir 22. nóvember 2023

Heimilt að hlífa gripum með verndandi arfgerðir og mögulega verndandi arfgerðir

Í nýrri skýrslu sérfræðingahóps eru lagðar til útfærslur á aðgerðum gegn riðuvei...

Verður í sögulegu hámarki á næsta ári
Fréttir 22. nóvember 2023

Verður í sögulegu hámarki á næsta ári

Heildargreiðslumark mjólkur verður í sögulegu hámarki á næsta ári samkvæmt nýleg...

Áskorun frá Skagfirðingum
Fréttir 22. nóvember 2023

Áskorun frá Skagfirðingum

Byggðarráð og Búnaðar­samband Skagfirðinga fagna nýskipuðum starfs­hópi um fjárh...

Arfhreinn ARR-hrútur í fyrsta sinn á sæðingastöð
Fréttir 21. nóvember 2023

Arfhreinn ARR-hrútur í fyrsta sinn á sæðingastöð

Hrútaskrá 2023-­2024 er komin út á stafrænu formi. Hún er aðgengileg á vef Ráðgj...