Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Slæm einkenni spóluhnýðissýkingar í tómötum.
Slæm einkenni spóluhnýðissýkingar í tómötum.
Fréttir 3. nóvember 2017

Tvennskonar veirusmit í tómatarækt á skömmum tíma

Höfundur: Vilmundur Hansen

Staðfest hefur verið tvennskonar veirusmit í tómötum hér á landi á skömmum tíma. Í seinna tilfellinu er um að ræða veirung sem kallast Potato spindle tuber viroid eða spóluhnýðissýking sem getur smitast í kartöflur.

Eins og greint hefur verið frá í Bændablaðinu kom fyrr í haust upp veirusýking í tómötum sem kallast Pepino mósaík vírus og sú sú sýking staðfest á flestum tómatabýlum á Suðurlandi.

Staðfest er að önnur sýking Potato spindle tuber viroid hafi verið greind á tómatabýli á Suðurlandi. Potato spindle tuber viroid getur lagst bæði á tómata og kartöflur en Pepino mósaík vírus er bundinn við tómata.

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins greindist PSTV sýkingin nánast fyrir tilviljun við athugun á smiti vegna PMV. Hvorug sýkingin er hættuleg mönnum. 

 

Yfirlýsing frá Matvælastofnun

Matvælastofnun hefur verið upplýst um tilkynningaskyldan plöntusjúkdóm sem greinst hefur í tómatrækt hérlendis. Sjúkdómurinn nefnist Potato spindle tuber viroid, spóluhnýðissýking, og er um veirung að ræða.

Veirungurinn leggst á kartöflur og tómata og getur valdið afföllum í ræktun. Veirungurinn er hvorki skaðlegur mönnum né dýrum.

Einkenni sýkingar í tómatrækt geta verið mismunandi og fer alvarleiki eftir sýkingarafbrigði. Í sumum tilfellum eru engin einkenni. Einkenna verður yfirleit fyrst vart í efri hluta plöntu þar sem lauf verða gulleit með brúnleitum flekkjum á meðan stærri æðar plöntunnar haldast skærgrænar. Vöxtur laufblaða getur einnig verið takmarkaður. Einkenni geta líka birst á ávöxtum en sýktir ávextir geta verið litlir, dökkgrænir, harðir og vöxtur afbrigðilegur.

Veirungurinn dreifist gjarnan með snertingu og er besta vörnin fólgin í auknu hreinlæti og sóttvörnum. Matvælastofnun beinir því til tómatræktenda að gæta fyllstu varúðar varðandi mögulegt smit og efla sóttvarnir til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu. Jafnframt beinir Matvælastofnun því til kartöfluræktenda að gæta að mögulegu krosssmiti frá einstaklingum og aðföngum sem borið gætu smit úr tómatrækt.

Aðgerðir Matvælastofnunar vegna veirusýkinga í tómatrækt fela í sér leiðbeiningar um sóttvarnir við ræktun, tilmæli um nauðsynleg skref í sóttvörnum, skipulagða rannsókn á sýnum til að greina mögulega sjúkdóma í ræktun auk kortlagningu og greiningu á útbreiðslu.

Matvælastofnun hefur birt leiðbeiningar um hvernig koma skal á sóttvörnum í ræktun og hvetur stofnunin alla ræktendur til að innleiða sem flesta þætti leiðbeininganna eins og fljótt og auðið er.

Atvinnu- og Nýsköpunarráðuneytið mun á næstunni birta reglugerð í Stjórnartíðindum þar sem fjallar er um málið. Hér að neðan má sjá reglugerðina. Matvælastofnun hvetur alla sem málið varðar til að kynna sér reglugerðina.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...