Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Gróðurhúsið í grasagarðinum í Árósum var upphaflega reyst árið 1970 en byggt var við það 2011 og aftur 2014.
Gróðurhúsið í grasagarðinum í Árósum var upphaflega reyst árið 1970 en byggt var við það 2011 og aftur 2014.
Fræðsluhornið 27. janúar 2017

Tveir garðar í Árósum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Garðaheimsóknir eru mér þráhyggja og eitt það fyrsta sem ég skipulegg þegar ég fer utan. Við val á görðum reyni ég að velja gamla garða með sögu og skiptir ekki máli hvort um sé að ræða grasagarð, trjásafn eða hallargarð hefðarfólks.

Síðastliðið sumar heimsótti ég ásamt fylgdarkonu minni, Guðrúnu Helgu Tómasdóttur, Aarhus á Jótlandi. Árósar er önnur fjölmennasta borg Danmerkur. Höfnin þar er stærsta gámahöfn í Skandinavíu og einn af 100 stærstu gámahöfnum í heimi.

Meðan á dvöl okkar stóð heimsóttum við meðal annars grasagarðinn og einnig annan garð, sem kallast Forstbotanisk have, í fylgd gestgjafa okkar, Guðjóns Guðmundssonar tónlistarmanns, trjásafn og ekki síður og að ýmsu leyti áhugaverðari en grasagarðurinn.

Forn víkingabær

Árhús byggðist upp í kringum gamla víkingabyggð og elsti fornleifafundur sem fundist hefur þar er frá lokum sjöundu aldar. Fornleifarannsóknir hafa leitt til fundar á hálfniðurgröfnum húsum sem hafa bæði verið notuð sem heimili og smiðja. Í jarðlögunum við húsin hafa meðal annars fundist greiða, skartgripir og munir sem benda til búsetu á svæðinu á níundu öld.

Á víkingatímanum var byggðin í Árósum umlukin varnargarði sem myndaði hálfhring utan um hana. Uppgröftur bendir til að varnargarðurinn var byggður í miklum flýti um 934. Leiddar hafa verið að því líkur að garðurinn hafi verið reistur til varnar árásar Hinriks fuglafangara á Jótlandi á byggðina.

Á seinni hluta níundu aldar var varnargarðurinn styrktur og í kringum árið 1200 var hann styrktur aftur og stækkaður verulega og var þá um tuttugu metra breiður og sex til átta metra hár.

Grasagarðurinn

Grasagarðurinn í Árósum er staðsettur í norðurhluta gamla borgarhlutans, ekki langt frá þeim stað sem víkingarnir settust fyrst að.

Garðurinn var tekinn í ræktun 1875 og er 21,5 hektarar að stærð og er elsti og stærsti almenningsgarðurinn í borginni og jafnframt einn sá vinsælasti. Svæðið var upphaflega hugsað sem tilraunareitur í ávaxtarækt en þróaðist sem grasagarður og hluti af Háskólanum í Árósum og ætlaður sem plöntusafn og til grasafræðirannsókna. Í dag er hann að mestu notaður sem skemmtigarður og sem útivistarsvæði.

Gróðurhúsið í garðinum var upphaflega reist árið 1970 en byggt var við það 2011 og aftur 2014. Í nýja hluta þess er kaffitería, stórt leiksvæði fyrir börn, sem ætlað er að vekja áhuga þeirra á náttúrunni og ekki síst plöntum. Í fræðslurými fyrir fullorðna stóð síðastliðið sumar yfir áhugaverð sýning um nytjajurtir.

Eldra gróðurhúsinu er skipt upp eftir gróðursvæðum og er þar hægt að skoða plöntur frá Ástralíu, Suður-Ameríku, Afríku og öllum hinum heimsálfunum.

Garðinum sjálfum er einnig skipt eftir gróðri. Í einum hluta hans er danska flóran og öðrum skrautflóra danskra garða. Á sérsvæði er hægt að skoða sýnishorn af ólíkum nytjajurtum og korntegundum og þar skammt frá er fallegt safn rósa.

Mikið sjálfboðaliðastarf

Undanfarna áratugi hefur rekstur garðsins verið borginni erfiður og þótt dýr. Skömmu eftir síðustu aldamót var viðhaldi á stórum hluta hans hætt og eins og gerist þegar lifandi útivistarsvæðum er ekki sinnt lagðist garðurinn í mikla órækt. Þar á meðal rósa- og trjásafnið. Fyrir vikið missti garðurinn stöðu sína sem viðurkenndur grasagarður til vísindastarfa.

Árið 2010 stofnaði hópur borgar-búa samtök sem kallast Vinir grasagarðsins og frá 2012 hafa meðlimir samtakanna að mestu séð um viðhald rósa- og trjásafnsins auk svæða sem geyma safn fjölæra plantna og nytjajurta. Starf sjálfboðaliðanna er ærið og íbúum Árósa til mikils sóma. 

Trjásafnið í Marseliborgarskógi
 
Garðurinn sem á dönsku kallast Forstbotanisk have er safn trjátegunda víða að úr veröldinni og hreinasta perla að heimsækja. Safnið, sem er um fimm hektarar að flatarmáli, er í suðurhluta Árósa og í norðurhluta Marseliborgarskógar, sem er kenndur við samnefnda höll Margrétar Þórhildar drottningar. 
 
Heimsókn í garðinn er frábærlega skemmtileg og ekki síst á fallegum sólskinsdegi. Göngustígarnir eru lagðir í bugðum og handan við hverja þeirra er alltaf eitthvað nýtt á sjá. Lauf á tegund sem maður þekkir ekki og meira að segja þokkalega stórt stöðuvatn með sund- og vaðfuglum.
 
Meðal þess sem við gengum fram á var stórt klofið beykitré sem hafði orðið fyrir eldingu. Mér skilst að tréð verði látið vera þar sem það liggur og muni þjóna sem afdrep fyrir skordýr og minni spendýr á meðan það rotnar og breytist í næringarefni fyrir annan gróður. Fyrstu trén í safninu voru gróðursett árið 1923 og á hverju ári bætast ný við. Í dag finnast um 900 trjákenndar plöntur í garðinum, bæði stór tré og lágir runnar. Meðal tegunda í garðinum eru risafura, musteristé og fjöldi ávaxtatrjáa, hindarblóma og lyngrósa. Í garðinum og nærliggjandi skógi eru einnig dádýr, íkornar, hegrar og uglur auk fjölda annarra dýra.
Rökstuddur grunur um blóðþorra
Fréttir 3. desember 2021

Rökstuddur grunur um blóðþorra

Veira sem getur valdið sjúkdómnum blóðþorra í laxi, Infectious salmon anaemia, h...

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi
Fréttir 3. desember 2021

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi

Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst hafa tekið höndum saman um að ...

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði
Fréttir 3. desember 2021

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði

Samkvæmt skýrslu European Medicine Agency, sem kom út í síðustu viku, er sýklaly...

Landselastofninn við sögulegt lágmark
Fréttir 3. desember 2021

Landselastofninn við sögulegt lágmark

Hafrannsóknastofnun leggur til að beinar veiðar á landsel verði áfram takmarkaða...

Innflutningur á dönskum jólatrjám dregst saman en sala íslenskra eykst
Fréttir 2. desember 2021

Innflutningur á dönskum jólatrjám dregst saman en sala íslenskra eykst

Fyrsta helgin í sölu íslenskra jólatrjáa er nú fram undan í íslenskum jólaskógum...

Fjármálaráðherra vill skoða kaup á Hótel Sögu
Fréttir 2. desember 2021

Fjármálaráðherra vill skoða kaup á Hótel Sögu

Í frumvarpi fjármálaráðherra til fjárlaga fyrir árið 2020 er lagt til að skoða m...

Sauðfjárbændum hefur fækkað um ríflega þriðjung á 40 árum
Fréttir 2. desember 2021

Sauðfjárbændum hefur fækkað um ríflega þriðjung á 40 árum

Á síðasta ári voru sauðfjárbændur í landinu 2.078 samkvæmt haustskýrslum og höfð...

Sóknarmöguleikar sem verðskulda athygli og uppbyggingu
Fréttir 2. desember 2021

Sóknarmöguleikar sem verðskulda athygli og uppbyggingu

„Mér finnst ég standa inni í málaflokki sem er bæði tengdur sterkt inn í fortíð ...