Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Umferðin á Hringvegi jókst um tæp 4% í ágúst
Mynd / BBL
Fréttir 26. september 2018

Umferðin á Hringvegi jókst um tæp 4% í ágúst

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Umferð um Hringveg jókst um 3,8% í ágústmánuði og stefnir allt í að umferð muni aukast um tæp 4% þegar horft er til ársins í heild. 
 
Það er svipað og meðaltalsaukning á hverju heilu ári frá árinu 2005, en langt frá þeirri aukningu í umferð sem var á liðnu ári, 2017, þegar aukningin nam tæpum 11%. Útlit er því fyrir að verulega dragi úr umferðaraukningu í ár. 
 
 
Rúmlega 14% aukning umferðar um Mývatnsheiði
 
Umferðin í nýliðnum ágústmánuði, um 16 lykilteljara Vegagerðarinnar á Hringvegi, jókst um 3,8% miðað við sama mánuð á síðasta ári.  Umferð jókst á öllum svæðum nema á Suðurlandi en mældan samdrátt á því svæði má líkast til skrifa á viðgerðir á Ölfusárbrú og malbikunarframkvæmdir á Hellisheiði. Mest jókst umferð um Norðurland, eða um 6,6%. Mesta aukning á einstaka stöðum var um Mývatnsheiði, eða aukning um 14,4%.
 
Það sem af er ári hefur umferðin nú vaxið um 4,1% miðað við sama tímabil á síðasta ári. Mest hefur umferðin aukist um Suðurland, eða um 7,9% en minnst um Vesturland, eða um 2,5%.
 
Nú stefnir í að umferðin geti aukist um tæp 4% miðað við árið 2017. Búist er við því að aukningin verði mest á Austurlandi, eða um 6% en minnstri aukningu er spáð á Norðurlandi, eða um 2%, að því er fram kemur í frétt á vef Vegagerðarinnar. 

Skylt efni: Hringvegurinn | umferð | Ferðamenn

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...