Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Slæm einkenni spóluhnýðissýkingar í tómötum.
Slæm einkenni spóluhnýðissýkingar í tómötum.
Fréttir 3. nóvember 2017

Tvennskonar veirusmit í tómatarækt á skömmum tíma

Höfundur: Vilmundur Hansen

Staðfest hefur verið tvennskonar veirusmit í tómötum hér á landi á skömmum tíma. Í seinna tilfellinu er um að ræða veirung sem kallast Potato spindle tuber viroid eða spóluhnýðissýking sem getur smitast í kartöflur.

Eins og greint hefur verið frá í Bændablaðinu kom fyrr í haust upp veirusýking í tómötum sem kallast Pepino mósaík vírus og sú sú sýking staðfest á flestum tómatabýlum á Suðurlandi.

Staðfest er að önnur sýking Potato spindle tuber viroid hafi verið greind á tómatabýli á Suðurlandi. Potato spindle tuber viroid getur lagst bæði á tómata og kartöflur en Pepino mósaík vírus er bundinn við tómata.

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins greindist PSTV sýkingin nánast fyrir tilviljun við athugun á smiti vegna PMV. Hvorug sýkingin er hættuleg mönnum. 

 

Yfirlýsing frá Matvælastofnun

Matvælastofnun hefur verið upplýst um tilkynningaskyldan plöntusjúkdóm sem greinst hefur í tómatrækt hérlendis. Sjúkdómurinn nefnist Potato spindle tuber viroid, spóluhnýðissýking, og er um veirung að ræða.

Veirungurinn leggst á kartöflur og tómata og getur valdið afföllum í ræktun. Veirungurinn er hvorki skaðlegur mönnum né dýrum.

Einkenni sýkingar í tómatrækt geta verið mismunandi og fer alvarleiki eftir sýkingarafbrigði. Í sumum tilfellum eru engin einkenni. Einkenna verður yfirleit fyrst vart í efri hluta plöntu þar sem lauf verða gulleit með brúnleitum flekkjum á meðan stærri æðar plöntunnar haldast skærgrænar. Vöxtur laufblaða getur einnig verið takmarkaður. Einkenni geta líka birst á ávöxtum en sýktir ávextir geta verið litlir, dökkgrænir, harðir og vöxtur afbrigðilegur.

Veirungurinn dreifist gjarnan með snertingu og er besta vörnin fólgin í auknu hreinlæti og sóttvörnum. Matvælastofnun beinir því til tómatræktenda að gæta fyllstu varúðar varðandi mögulegt smit og efla sóttvarnir til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu. Jafnframt beinir Matvælastofnun því til kartöfluræktenda að gæta að mögulegu krosssmiti frá einstaklingum og aðföngum sem borið gætu smit úr tómatrækt.

Aðgerðir Matvælastofnunar vegna veirusýkinga í tómatrækt fela í sér leiðbeiningar um sóttvarnir við ræktun, tilmæli um nauðsynleg skref í sóttvörnum, skipulagða rannsókn á sýnum til að greina mögulega sjúkdóma í ræktun auk kortlagningu og greiningu á útbreiðslu.

Matvælastofnun hefur birt leiðbeiningar um hvernig koma skal á sóttvörnum í ræktun og hvetur stofnunin alla ræktendur til að innleiða sem flesta þætti leiðbeininganna eins og fljótt og auðið er.

Atvinnu- og Nýsköpunarráðuneytið mun á næstunni birta reglugerð í Stjórnartíðindum þar sem fjallar er um málið. Hér að neðan má sjá reglugerðina. Matvælastofnun hvetur alla sem málið varðar til að kynna sér reglugerðina.

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...