Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Umferðin á Hringvegi jókst um tæp 4% í ágúst
Mynd / BBL
Fréttir 26. september 2018

Umferðin á Hringvegi jókst um tæp 4% í ágúst

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Umferð um Hringveg jókst um 3,8% í ágústmánuði og stefnir allt í að umferð muni aukast um tæp 4% þegar horft er til ársins í heild. 
 
Það er svipað og meðaltalsaukning á hverju heilu ári frá árinu 2005, en langt frá þeirri aukningu í umferð sem var á liðnu ári, 2017, þegar aukningin nam tæpum 11%. Útlit er því fyrir að verulega dragi úr umferðaraukningu í ár. 
 
 
Rúmlega 14% aukning umferðar um Mývatnsheiði
 
Umferðin í nýliðnum ágústmánuði, um 16 lykilteljara Vegagerðarinnar á Hringvegi, jókst um 3,8% miðað við sama mánuð á síðasta ári.  Umferð jókst á öllum svæðum nema á Suðurlandi en mældan samdrátt á því svæði má líkast til skrifa á viðgerðir á Ölfusárbrú og malbikunarframkvæmdir á Hellisheiði. Mest jókst umferð um Norðurland, eða um 6,6%. Mesta aukning á einstaka stöðum var um Mývatnsheiði, eða aukning um 14,4%.
 
Það sem af er ári hefur umferðin nú vaxið um 4,1% miðað við sama tímabil á síðasta ári. Mest hefur umferðin aukist um Suðurland, eða um 7,9% en minnst um Vesturland, eða um 2,5%.
 
Nú stefnir í að umferðin geti aukist um tæp 4% miðað við árið 2017. Búist er við því að aukningin verði mest á Austurlandi, eða um 6% en minnstri aukningu er spáð á Norðurlandi, eða um 2%, að því er fram kemur í frétt á vef Vegagerðarinnar. 

Skylt efni: Hringvegurinn | umferð | Ferðamenn

Vilja flytja út færeysk hross
Fréttir 6. júní 2023

Vilja flytja út færeysk hross

Til þess að bjarga færeyska hrossastofninum frá aldauða hefur komið til skoðunar...

Árlegt rit Sögufélags Eyfirðinga komið út
Fréttir 5. júní 2023

Árlegt rit Sögufélags Eyfirðinga komið út

Sögufélag Eyfirðinga var stofnað árið 1971 með það fyrir augum að safna, skipule...

Framtíð jarðvangs hangir á bláþræði
Fréttir 5. júní 2023

Framtíð jarðvangs hangir á bláþræði

Sveitarfélögin á Suðurlandi geta ekki rekið Kötlu jarðvang án þátttöku ríkisins ...

Enginn tannlæknir á Hvolsvelli lengur
Fréttir 5. júní 2023

Enginn tannlæknir á Hvolsvelli lengur

Íbúar á Hvolsvelli og í sveitunum þar í kring eru nú án tannlæknis.

Innlit í kjúklingabú
Fréttir 2. júní 2023

Innlit í kjúklingabú

Kjúklingabændurnir Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvar Guðni Ingimundarson á Vatns...

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda
Fréttir 2. júní 2023

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda

Sauðfjárbóndinn Jónas Þórólfsson og kjötiðnaðarmeistarinn Rúnar Ingi Guðjónsson ...

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum
Fréttir 1. júní 2023

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum

Nýstárleg tilraun var gerð við ósa Haffjarðarár síðasta sumar, þegar fuglavarnar...

Fjölgun nema í kjötiðn
Fréttir 1. júní 2023

Fjölgun nema í kjötiðn

Rúnar Ingi Guðjónsson segist finna fyrir mjög miklum áhuga hjá ungu fólki að lær...