Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Umferðin á Hringvegi jókst um tæp 4% í ágúst
Mynd / BBL
Fréttir 26. september 2018

Umferðin á Hringvegi jókst um tæp 4% í ágúst

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Umferð um Hringveg jókst um 3,8% í ágústmánuði og stefnir allt í að umferð muni aukast um tæp 4% þegar horft er til ársins í heild. 
 
Það er svipað og meðaltalsaukning á hverju heilu ári frá árinu 2005, en langt frá þeirri aukningu í umferð sem var á liðnu ári, 2017, þegar aukningin nam tæpum 11%. Útlit er því fyrir að verulega dragi úr umferðaraukningu í ár. 
 
 
Rúmlega 14% aukning umferðar um Mývatnsheiði
 
Umferðin í nýliðnum ágústmánuði, um 16 lykilteljara Vegagerðarinnar á Hringvegi, jókst um 3,8% miðað við sama mánuð á síðasta ári.  Umferð jókst á öllum svæðum nema á Suðurlandi en mældan samdrátt á því svæði má líkast til skrifa á viðgerðir á Ölfusárbrú og malbikunarframkvæmdir á Hellisheiði. Mest jókst umferð um Norðurland, eða um 6,6%. Mesta aukning á einstaka stöðum var um Mývatnsheiði, eða aukning um 14,4%.
 
Það sem af er ári hefur umferðin nú vaxið um 4,1% miðað við sama tímabil á síðasta ári. Mest hefur umferðin aukist um Suðurland, eða um 7,9% en minnst um Vesturland, eða um 2,5%.
 
Nú stefnir í að umferðin geti aukist um tæp 4% miðað við árið 2017. Búist er við því að aukningin verði mest á Austurlandi, eða um 6% en minnstri aukningu er spáð á Norðurlandi, eða um 2%, að því er fram kemur í frétt á vef Vegagerðarinnar. 

Skylt efni: Hringvegurinn | umferð | Ferðamenn

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði
Fréttir 21. janúar 2022

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur um nokkurt skeið unnið að því að koma til móts...

Gat á sjókví í Reyðarfirði
Fréttir 21. janúar 2022

Gat á sjókví í Reyðarfirði

Matvælastofnun barst tilkynning frá Löxum Fiskeldi fimmtudaginn 20. janúar um ga...

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 20. janúar 2022

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum

„Við erum hvergi nærri hætt með okkar uppbyggingu, en stefnan er að íbúar í svei...

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra
Fréttir 19. janúar 2022

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra

Rangárþing ytra efndi nýlega til slagorðakeppnis um slagorð fyrir sveitarfélagið...

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar
Fréttir 19. janúar 2022

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar

Samningur um smíði á 1.100 fermetra viðbyggingu við Flug­stöðina á Akureyri var ...

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár
Fréttir 19. janúar 2022

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár

Hjalti Pálsson frá Hofi, ritstjóri og aðalhöfundur Byggðasögu Skagafjarðar, skil...

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi
Fréttir 19. janúar 2022

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur skipað starfshóp um raforkuöryggi....

Ný reglugerð um velferð alifugla
Fréttir 19. janúar 2022

Ný reglugerð um velferð alifugla

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð um velferð alifu...