Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Afrekskýrin Braut 112 á Tjörn á Skaga.
Afrekskýrin Braut 112 á Tjörn á Skaga.
Mynd / RML
Fréttir 24. janúar 2020

Tvær kýr rufu 100 tonna múrinn á árinu 2019 af mjólk yfir ævina

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Á árinu 2019 gerðist nokkuð sem má allt að því kalla undur og stórmerki þegar tvær kýr náðu æviafurðum upp á 100.000 kg mjólkur. Kemur þetta fram í umfjöllun ráðunauta Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins um niðurstöður skýrsluhalds á bls. 44 í Bændablaðinu sem kom út í gær.   
 
Í erlendum nautgriparæktar­tímaritum er oft fjallað um kýr sem hafa verið heiðraðar fyrir að ná 100 tonna æviafurðum. Þar er oftar en ekki um að ræða Holstein-kýr sem eru stærri og mjólka mun meira að meðaltali en íslenskar kýr. Það er  því ekki hægt að segja annað en að það sé mikið afrek hjá kúm af kyni þar sem meðalafurðir eru ríflega 6.000 kg á ári að ná 100 tonna æviafurðum. Reyndar er ekkert ýkja langt síðan það þótti bara ágætt ef íslenskar kýr voru að ná 5.000 kg á ári. 
 
Ótrúlega þróun í íslenska kúastofninum
 
Í grein í búnaðarblaðinu Frey 2004 eftir doktor Stefán Aðalsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóra Norræna genabankans fyrir búfé, segir að íslenskir nautgripir séu komnir frá Noregi. Samkvæmt skyldleika íslenskra og norskra kúa hafi menn fundið út að þær hafi komið hingað til lands um 890. Á árunum 1150 til 1550 er áætlað að ársnytin hafi að meðaltali verið um 1.100 kg. Í kringum árið 1650 er áætlað að ársnytin hafi verið um 1.000 kg og rúm 2.000 kg um aldamótin 1900. Þá segir í grein Stefáns að ársnytin hafi verið komin í 5.000 kg árið 2000. 
 
Ljóst er því að þróunin í ræktun og fóðrun hefur verið mjög hröð síðustu áratugi. Frá aldamótunum 2000 hefur þróunin haldið áfram og hreint með ólíkindum að meðalársnyt hæstu kúabúanna sé að nálgast 9.000 kg. Einnig að tíu nythæstu kýr landsins séu að skila frá 12.795 til 14.245 kg á síðasta ári. 
 
Afrekskýrnar Braut og Jana
 
Afrekskýrin Braut 112 á Tjörn á Skaga náði þessum merka áfanga um miðjan mars. Braut var fædd 12. september 2005, dóttir Stígs 97010, og átti sinn fyrsta kálf 23. október 2007 en alls bar hún 10 sinnum að meðtöldum tveimur fósturlátum. Þrátt fyrir þau áföll náði Braut að mjólka 101.351 kg mjólkur á ævinni en hún var felld þann 27. júní síðastliðinn sökum elli. Mestum afurðum á einu almanaksári náði hún 2011, 10.961 kg, en á árinu 2017 hjó hún nærri því er hún mjólkaði 10.699 kg. Mestum afurðum á einu mjólkurskeiði náði hún á sínu 10. og síðasta, 20.750 kg, enda var það langt en hún bar síðast 7. febrúar 2017. 

Um mánaðamótin nóvember-desember bættist afrekskýrin Jana 432 á Ölkeldu 2 í Staðarsveit á Snæfellsnesi í hóp þeirra afreksgripa sem rofið hafa 100 tonna múrinn í æviafurðum. 
 
Nú um áramótin hafði hún mjólkað 100.449 kg mjólkur yfir ævina en hún var í 12,0 kg dagsnyt þann 28. desember. Jana 432 er fædd 8. mars 2005, dóttir Stígs 97010. Hún bar sínum fyrsta kálfi þann 18. september 2007 og hefur borið níu sinnum síðan þá, síðast 28. desember 2017. Mestum afurðum á einu ári náði Jana árið 2013 þegar hún mjólkaði 10.372 kg en hún náði einnig ársafurðum upp á meira en 10 þús. kg árið 2018. Mestu mjólkurskeiðsafurðir hennar eru á yfirstandandi mjólkurskeiði sem er æði langt, spannar orðið tvö ár. Hún er nú komin í 15.694 kg frá síðasta burði. 
 
Í skýrslu RML segri að illa hafi gengið að koma kálfi í Jönu eftir síðasta burð, en hún var síðast sædd 11. nóvember síðastliðinn og gæti því verið fengin. Afkomendur Jönu eru fjölmargir víða um land en hún skilaði nauti á stöð sem fékk dóm til framhaldsnotkunar sem reynt naut og því fékk sæði úr því mikla dreifingu. Þar er um að ræða Öllara 11066 en faðir hans var Ófeigur 02016 að því er segir. 
 
Mókolla á Kirkjulæk 2 í Fljótshlíð á enn metið í æviafurðum íslenskra mjólkurkúa, eða 114.635 kg. Það hefur staðið frá því hún var felld sumarið  2013, þá rétt rúmlega 17 ára gömul.  
 
Mókolla frá Kirkjulæk 2 á enn Íslandsmetið
 
Núverandi Íslandsmet í ævi­afurðum á Mókolla 230, dóttir Snarfara 93018, á Kirkjulæk 2 í Fljótshlíð. Hún mjólkaði 114.635 kg á sinni ævi fram til 2013. 
 
 – Sjá meira um afrek íslenskra kúa á bls. 24, 25, 36 og 37 í nýju Bændablaði.
Nesbú með nýtt lífrænt hænsnahús í Flóanum fyrir 18 þúsund fugla
Fréttir 16. maí 2022

Nesbú með nýtt lífrænt hænsnahús í Flóanum fyrir 18 þúsund fugla

Nesbú á Vatnsleysuströnd er þessa dagana að taka í notkun nýtt og glæsilegt lífr...

Kolvetnasnauðu Queen Anne kartöflurnar fá góðar viðtökur
Fréttir 16. maí 2022

Kolvetnasnauðu Queen Anne kartöflurnar fá góðar viðtökur

Nýverið kom á markað kartaflan Queen Anne frá Þórustaða Kartöflum sem hefur mun ...

Arfgerðin T137 finnst á Botnum og reynist útbreidd á Árskógsströndinni
Fréttir 16. maí 2022

Arfgerðin T137 finnst á Botnum og reynist útbreidd á Árskógsströndinni

Arfgerðar­greiningar á príon­próteini (PrP) kinda eru nú í fullum gangi. Að sögn...

„Ég hef lagt niður vopnin“
Fréttir 13. maí 2022

„Ég hef lagt niður vopnin“

Sigríður Jónsdóttir bóndi og fjölskyldan í Arnarholti í Biskups­tungum ætla að h...

Kúabændur misvel í stakk búnir til að bregðast við versnandi rekstrarhorfum
Fréttir 13. maí 2022

Kúabændur misvel í stakk búnir til að bregðast við versnandi rekstrarhorfum

Herdís Magna Gunnarsdóttir, bóndi á Egilsstöðum á Fljóts­dalshéraði, var kjörin ...

Verndandi arfgerðir gegn riðu nokkuð algengar í íslensku fé á Grænlandi
Fréttir 13. maí 2022

Verndandi arfgerðir gegn riðu nokkuð algengar í íslensku fé á Grænlandi

Sandkoli og hryggleysingjar
Fréttir 13. maí 2022

Sandkoli og hryggleysingjar

Atvinnuveganefnd hefur til umfjöllunar frumvarp þar sem fjallað er um veiðistjór...

Tryggir félagslegan stuðning við bændur
Fréttir 12. maí 2022

Tryggir félagslegan stuðning við bændur

Tryggir félagslegan stuðning við bændur Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og ...