Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Stóraukin sojaræktun er meginástæða fyrir eyðingu regnskóga Brasilíu. Um 80% af soja sem ræktað er á Amason-svæðinu fer til dýraeldis en annað til sojaolíugerðar og manneldis. Um 24–25 milljónir hektara eru sagðir fara undir sojarækt á Amasonsvæðinu, sem
Stóraukin sojaræktun er meginástæða fyrir eyðingu regnskóga Brasilíu. Um 80% af soja sem ræktað er á Amason-svæðinu fer til dýraeldis en annað til sojaolíugerðar og manneldis. Um 24–25 milljónir hektara eru sagðir fara undir sojarækt á Amasonsvæðinu, sem
Mynd / BioMar
Fréttir 25. febrúar 2020

Um 70% af innflutningi Dana á soja ógnar regnskógum

Höfundur: ehg - landbrugsavisen
Ný skýrsla frá háskólanum í Kaupmannahöfn sýnir að Danir flytja inn um 70% af hefðbundnu soja sem er ekki vottað til Danmerkur til dýraeldis en nú fá kaupendur þess skýr skilaboð þar í landi um að þeir verði að breyta til í skipulagi sínu því soja sem flutt er til landsins ógnar regnskógum heimsins. Einungis 20% þess soja sem flutt er inn til Danmerkur er vottað. 
 
„Neytendur hafa óskað eftir sjálfbærari framleiðslu á matvörum, eins og kaffi og kakó, og hafa matvælaframleiðendur og kaupendur farið fram á að bæta framleiðslu á pálmaolíu til ábyrgari vegar. Nú er hins vegar mikill áhugi á og krafa um að það sama gerist þegar kemur að soja,“ segir lektor og höfundur skýrslunnar, Aske Skovmand Bosselmann. Að hans sögn er líklegt að stór hluti þess soja sem Danmörk flytur inn komi frá regnskógum sem sífellt verða fyrir barðinu á nútímakröfum eins og í Brasilíu. Þau þrjú hundruð þúsund tonn af soja sem Danmörk flytur inn í gegnum RTRS-samninga er í raun ekki vitað með fullvissu hvaðan koma. Vegna skorts á rekjanleika er erfitt að vita um upphaf þess soja sem flutt er inn til landsins. Margir kostir eru þó við samningana sem notast er við, eins og að þeir tryggja að framleiðendur fái réttar greiðslur og komið er í veg fyrir háan flutningskostnað. 

Skylt efni: regnskógar | soja | Danmörk

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...