Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Umferðin á Hringvegi jókst um tæp 4% í ágúst
Mynd / BBL
Fréttir 26. september 2018

Umferðin á Hringvegi jókst um tæp 4% í ágúst

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Umferð um Hringveg jókst um 3,8% í ágústmánuði og stefnir allt í að umferð muni aukast um tæp 4% þegar horft er til ársins í heild. 
 
Það er svipað og meðaltalsaukning á hverju heilu ári frá árinu 2005, en langt frá þeirri aukningu í umferð sem var á liðnu ári, 2017, þegar aukningin nam tæpum 11%. Útlit er því fyrir að verulega dragi úr umferðaraukningu í ár. 
 
 
Rúmlega 14% aukning umferðar um Mývatnsheiði
 
Umferðin í nýliðnum ágústmánuði, um 16 lykilteljara Vegagerðarinnar á Hringvegi, jókst um 3,8% miðað við sama mánuð á síðasta ári.  Umferð jókst á öllum svæðum nema á Suðurlandi en mældan samdrátt á því svæði má líkast til skrifa á viðgerðir á Ölfusárbrú og malbikunarframkvæmdir á Hellisheiði. Mest jókst umferð um Norðurland, eða um 6,6%. Mesta aukning á einstaka stöðum var um Mývatnsheiði, eða aukning um 14,4%.
 
Það sem af er ári hefur umferðin nú vaxið um 4,1% miðað við sama tímabil á síðasta ári. Mest hefur umferðin aukist um Suðurland, eða um 7,9% en minnst um Vesturland, eða um 2,5%.
 
Nú stefnir í að umferðin geti aukist um tæp 4% miðað við árið 2017. Búist er við því að aukningin verði mest á Austurlandi, eða um 6% en minnstri aukningu er spáð á Norðurlandi, eða um 2%, að því er fram kemur í frétt á vef Vegagerðarinnar. 

Skylt efni: Hringvegurinn | umferð | Ferðamenn

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...